Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 25

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 25
Jimi Hendrix. Bob Marley. Marc Bolan. 1975 Peter Ham, gítarleikari Badfing- er, fremur s.jálfsmorð. Hann hafði átt við erfiðleika að stríöa vegna slæms gengis hljómsveitar- innar en hún kom einmitt til ís- lands um það leyti er best lét hjá henni, um 1970. Gary Thain, fyrr- um bassaleikari Uriah Heep, tek- ur inn of mikið af lyfjum og finnst látinn í baðinu heima hjá sér. 1976 Tommy Bolin gítarleikari, sem tók viö af Ritchie Blackmore í Deep Purple lést. Dánarorsök: heróín. Florence Ballard, ein af uppruna- legu Supremes fær hjartaáfall. 1977 Elvis Presley, sá sem menn köll- uðu konung rokksins, deyr þegar hjartað gefur sig. Dauði hans mun að einhverju leyti hafa átt rót sína að rekja til óhóflegrar neyslu hvers kyns pillna. Marc Bolan, sem var stór stjarna í breska poppinu og í framvaröa- sveit glitterbylgjunar svokölluðu, ferst þegar kona hans missir Keith Moon. stjórn á Austin Mini bíl þeirra og vefur honum utan um ljósastaur. Hún lifir. Ronnie Van Zandt, Steve og Cassie Gaines, sem öll voru með- limir bandarísku Suðurríkja- hljómsveitarinnar Lynard Skynyrd, farast er flugvél ferst. Hinir meðlimir hljómsveitarinnar sleppa með smáskrámur. 1978 Keith Moon, einhver uppátekta- samasti, óþekkasti og geggjaðasti trommarinn í poppinu, deyr. Hann tilheyrði hinni ágætu sveit Who sem gerði hinn frábæra söngleik Tommy. Við krufningu finnst hell- ingur af pillum í maga hans. Terry Kath, söngvari og gítarleik- ari Chicago, sagði við gesti á heimili sínu að byssan hans væri ekki hlaðin um leið og hann beindi hlaupinu að gagnauga sínu og hleypti af. Hún var hlaðin. Sandy Denny hafði átt erfitt uppdráttar eftir að hún hætti sem söngkona bresku hljómsveitarinn- ar Fairport Convention. Hún datt niöur stiga og dó af heilablóðfalli nokkrum dögum síðar án þess að komast til meðvitundar. Nancy Spungen varð fræg fyrir að vera kærasta Sid Visious, bassa- leikara Sex Pistols. Hún kynnti heróínið fyrir honum. Eftir lok SP dvöldu þau á Chelsea hótelinu í New York. Einn morguninn finnst Nancy með hníf í kviönum, Sid er grunaður. 1979 Sid Visious er sleppt úr haldi gegn tryggingu. Nokkrum dögum seinna skýtur hann sig fullan af hreinu heróíni og fer til fundar við Nancy sína með hvíta vængi. 1980 John Lennon, aðalbítillinn, er myrt- ur af geggjuðum strák sem hélt að hann sjálfur væri snillingurinn Lennon. Vonandi líður homun illa þegar hann fattar að svo er ekki. Lennon var nýbúinn að senda frá sér fyrstu plötuna í fimm ár og var til alls líklegur. Hann varð 40 ára. John Bonham, hinn taktþungi trommari Led Zeppelin, kafnar í eigin ælu á heimili Jimmy Page eftir langt og mikið fyllirí. Ian Curtis, söngvari og laga- höfundur Joy Division, hengir sig um það leyti sem sveitin er að slá í gegn. 1981 Bob Marley, konungur reggísins, deyr úr krabba. 1982 John Belushi, leikari og annar helmingur The Blues Brothers sem viö þekkjum úr samnefndri mynd, finnst látinn í hótelherbergi í Hollywood. Stór skammtur af heróíni og kókaíni (speedball) er dánarorsökin. 1983 James Honeyman-Scott, gítarleik- ari Pretenders, blandar saman búsi og eiturlyfjum og hlýtur slæm endalok. Alex Harvey, forsprakki The Sensational Alex Harvey Band, fær hjartaáfall í annað sinn á tveim árum. I þetta sinn hefur hann það ekki af. 1983 Bill „Rock Around the Clock” Haley deyr. Hjartað gefur sig. Peter Farndon hafði verið rekinn úr Pretenders skömmu fyrir andlát Honeyman-Scott vegna eiturlyfjaneyslu. Hann finnst dauður í baðinu heima hjá sér, stór skammtur af eiturlyf jum. 1984 Dennis Wilson, trommari Beach Boys, drukknar eða drekkir sér, það liggur ekki alveg ljóst fyrir, en það er ljót lesning að lesa um hvað þessi maður tók sér fyrir hendur síðustu daga lífs síns. Sagan segir að það hafi verið búið að sparka honum úr hljómsveit- inni þegar þetta gerðist. Marvin Gaye, söngvarinn mikli, er myrtur af föður sínum á afmælis- daginn sinn, 1. apríl. Hann var gjörsamlega háður kókaíni og var á slæmu „trippi” þegar sá gamli kom og læknaði hann aö eilífu. Razzle, trommari Hanoi Rocks, ferst þegar þíll sem Vince Neil, söngvari Motley Crue, keyrir á annan bíl á hraöbraut. Vince sleppur alheill, báðir voru dauða- drukknir. Alexis Corner, einn af frumkvöðl- um bresku R&B tónlistarinnar, lést af hjartabilun. 1985 David Byron, fyrrum söngvari Uriah Heep, finnst látinn á heimili sínu, ástæða ókunn. Og lífið heldur áfram. 47. tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.