Vikan - 04.12.1985, Page 27
fjölþættar gáfur til aö bera en
skortir úthald til að fylgja þeim
eftir, hættir til að dreifa kröftun-
um um of með því að fara úr einu í
annað og verður oftar en ekki
minna úr verki en í fljótu bragði
gæti virst. Það er gefið fyrir
skemmtanir og ferðalög, nokkuð
áhrifagjarnt, glaölynt, röggsamt
og góðgjarnt en dálítið framhleyp-
ið og ráðrikt.
Lífsstarf
ölíklegt er að börn dagsins
staldri lengi við á hverjum vinnu-
stað. Þau leggja fyrir sig mörg
störf og margvísleg, sinna þeim af
alhug meðan áhuginn varir og
hafa vit á aö forða sér áður en allt
fer að hjakka í sama farinu. Tak-
ist þeim að temja sér þolinmæði
geta þau náð langt á ýmsum svið-
um, einkum í ferðaþjónustu og
viðskiptum.
Ástalíf
Þetta fólk skemmtir sér mikið
og kynnist mörgum. Það hefur
ósvikinn áhuga á hinu kyninu og
lendir trúlega oft í skammvinnum
samböndum. Það hefur alla
möguleika á farsælu hjónabandi
en bregði eitthvað út af því hikar
það ekki við að láta makann róa.
Heilsufar
Verði þetta fólk lasið, sem ekki
er oft, fær það oftast háan hita,
ekki þó langvarandi. Það hefur til-
hneigingu til að fá æðahnúta og
ætti aö fylgjast með fótunum.
30.
NÓVEMBER
Skapgerð
Afmælisbarn dagsins lætur
hverjum degi nægja sína þján-
ingu, gengur vasklega fram, að
hverju svo sem það snýr sér, ör-
uggt og frjálslegt í fasi. Það er fé-
lagslynt, hrókur alls fagnaðar og
veltir lítt fyrir sér hvað öðrum
kann að finnast um orð þess
og athafnir. Þetta fólk á sér ótal
áhugamál og sinnir þeim af kappi
meðan áhuginn endist en oft dett-
ur botninn úr öllu saman og hugur-
inn er upptekinn við eitthvað allt
annað áður en sér fyrir endann á
síðasta verki.
Lífsstarf
Þetta fólk er líklegt til að gegna
vel launuðu starfi, ekki þó í versl-
un. Ennfremur bá búast viö að það
stundi kennslustörf einhvern tíma
á ævinni, tæplega þó sem aðal-
starf. Það kýs trúlega fremur
stuttar námsbrautir en er lagið að
koma ár sinni svo fyrir borð að því
standi ýmsar dyr opnar.
Ástalíf
Barn dagsins er sannkallaður
hamingjuhrólfur og fáum lánast
betur samskiptin viö hitt kynið.
Það er vinsælt og víða aufúsugest-
ur, velur sér maka að vandlega
yfirveguðu ráöi og leggur áherslu
á að eiga fallegt og notalegt heim-
ili, annað mál hvort það tollir mik-
ið heima hjá sér.
Heilsufar
Mjög getur brugðið til beggja
vona meö heilsuna, líkaminn er
ekki sérlega sterkur en með góöri
meðferö má draga verulega úr
hættu á áföllum. Búast má við
ýmsum innvortis sjúkdómum,
einkum eru nýrun viðkvæm.
Skapgerð
Þeir sem fæddir eru þennan dag
eru ákaflega traustir og þægilegir
í umgengni og viðskiptum öllum.
Þetta er fæddir foringjar og tekst
að stjórna nánast öllu í kringum
sig og það án þess aö aðrir taki eft-
ir því. Háttvísin þregst þessu fólki
varla, það er smitandi lífsglatt og
á auðvelt með aö hrífa aðra með
sér.
Lífsstarf
Best hæfir börnum dagsins aö
starfa þar sem umfangsmikill og
fjölþættur rekstur fer fram. Þau
leggja sig fram við vinnu, klifra
hratt og örugglega upp metorða-
stigann og ná auðveldlega áhrif-
um meðal málsmetandi manna.
Ekki spillir að fjárhagurinn verð-
ur að öllum líkindum góður því að
afmælisbörnin kunna því betur að
hafa töluvert fé milli handanna.
Ástalíf
Tryggð og staðfesta í ástum ein-
kennir fólk dagsins. Gott hjóna-
band og ánægjulegt heimilislíf bíð-
ur þess þótt ekki sé líklegt að fjöl-
skyldanverðistór.
