Vikan


Vikan - 04.12.1985, Page 21

Vikan - 04.12.1985, Page 21
Hún lokaði dyrunum og byrjaði að vinna, og útilokaöi um leið hugsanir um aðra hluta hússins. Á skömmum tíma var hún búin, eld- húsið var hreint og gljáandi. Þetta hafði ekki verið svo erfitt. Full af eldmóði vegna velgengni sinnar byrjaði hún á næsta her- bergi á sama hátt, einfaldlega með því að taka eitt verk í einu eins og það væri það eina sem gera þyrfti. Hún gat lokið þessu líka. Taugaveiklun hennar hvarf. Hún réð ferðinni í stað þess að láta húsið ráða yfir sér. Ef þú hefur mikiö að gera skaltu flýta þér hægt. Taktu hvert verk eins og það sé það eina sem þú þarft að gera. Venjulega er lítill vandi að ákveða hvað næst þurfi að gera. Fylltu hug þinn af jákvæðum hugsunum svo að þær síist niður í undirmeðvitundina. Þar munu þær stuðla að góðri heilsu og vel- líðan hjá þér. Ekki er hægt að of- meta þá venju sem jákvæöur lest- ur og hugleiðsla strax á morgnana er. Slík venja getur komið í veg fyrir taugaspennu. Endurtekning á kvöldin getur verið mjög til góðs. Reyndu að byggja upp jákvætt, persónulegt lífsviðhorf. Það er í raun og veru alveg eins auðvelt og að vera neikvæður einstaklingur. Jákvæð hugsjón og innri viðhorf hjálpa til að byggja upp lífsþrótt og færa gleði inn í líf okkar. í kvikmyndinni Seventh Heaven vinna tvær sögupersónurnar, Chicho og Rat, í holræsum Parísarborgar. Einn daginn dett- ur Rat og er að berast í burtu þegar vinur hans kemur honum til hjálpar. Á meðan þeir sitja á bakkanum og þurrka föt sín segir Chicho Rat frá lífsviðhorfi sínu. „Veistu það, Rat,” segir hann, „það er rétt að ég vinn í hol- ræsinu en ég bý meðal stjarnanna. Fyrir þá sem vilja er stigi sem liggur frá undirdjúpunum upp í hæstu hæðir; frá holræsinu og upp til stjarnanna. En á meöan þú klíf- ur stigann verðurðu að horfa upp til stjarnanna. Ég lít aldrei niður heldur alltafupp.” Þetta er kannski heilaspuni en þetta er gott lífsviðhorf. Ef þér líst ekki á blikuna, reyndu þá að líta upp á við. Með jákvæðum grundvallarlífs- viðhorfum, með því að fylla stöðugt hugann af jákvæðum hugsunum og staðhæfingum og með því að einbeita sér að því aö ráða yfir eigin lífi og móta það eins og þú vilt hafa það, getur ekki brugðist að þú náir stjórn á geð- sveiflum þínum. Jafnvel þegar þunglyndi sækir á eöa þú verður fyrir einhverju áfalli ættirðu að komast aftur í gang mjög fljótlega í áttina aö takmarki þínu: að lifa þróttmiklu lífi og hamingjusömu. Lausn vandamála Þú mátt ekki halda að þú sért ein- stakur, að enginn annar eigi við svipuð vandamál að stríða og þú eða sé í jafnerfiðri aðstöðu og þú. Reyndu að viðurkenna að ef þú lít- ur í kringum þig sjáirðu aðra með sömu eða svipuð vandamál. Þetta eitt hjálpar okkur til að sjá allt í réttum hlutföllum. þú mátt ekki reyna að gleyma vandamáli. Ef það er stórt tekst þér það heldur aldrei. Það mun halda áfram að vera til staðar og valda þér óþægindum. Það mun líka sýnast vaxa því lengra sem líður. Reyndu að viöurkenna að árangursríkasta leiðin við að leysa vandamál er að kannast við það og brjóta það til mergjar. Líttu á staðreyndir og vertu heiðarlegur við sjálfan þig. Þú mátt ekki gera neitt af skyndi- hvöt. Við gerum það vegna þess að við erum hrædd eða vegna þess að við erum búin að fá nóg og getum ekki beðið með að enda þetta ein- hvern veginn. En þú getur séð eftir skyndiákvörðun í mörg ár. Reyndu að viðurkenna þörf þína fyrir að hugsa málið frá byrjun til enda áður en þú tekur ákvörðun. Taktu þér nægilegan tíma. Þú veröur að vega og meta. Leitaðu faglegra ráða ef með þarf. Þú mátt ekki láta ímyndunaraflið hlaupa með þig í gönur. ímynd- unaraflið getur hjálpað en því verður að halda í skefjum. Reyndu að viðurkenna nauðsyn þess að vera algerlega raunsær og jarðbundinn. Finndu út hvað hægt er að gera. Þegar þú hefur tekið ákvöröun skaltu framfylgja henni strax. Þú mátt ekki láta fordóma hafa áhrif á þig. Fordómar blinda og koma í veg fyrir að við sjáum heildarmyndina. Reyndu að viðurkenna að vanda- málin eru auðveldari viðureignar þegar okkur fellur vel við fólk. Reyndu að minnsta kosti að viöur- kenna sjónarmið annarra. Þú mátt ekki kenna öðrum eða utanaðkomandi aðstæðum um allt sem fer úrskeiðis í lífi þínu. Reyndu að viðurkenná að sjálfs- skoðun er nauðsynleg til að upp- götva orsök vandamáls og hvernig það verður best leyst. ondrot*W., , senn eldhússtorím. P yandari, grænmetisW haktave\> .mingabok oriÍS'ena>t"'^9Ír' meVtP^Wr 4.900- Verð íra Wr. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A Sími 16995 48. tbl. Vikan 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.