Vikan - 04.12.1985, Page 19
„Já, ég er satt að segja mjög
feiminn. Það mætti ætla annað
þegar ég er að fíflast uppi á sviði
en þá er ég ekki ég sjálfur, þá er
ég þessir karakterar sem ég hef
skapað.”
— En hvernig er þð þú sjálfur?
ímyndin, er hún ólík sjálfum þór?
„Bæði og. Eg er auðvitað að ein-
hverju leyti svona en aö öðru leyti
alls ekki. En ímyndin er sterk og
ef ég er ekki eitthvað að grínast
finnst fólki stundum að ég sé mjög
Uppfullur af helgislepju.
alvarlegur og þungur. „Ertu í
fýlu?” er ég þá gjarnan spurður.
En satt að segja held ég að ég sé
ósköp venjulegur maður og eins
og aðrir get ég verið afskaplega
alvarlega þenkjandi. Það getur
komið út sem þumbaraskapur en
það er þá feimninni að kenna.
Kannski hélt ég að feimnin myndi
lagast ef ég færi út í þennan
skemmtibransa.”
— Er feimnin þá kannski það sem
þú ert óánægöastur með í fari þinu?
„Já,” svaraði Laddi algerlega
feimnislaust. „Ég hef þurft að
berjast við helvítis feimnina frá
því ég var krakki. Og auðvitað
hefur mér orðið töluvert ágengt,
að minnsta kosti hefur mér tekist
að leyna henni með því að fara
bara í einhvern karakter þegar
svo ber undir. Ég hélt að þetta
myndi hverfa þegar ég yrði eldri
en hún fer ekki. Ég veit ekki hvað
ég á að gera, kannski ætti ég að
prófa dáleiðslu.” Og Laddi glotti.
— En á hinn bóginn: hvað ertu
ánægðastur með i fari þínu?
„Ja, það veit ég svei mér ekki.
Ætli ég sé ekki bara ánægðastur
með hvaö ég er frískur, bæði and-
lega oglíkamlega.”
— Áhugamál?
„Það er þá helst golf. Ég er
sjúkur í golf! Ef ég finn mér ein-
hvern tíma er ég undir eins kom-
inn út á golf völl og stundum stel ég
meira að segja tíma frá sjálfum
mér til að komast í nokkrar holur.
Nú, svo hlusta ég mikið á tónlist.”
— Hvernig tónlist?
„Einna mest á svokallað létt-
djassrokk. Fusion. En annars
hlusta ég á allt milli himins og
jarðar og hér áður fyrr var ég allt-
af með plötu á fóninum. Þá kom
það iðulega fyrir að ég vaknaði
með heyrnartólin á höfðinu, hafði
sofnaö út frá einhverri plötu.
Sennilega hlusta ég öllu minna á
músík, ég hef einfaldlega ekki
tímatilþess.”
— Ertu að frá morgni og fram á
nótt?
„Það má næstum segja það og
þegar mest er að gera, eins og
núna, dugir sólarhringurinn varla
tU.”
— Ertu þá ekki moldrikur?
„Ég ætti náttúrlega að vera
það,” sagði Laddi og hló, „miðað
við vinnutímann. En í rauninni er
ég það alls ekki. Ég hef það bara
ágætt en moldríkur er ég ekki þó
sumir virðist halda það. Svo eru
aftur á móti aðrir sem eru á þver-
öfugri skoðun og trúa því engan
veginn að ég geti lifað af þessu.
„Hva, ertu ekki í neinni vinnu?”
segir þetta fólk og hristir höfuð-
ið.”
— Þú ert fjölskyldumaöur, er það
ekki?
„Jú. Viö eigum þrjá stráka.”
— Sérðu þá ekki heldur litið af
fjölskyldunni þegar mest er að
gera?
„Jú, ég verð að viðurkenna það.
Þetta er oft mikið svekkelsi.
Yngsti strákurinn okkar er til
dæmis bara rúmlega tveggja ára
og það er svona eins og jólin þegar
hann hittir mig. Ég held að hann
líti á mig sem fjarskyldan ætt-
ingja sem kemur með nammi. . .”
— En eldri strákarnir — finnst
þeim pabbi vera skemmtilegur
skemmtikraftur?
„Ja, nú veit ég ekki! Þú verður
eiginlega að spyrja þá. En þeir
hafa að minnsta kosti ekkert á
móti því að ég stundi þetta starf og
þeir gagnrýna mig líka. Ef þeir
sjá mig troða upp segja þeir mér
ef þeim hefur fundist atriðið gott
og eru sömuleiöis óhræddir viö að
láta mig heyra það ef þeir hafa
ekki skemmt sér nógu vel.”
