Vikan


Vikan - 04.12.1985, Page 36

Vikan - 04.12.1985, Page 36
 Smári Stefánsson, gestur kökublaðsins: Kökurnar eru hans sérgrein Smári Stefánsson er með Smárabakarí á Kleppsveginum. Hann bakaði kökuna sem Laddi er að narta í á forsíðu Vikunnar. Hann töfrar einnig fram val- hnetutertuna sem hann heldur á á myndinni hér á síðunni. Áður en Smári stofnaði bak- ariið starfaði hann í nokkur ár fyrir danskt fyrirtæki. Fór sem sýningarbakari um allt land og sýndi möguleika úr efnum sem fyrirtækið flutti til íslands. — Hvenær fórstu að læra og hvar? ,,Það eru orðin tuttugu ár síðan. Þegar ég var búinn að læra hér heima fór ég til Dan- merkur og var þar í eitt ár á SAS hótelinu í Kaupmanna- höfn, var þar í kökugerðinni." — Áttu einhverja sórgrein? ,,Já, kökurnar. Ég lagaði kökur í sextán ár fyrir Hressing- arskálann." — Er íslenskur smekkur likur þeim danska? ,,Nei, hann er öðruvísi. Það verður að móta stefnuna sér fyrir íslendinga. Danir eru meira í smjörkremi og slíku." — Af hverju er fólk hrifnast? „Vínarbrauðin eru landsfræg og terturnar njóta mikilla vin- sælda. Vínarbrauðin eru eigin- lega alveg mitt patent frá því að ég byrjaði niðri á Skála. Þau urðu strax fræg." — Vinnutími bakaranna er mjög erfiður, er það ekki? „Jú, hann getur orðið lang- ur. Við förum upp klukkan þrjú á morgnana og við erum að kannski til sex á kvöldin." Og þá lítum við á uppskrift Smára: Valhnetuterta Svampbotn: 4egg 175 g sykur 60 g kartöflumjöl 60 g hveiti 1 tsk. lyftiduft. Þeytið saman egg og sykur þar til það er Ijóst og létt. Bætið hveiti, kartöflumjöli og lyfti- dufti saman við og hrærið var- lega þar til allt hefur blandast en ekki lengur. Bakið í stóru formi (eða tveimur) við 225° í 6—8 mínútur. Skerið svampbotninn í þrennt. Fylling: 1 /21 rjómi 50 g flórsykur 150 g hakkaðar valhnetur 4 blöð matarlím um 100 g apríkósumarmelaði 300 g kransakökumarsipan Krem: Þeytið saman rjóma og flór- sykur, bræðið matarlímið. Látið það kólna lítið eitt og hellið því í mjórri bunu saman við rjóm- ann. Bætið valhnetunum út í. Setjið þunnt lag af apríkósu- marmelaði á neðsta svamp- botninn og hneturjóma þaryfir. Setjið aðeins rjóma á næsta botn og afganginum af hnetu- rjómanum er smurt ofan á efsta botninn. Fletjið út kransaköku- marsipan og leggið yfir kökuna. Kakan er að lokum skreytt að vild, til dæmis með því að lita marsipan og búa til blóm og lauf. 36 Vlkan 48, tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.