Heilsufar
Þetta fólk skyldi varast að of-
bjóða taugakerfinu og ætti aö ætla
sér af í vinnu gruni það að taug-
arnar séu að gefa sig. Mjaðmar-
liðimir gætu lika angrað það
þegar líða tekur á ævina.
2.
DESEMBER
Skapgerð
Þeir sem fæddir eru þennan dag
setja markið hátt og hika ekki viö
að tefla á tvær hættur í von um
ávinning. Þetta er kurteist fólk og
siðavant, lætur ekki snúa sér hafi
það bitið eitthvað í sig en synd
væri aö segja það umburðarlynt
gagnvart göllum og áviröingum
annarra. Það er hugkvæmt og út-
sjónarsamt en hefur tilhneigingu
til að taka óþarfa fjárhagslega
áhættu.
Lífsstarf
Þessu fólki er ýmislegt til lista
lagt og fæst við sitthvað ólíkt um
dagana. Það háir því gjarnan að
það er ekki staðfast hvað vinnu
snertir og sættir sig illa við reglu-
bundinn vinnutíma. Best unir það
sér í störfum sem fylgir tilbreyt-
ing og ferðalög og það kappkostar
að tengja saman starf og áhuga-
mál.
Ástalíf
Börn þessa dags njóta hylli hins
kynsins og kunna því vel. Þau
gætu gifst oftar en einu sinni en
láta þó ekki mótbyr á sig fá, sé
hann innan viðráðanlegra marka.
Heilsufar
Heilsan verður í stórum drátt-
um góð og fólk dagsins hristir af
sér flestar pestir.
3.
DESEMBER
Skapgerð
Undirferlislaust og velviljað er
það fólk sem fætt er þennan dag.
Það er töluvert geðríkt en ljúf-
mannlegt í framkomu og á auðvelt
með aö setja sig í spor annarra.
Það er félagslynt og hefur áhuga á
heilsurækt og íþróttum. Takist því
að aga sjálft sig nægilega vel til að
fylgja ákvörðunum sínum eftir
mun því farnast vel og lifa í sátt
við sjálft sig og umhverfið.
Lífsstarf
Verslunarstörf liggja vel við
þessu fólki. Þaö á gott með að um-
gangast aðra og sómir sér því
ágætlega þar sem margt er um
manninn og annast þarf fyrir-
greiðslu af einhverju tagi. Börn
dagsins hafa venjulega góðar reið-
ur á fjármálum sínum og er oft
falin ábyrgð á f jármunum.
Ástalif
I ástamálunum á þetta fólk
ýmsa möguleika og nokkuð er
misjafnt hver framvindan verður.
Þótt ekki sé hægt að kalla það fjöl-
lynt er líklegt að fleiri en einn af
gagnstæðu kyni komi við sögu.
Barnmörg eru afmælisbörnin ekki
nema þau bindi trúss sitt við ein-
hvern sérlega frjósaman.
Heilsufar
Sterkleg líkamsbygging kemur
að góöu gagni við að tryggja börn-
um dagsins góða heilsu en áfengi
og vímuefni ættu þau að varast.
4.
DESEMBER
Skapgerð
Barn þessa dags er áræðið, iðið
og með ríkulegan metnað. Það
gleypir ekki hrátt þaö sem að því
er rétt heldur rannsakar öll mál
og tekur sjaldan afstöðu fyrr en
eftir rækilega umhugsun. Það
kann vel að meta góðan félags-
skap en er þó í eðli sínu einfari, un-
ir því vel og er sjálfu sér nægt.
Leti er eitur í þess beinum.
Lífsstarf
Þetta fólk getur aldrei orðið
ánægt í einhæfu starfi, til þess er
starfið of mikill hluti af lífi þess.
Það hefur gott viðskiptavit og sýni
það fulla gát viö meðferð fjár-
muna vegnar því vel á því sviði.
Sennilega sækir fólk dagsins
drjúgan hluta lífsfyllingarinnar í
störf utan heimilis.
Ástalíf
Afmælisbörnin eru býsna djarf-
tæk í ástum og byrja mörg hver
snemma að leita fyrir sér. Þau
láta sér varla nægja eina sambúð
eða hjónaband og skotra augunum
gjarna í fleiri áttir en sómakæru
fólki þykir hæfilegt. Eins og gefur
að skilja gengur á ýmsu í hjóna-
bandi og árekstrar eru tíðir, ham-
ingjan gengur samt engan veginn
á svig við þetta fólk þótt hvers-
dagsfólki sé um megn að skilja
þaö.
Heilsufar
Vímuefni hvers konar skyldi
þetta fólk forðast og ekki leggja of
mikið á taugakerfið. Að því til-
skildu er ekki við öðru að búast en
heilsan verði góö.
48. tbl. Vikan 27