— En þú sjálfur? Ef þú værir ein-
hver annar, heldurðu þá að þér
fyndist gaman að Ladda?
„Þessu get ég ennþá síður svar-
að! En ég hef auðvitað séð sjálfan
mig margoft á filmu og jú — ég
get stundum hlegið. En sumt er
heldur ekki nógu gott.”
— Á tímabili var það mikið i tísku
i vissum hópum að gera heldur lítið
úr þór og öðrum skemmtikröftum
og tónlistarmönnum, skallapoppur-
unum. Fór það í taugarnar á þér?
„Það gerði það stundum, ég
neita því ekki. Ég er þeirrar skoð-
unar að enginn hafi efni á því að
tala illa um náunga sinn. Eg geri
það að minnsta kosti ekki. Mér
getur fundist eitthvað leiðinlegt en
það er út í hött að kalla það vit-
laust bara vegna þess. Maður tal-
ar ekki svoleiðis um annað fólk.
Auk þess enda allir sem skalla-
popparar ef þeir halda áfram í
músík á annað borð. En sem betur
fer hefur ekki borið á þessum
röddum núna um langt skeið.”
— Og þú ætlar að halda áfram
ótrauður?
„Já, en ég hef líka áhuga á að
breyta örlítið til. Eins og ég gat
um vildi ég gjarnan leika meira í
venjulegum skilningi, og svo ein-
beita mér að svona „showum”
eins og því á Sögu. Ég er farinn að
þreytast á öllum þeim þeytingi
sem fylgir árshátíðabransanum
og því öllu saman, enda er ég að
mestu leyti hættur slíku. Því fylgir
ótrúlegt slit á mönnum og það er
ekkert vit í þvi aö vera að slíta
sjálfum sér út til lengdar. Svo hef
ég bara verið of fyrirferðarmikill
að undanförnu.”
— Hvað áttu við?
„Ég hef bara fundið fyrir því að
það hefur verið alltof mikið af
mér! Skemmtikraftar eru fáir á
Islandi og ég er jafnvel farinn að
velta því fyrir mér hvort ég taki
pláss frá öðrum sem þora ekki að
stíga fyrstu skrefin af því ég er
alls staðar! Það er tími til kominn
að nýtt blóð komi inn í þessa
stétt.”
— Hvaða íslanskum skemmti-
krafti ert þú sjálfur hrifnastur af?
„Ætli það sé ekki Sigurður Sig-
urjónsson, og raunar þeir félagar
hans líka. Mér finnst hvað mest
varið í Sigga sem grínista eða
gamanleikara eða hvað á að kalla
þetta.”
— Nú hlýturðu að hafa sóð
skemmtikrafta í mörgum löndum.
Hvernig er „standardinn" hór
heima?
„Hann er mjög góður að mörgu
leyti. Við erum þetri en margir
aðrir og meira að segja finnst mér
flestir bandarískir skemmtikraft-
ar yfirleitt síðri þeim íslensku. Að
minnsta kosti næ ég ekki þeirra
fyndni en það myndi kannski
breytast ef ég byggi í landinu í
nokkur ár. Bretarnir eru aftur á
móti mun fyndnari. Eins og við
leggja þeir mikið upp úr því að
leika sér að orðum og þeir eru
raunar töluvert framar en við að
þvíleyti.”
— Úr þvi þú minntist á þetta: Fyr-
ir nokkrum árum fréttist aö þú
hygðir á langt nám í Ameríku. Það
hefur orðið minna úr þvi en til stóð?
„Já, það varð bara stutt nám í
staðinn! Ég fór út fyrst og fremst
til aö kynna mér aðstæður og ætl-
aði svo út aftur en þá varð ýmis-
legt til að tef ja fyrir mér. Viö eign-
uðumst til dæmis lítið barn og
fleira varð til að draga þetta á
langinn. Það er bara svo mikið að
gera hér! En ég er ekki alveg bú-
inn aö gefa þetta upp á bátinn enn-
þá. . .”
— Ein lokaspurning. Heldurðu að
þú veröir enn að grinast á elliheimil-
inu?
„Ætli ég verði þá ekki búinn
með grínið,” sagði Laddi svolítið
smeykur á svipinn. „Ég er mjög
hræddur um aö ég verði afskap-
lega fúll gamall karl, pirraður og
geðstirður...”
48. tbl. Vikan 19