Vikan - 04.12.1985, Síða 22
„Þá fann hann sig svifa upp í horn herbergisins en sá þó hvar likaminn sat
eftir."
M artin Berkofsky er 42 ára gamall Ameríkani sem
hefur búið hér á landi síðustu sjö árin.
Hann er: tónlistarmaður, af Guðs náð, mótorhjóla-
gæi, maður sem gefur, hvort heldur er fé sitt, vinnu
sína eða af góðleik sínum. Hann er ,,radíóamatör'',
píanókennari og síðast en ekki síst þá skreppur hann út
úr líkamanum annað slagið og sér sjálfan sig sitja eftir
við hvaðeina sem hann aðhefst í það og það skiptið.
>■ /,
/
Á æskuheimili Martins var
sígild tónlist í hávegum höfð og
píanó var til á bænum. Strákurinn
hljóp annað slagið í hljóðfærið og
hóf að raða saman tónum á þann
hátt að ýmsum þótti gott vera.
Hann var þá sendur til píanó-
kennara og þaðan áfram í tón-
listarháskóla. Á Fulbright-styrk
hélt hann í tónlistarakademíuna í
Vín en þoldi nú aðeins við í tvo
mánuði. Hann vildi sem sé ekki
lúta því „að vera þjálfaður í
að leika píanóbókmenntirnar
nákvæmlega eins og allir hinir
nemendurnir”. Setningar eins og
„ertu að spila tónlist eftir Beet-
hoven eða sjálfan þig?” fannst
honum að væru fram settar til að
hræða nemendur frá því að segja
nokkurn tíma nokkuð frá eigin
brjósti í spilamennskunni.
Svo hann fékk sér mótorhjól,
ferðaðist um Alpana og lét fjöllin
svara þeim spurningum sem
kennararnir höfðu aðeins haft
stööluö svör við, lét hrífast af
hvort sem var hrikaleik eða fín-
Sá og
heyrði
sjálfan
sig leika
Martin Berkofsky
segirfrá
Texti: Jón Karl Einarsson Myndir: RagnarTh.
leik náttúrunnar og fann þar inn-
blástur til sköpunarþrár í tón-
listinni.
Sá hvar
líkaminn sat eftir
Til Islands kom hann fyrst sem
einleikari, og þá til Akureyrar, og
síðan aftur þangað sem leiðbein-
andi á píanónámskeiði. Á Akur-
eyri gerðist það í fyrsta sinn á tón-
leikum að hann fann sjálfan sig
hverfa smátt og smátt úr
líkamanum og sá sig sitja í mjög
óvenjulegri stellingu við hljóm-
borðið. Einnig þótti honum sem
hann slægi á nýjan hátt og fengi út
hljóm sem hann ekki hafði fyrr
þekkt.
Fyrsta reynsla Martins á þessu
sviði hafði verið nokkrum árum
áður vestur í Bandaríkjunum er
hann var að lesa bók um skylt
efni. Þá fann hann sig svífa upp í
horn herbergisins en sá þó hvar
líkaminn sat eftir. Þetta varði
aðeins skamma hríð og eftir að
ástand hans var orðið eðlilegt var
hans fvrsta hugsun að segja
engum heilbrigðum manni frá.
Hann segist ekki hafa orðið
hræddur þá og aldrei síðan við
þetta fyrirbæri, fremur óttast þá
tilhugsun að enginn maður vildi
trúa honum.
Svar Martins við því hvað í raun
og veru væri þarna að gerast og
hvort ekki væri um einfalda
ímyndun að ræða er þetta:
„Margir listamenn, skáld, tón-
skáld og myndlistarmenn telja
innblástur ekki bara hugarástand
eða geðsveiflu heldur óskil-
greindan kraft sem geti þess
vegna komið annars staðar frá en
úr þeirri „vídd” sem við lifum í.
Vísindamenn viðurkenna einnig
að mannsandinn, „hið loftkennda
tilvera okkar”, sé enn órannsakað
efni. Þar um séu mun fleiri spurn-
ingar en svör.” Þetta leiðir
athygli okkar aftur að því sem
gerðist á Akureyri því Martin var
ekki sá eini sem skynjaði ástand
sitt á tónleikunum. Skólastjóri
tónlistarskólans, Jón Hlöðver
Áskelsson, kom til hans í hléinu og
spurði hvað hefði gerst í hæga
kaflanum. Honum og fleirum í
salnum hefði fundist sem ein-
22 ViKan 48. tbl.