Vikan


Vikan - 04.12.1985, Side 8

Vikan - 04.12.1985, Side 8
Konur ýmissa heima i túlkun Arndisar. Lúthorskur klerkur og kaþólsk nunna i sátt og samlyndi. Jöiasveinar, klerkur, nunna, negri og ýmsar aðrar undarlegar fígúrur tróna uppi á borði heima hjá Arndísi Sigurbjörnsdóttur um þessar mundir. Hún er að gera liðskönnun á dúkkunum sínum, ekki venjulegu dúkkusafni heldur brúðum sem hún hefur sjálf búið til. Þær eru farnar að skipta tugum, meðal þeirra eru allir íslensku jólasveinarnir, og allar eru þær gerðar á þessu ári. ,,Það er svo gott að hafa eitthvað að grípa í þegar maður er heima á kvöldin, það á illa við mig að vera aðgerðalaus,” segir Arndís. Á daginn kennir hún öldr- uðum föndur á Dalbraut, heldur auk þess heimili með drjúgu starfi í kringum það og sækir tíma í málun hjá Hringi Jóhannessyni. Brúðurnar eru 40 — 50 cm háar og klæddar í sérsaumuð föt eftir persónuleika hverrar og einnar. ,,Þær heita allar sínum nöfnum hjá mér, ómögulegt annað en kalla þær eitthvað.” Jólasveinarnir hafa allir eitthvað i höndunum til að minna á nöfnin sín og svo eru þeir i lopapeysunum sinum. 8 Vikan 48- tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.