Vikan


Vikan - 04.12.1985, Page 20

Vikan - 04.12.1985, Page 20
Allir eiga misjafna daga, góða og slæma. Allir eru misvel upp- lagðir. En ef þér finnst þú vera sérstaklega hverflynd persóna eða býrð með hverflyndri manneskju geta þessir punktar hjálpað þér. Viö fáum öll þunglyndisköst. Þau eru hluti af lífinu. Við búum öll við geðsveiflur. Ekkert líf er kyrrstætt. Margir hafa áhyggjur af þung- lyndisköstum sínum. Sumir hafa jafnvel verið svo ólánsamir að vera ávítaöir af sínum nánustu vegna sveiflna í tilfinningalífinu. Er þetta þá einhvers konar skapgerðargalli? Nei, við erum öll meira og minna háð geðsveiflum. Það er ekki hægt að ætlast til að vera allt- af í toppformi. Það munu alltaf koma þær stundir sem þér líður betur, vinnur betur og hugsar skýrar en annars. Þetta er stað- reynd. Að mótmæla þunglyndi og kref j- ast alltaf fullrar afkastagetu af sjálfum okkur getur ekki leitt af sér annað en vonbrigði og leiðindi. Þunglyndi stafar af mismunandi ástæðum. Aðstæður geta komið því af stað. Það getur verið í sam- bandi við viðbrögð okkar gagn- vart annarri manneskju eða það brýst bara fram óboðið frá undir- meðvitundinni. Ef þú hefur lengi verið undir miklu álagi og orðið mjög þreyttur máttu ekki búast við að vera í góðu líkamlegu formi fyrr en þú hefur hvílst. Þú verður hvorki kátur og jákvæður né auðveldur í um- gengni fyrr en þú hefur slakað á og hvílst. Þegar einhver á heimilinu fær þunglyndiskast er það góðverk að reyna að gera sem minnst úr því og bíða þolinmóður þangað til kastið líður hjá. Það getur komið fyrir að ein- hvers konar afturkippur komi okkur í uppnám eða við heýrum af tilviljun einhverja athugasemd sem við túlkum, kannski rang- lega, sem lítilsvirðingu. Veðrið hefur áhrif á marga. Hinn frægi predikari frá Boston, dr. Phillips Brooks, samdi aldrei ræðu þegar veður var þungbúið. Hann vissi að það sem hann semdi þá myndi verða eins leiðinlegt og tilbreytingarlaust og sjálfur dagurinn. Aðrir þjást af skapstyggð sem virðist ekki stafa af neinu sér- stöku. Þeir verða mjög miður sín ef fundið er að við þá. Þegar maður er í uppnámi er best að viöurkenna það fyrir sjálf- um sér fyrst, síðan að reyna að komast til botns í því af hverju ástandið stafar í stað þess aö reyna að afsaka það. Margar geðsveiflur okkar snerta yfirborð tilfinninga okkar og eðli þeirra er auðvelt að upp- götva. Orsakir annarra, sem svella upp úr undirmeðvitundinni, getur verið erfiðara að skýr- greina. Reyndu að finna orsökina. Það tekst oft ef þú leitar hennar jafn- skjótt og þú verður þess var að eitthvað er að. Neitaðu að láta geðsveiflur þínar stjórna lífi þínu. Taktu heldur við taumunum sjálfur. Hafðu hugfast, þegar þunglyndi sækir á, að þú munir ranka við þér, hvort sem þér finnst þú geta það eða ekki. Veittu því athygli að þú ert ekki alveg með sjálfum þér og viðurkenndu að eitthvað þarf að gera í málinu. Leggðu áherslu á hið jákvæða Næst þegar þú stendur þig að því að hugsa neikvæðar hugsanir í sambandi við erfiðleikana í lífi þínu, svo sem um hversu erfitt fólk geti verið í umgengni, líkam- lega vanlíðan þína og að þú sért nú tekinn að eldast, reyndu þá að snúa dæminu við. Neyddu sjálfan þig til að leggja áherslu á það já- kvæða í staðinn. Læknir nokkur, dr. Peale, sagði frá því að hann hefði eitt sinn borðað kvöldverð með hjónum á veitingahúsi. Eiginmaðurinn var með aðfinnslur allt kvöldið. Hann fann að matnum, þjónustunni og dragsúgnum sem hann sat í. Þeg- ar hann fór frá borðinu smástund sagði eiginkonan: „Þér verðið að afsaka manninn minn, dr. Peale. Hann ber þungar byrðar á herðum sér. Hann er mikill framleiðandi.” „Jæja,” svaraði dr. Peale. „Hvað er það sem hann framleiðir?” „Eigin óhamingju,” svaraði hún. Sumir virðast þurfa nýtt sjónar- horn. Reyndu af fremsta megni að leiða hjá þér kaldranalegar, örvæntingarfullar og daprar hugsanir. Einbeittu þér heldur að uppörvandi hugsunum. Reyndu að sjá hlutina með augum annarrar persónu. Þú verður að vera sannfærður um nauðsyn þess að komast út úr þunglyndinu. Það eykst bara annars. Því meira sem þú sökkvir þér niður í það því verra verður það. Reyndu að koma fram eins og þú sért sæmilega ánægður með líf- ið, þó að svo sé ekki. Tilfinningar okkar fylgja aðgerðum okkar. Hinn frægi ameríski sálfræðingur, William James, sagði: „Tjáning geðshræringar dýpkar hana, aftur á móti minnkar neitun tjáningar geðshræringuna.” Ef við hugsum mikið um dökku hliðarnar og leyfum okkur að hreyta ónotum í þá sem í kringum okkur eru er alveg víst að þung- lyndið eykst. En ef við stöndum bein í baki, ef við reynum aö brosa og vera viðmótsþýð — jafnvel þótt við séum ekki í skapi til þess — ef við gerum okkar besta til að tala glaðlega og kurteislega, þá mun skapið léttast og okkur mun von bráðar líða betur. Þegar þér líður illa skaltu ekki treysta á tilfinningarnar. Notaðu heldur skynsemina. Veldu hina rökréttu leið út úr hugarástandi þínu og eins fljótt og hægt er. Láttu eins og þér líði betur eða eins og þú vilt að þér líði. Sumt hverflynt fólk segist vera slæmt á taugum. Maður getur sagt: „Taugarnar eru bara alveg búnar.” Þarna er það hugsunin sem þarfnast leiðréttingar. Ef hugsanir þínar eru allar á ringulreið verður erfitt fyrir þær að senda út skipuleg taugaboð. Boðin, sem send eru, ruglast þess vegna. Og afleiðingin verður sú að þú verður spenntur, stressaður og allur í uppnámi. Taugaveiklun af þessu tagi stafar af hugsunum okkar. Þegar við hugsum rólega, skipulega og markvisst losnum við við spennu og taugaveiklun. Eitt í einu Ef þér finnst þú hafa of mikið að gera skaltu einbeita þér að því að koma reglu á hlutina og gerðu einn hlut í einu. Kona nokkur segir frá því að hún hafi verið aö brjálast af heimilishaldi sínu. Með tvö lítil börn og eðlislæga óbeit á húsverk- um kom hún aldrei neinu lagi á hlutina og var alltaf í tauga- spennu. Morgun einn, eftir að eigin- maður hennar var farinn til vinnu sinnar, settist hún inn í eldhús og hágrét. Henni fannst hún ekki geta meira. En þá fékk hún innblástur. Af hverju ekki aö láta sem svo að það eina sem hún þyrfti að gera væri að taka til í eldhúsinu? Það ætti ekki að vera svo erfitt. 20 Vikan 48. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.