Vikan


Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 37

Vikan - 21.11.1985, Blaðsíða 37
TENBY En það verkefni að leggja fyrir sveitamann — borgin mín! Það mætti svo sem alveg eins biðja mig að skrifa um pilsið mitt — eða þannig. Minn herra á aungvan vin, sagði Jón Grindvíkingur, ef ég er ekki farinn að ruglast í íslandsklukkunni. Hins vegar hef ég dálæti á nokkrum borgum, sem ég hef gist, umfram aðrar. Tryggir lesendur Vikunnar gegnum tíðina hafa eflaust orðið varir við að mér er afar hlýtt til Kaupmannahafnar, London og Glasgow. Þetta hlýtur að gleðja Flugleiðamenn en hryggja þá hjá Arnarflugi að sama skapi. Hvað tvær fyrri borgirnar áhrærir veit ég að ég er í fjölmennum hópi. Glasgowvinafélagið er hins vegar talsvert fámennara enn sem komið er — en þeim mun góðmennara. Samt er það svo að ég kann held ég aldrei við mig til lengdar umkringdur steini og stáli. Ég verð að finna til víðáttunnar og vita að ég geti komist til hennar fyrirhafnarlítið og helst að sjá til hennar. Þess vegna er mál að linni löngum formála um það sem ég ætla ekki að skrifa um en við taki sú borgin mín sem ég ætla að f jalla um hér — Tenby. Alvarleg tímaskekkja Sá sem hefur einu sinni komið þangað og það fyrir tilviljun hefur það helst á tilfinningunni að best sé að leggja bílnum fyrir utan borgina og ráðast til inngöngu fót- gangandi. Því borgin er ekki stór að flatarmáli og miðhlutinn er luktur miðaldamúr. í hann eru göt á viðeigandi stöðum fyrir umferð og oftast eru rekin í þau umferðar- tappar því göturnar þar eru þröngar og ekki gerðar til að flytja nútímaumferð. Raunar eru vélknúin farartæki í og við þennan „. . . einhvern tima ætla ég þangað aftur og þá viljandi — til þess að vera latur, dekra við sjálfan mig og kneyfa krús af góðu öli." hluta borgarinnar alvarleg tíma- skekkja og heyra til tíma sem er alls ekki kominn. Byggingastíll og bragur þessa gamla hluta minnir ekki á bíla og baðföt heldur miklu frekar á Arthúr konung og riddara hringborðsins og „damsels in distress” — en þetta síðasttalda fyrirbrigöi finnst mér alltof sjarmerandi á ensku til þess að reyna að snara því á annað mál. Tenby stendur á dálitlum höfða á suðurströnd Wales, við Camarthenflóa vestanverðan, heyrir til Pembrokeshire og er innan þjóðgarðs sem kenndur er við téð skíri. Um sumartímann er Tenby fyrst og fremst ferða- mannastaður og þá einkum fyrir eyjaskeggja Bretlandseyja sjálfra, flökkufuglar rekast þangað helst af því að leiðin um hina dáindisfögru og tilbreyt- ingarríku strönd Pembrókarskíris liggur þar um. Þarna er að finna það sem sumarferðalangurinn girnist, að minnsta kosti meöan sólin skín. Landslagið skapar Tenby þó töluverða sérstöðu meðal sólar- staða Suðurwales, því þótt sandvíkur megi finna í kletta- skorum utan í höfðanum vekur þó meiri athygli gestsins aö tals- verður hluti höfðans er með klettavegg alveg fram í sjó, en sums staðar með stigum og stöllum þar sem sóldýrkendur tylla sér eins og fuglar í bergið og steypa sér svo ofan fyrir hamarinn í þrítugt dýpið ef þá munar í svalann af þeim hluta Atlantshafsins sem heitir Camarthenflói. Ilmvötn og súkkulaði En þegar mönnum eymist að láta fara vel um sig í klettunum (því tvisvar veröur sá feginn sem á steininn sest) eða sitja við krásum hlaðin borð í miðalda- höllum með nútímaþægindum geta þeir rambað um nágrennið eða látið skutla sér út í Caldey sem er steinsnar undan ströndinni. Þar búa munkar og selja ferðafólki framleiðslu sína: ilmvötn sem fást ekki annars staðar, líka súkkulaði og rjóma- kökur ásamt tilheyrandi tesopa. Þegar þessir munkar safnast til feðra sinna, því jafnvel munkar eiga foreldra þótt þeir sjálfir geri sitt besta til þess aö láta ættlegginn deyja út, eru þeir grafnir undir nafnlausum krossum í kirkjugarðinum við litlu sóknarkirkjuna á eynni, og auðvitaö er kirkjan kennd við heil- agan Davíð eins og svo ótal margt annað í Wales. Og þegar ungir Tenbyanar ákveða að ganga í það heilaga er það hámark hátíð- leikans að róa út í Caldey og láta gefa sig saman í St. David’s. Tenby er einn þeirra fallegu staða á Bretlandi sem ég geymi á góðum stað í minningunni, af því einhvem tíma ætla ég þangað aftur og þá viljandi — til þess að vera latur, dekra við sjálfan mig og kneyfa krús af góðu öli í spjalli við glaða og gestrisna Walesara. 47. tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.