Vikan


Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 16

Vikan - 04.12.1985, Blaðsíða 16
Hræddur um að ég verði afskaplega fúll gamall karl lllugi Jökulsson talarvið Ladda Myndir: RagnarTh. A fasteignasölunni eru teppin þykk, veggfóðrið skrautlegt og húsgögnin býsna íburðarmikil. Virðulegur maður í vönduðum jakkafötum vék sér að mér og spurði um erindi. Nei, ég var ekki kominn til þess að kaupa mér íbúð heldurtil þessaðfinna Þórhall Sig- urðsson. Og jú, hann hafði þarna skrifstofu. Inni í reykmettuðu her- bergi var hann á mikilvægum herráðsfundi; þarna sátu þeir Sigurður Sigurjónsson, örn Árna- son, Randver Þorláksson og Laddi sjálfur og ræddu leynilegasta verk- efni sjónvarpsins, nefnilega ára- mótaskaupið sem þeir félagar munu annast að þessu sinni. Laddi smalaði mér í flýti út úr herberginu svo ég kæmist ekki að neinum leyndarmálum þeirra og við kom- um okkur fyrir í eldhúsinu sem hann deilir með fasteignasölunni. Auðvitað kom ekki til mála að ræða áramótaskaupið en umræðu- efnin voru þrátt fyrir það næg. Laddi stendur um þessar mundir fyrir sýningu eða ,,showi" á Hótel Sögu og hann er nýbúinn að gefa út hljómplötu. Þar fyrir utan hefur hann mikið að gera og það reynd- ist annað en auðvelt að ákveða tíma fyrir viðtal. En tókst þó, eins og sjá má. — Laddi, nú ert þú búinn að vera i þessum bransa. . . „1 sautján ár!” sagði hann og glotti. — Já, eða upp undir það. Ertu ekkert farinn að lýjast? „Nei, það er alltaf jafngaman að standa í þessu stússi og eigin- lega skemmtilegast þegar mest er að gera. Eins og núna. Auk ára- mótaskaupsins hefur mestur tím- inn farið í „showið” á Sögu og plötuna. Þetta er ósköp létt plata með smágríni hér og hvar. Lögin eru úr ýmsum áttum, fjögur þeirra eru til dæmis eftir mig, og svo syng ég við þau einhverja bull- texta.” — Þegar þú varst að fara af stað, fyrir sautján árum skulum við segja, bjóstu þá við að endast svona lengi? „Nei, nei, alls ekki. Ég leit bara á þetta sem grín í upphafi og ef þetta hefði ekki hlaðið utan á sig hefði ég sjálfsagt haldið áfram að læra húsgagnasmíði og væri nú einhvers staðar að smíða stóla og borð. Þaö var eiginlega fólkið sem réð þessu, það vildi alltaf meira og meira, og í raun og veru er þetta enn aö hlaða utan á sig. Það hefur aldrei verið meira að gera hjá mér en einmitt núna.” — Kemur þér ekkert á óvart að fólk skuli ekki verða leitt á þár eftir öll þessi ár? „Jú, satt að segja kemur það mér mjög á óvart! Mér finnst sjálfum að ég sé farinn að endur- taka mig. Það kemur að minnsta kosti fyrir þó ég reyni að sporna gegn því eftir mætti. Þegar maður hugsar út í það er það furðulegt að maöur skuli geta enst svona lengi á svona litlum markaði. Ef maður tekur Bandaríkin sem dæmi þá geta skemmtikraftar þar verið með sama prógrammið í tólf, fjórtán ár, en hér þarf maður að vera með mörg í gangi í einu og skipta um oft á ári. Það er áreið- anlega heimsmet hvað skemmti- kraftar hér þurfa oft að skipta um prógramm. Auðvitað væri þægi- legra að geta haft þetta eins og í Bandaríkjunum en ansi hugsa ég að þaö sé einhæft að segja sömu brandarana í fjórtán ár! ” — En hvers vegna þolir fólk þig ennþá? Hver er galdurinn? „Ég býst við að það hafi bjargað mér að ég er alltaf að reyna að finna eitthvað nýtt, finna upp nýja karaktera og bregða mér í gervi þeirra.” — Já, þessir karakterar þinir. Hvernig býrðu þá til? Geturðu gefið mérdœmi? „Ja, ef við tökum Þórð húsvörö þá datt mér bara í hug að búa til svona gamlan, rykfallinn karl og i*> Víkan 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.