Vikan - 04.12.1985, Síða 42
Adventubraud
(3 stk.)
50 g ger, 1 dl vatn, 4 dl mjólk,
150—200 g sykur, 1 tsk. salt, 2 tsk.
kardimommur, 4 egg, 1—1 1/4kg
hveiti, 125 g brætt og kælt smjör,
125 g rúsínur, 1 egg til þess að
pensla með, saxaðar möndlur og
perlusykur.
Hrærið gerið út í volgu vatni. Bæt-
ið volgri mjólk, sykri, salti,
kardimommum og þeyttu eggi í.
Hrærið um það bil helmingnum af
hveitinu saman við blönduna með
trésleif. Bræddu og kældu smjör-
inu er því næst hrært saman við og
smám saman afganginum af hveit-
inu þar til deigið er orðið þétt en
ennþá mjúkt. Látið deigið á hveiti-
stráð borð, stráið hveiti á og hvolf-
ið deigskálinni yfir. Látið standa í
15 mínútur. Hnoðið og látið lyfta
sér í tvöfalda stærð á heitum stað.
Hnoðið aftur og látið lyfta sér um
það bil hálfa klukkustund.
Rúsínurnar hnoðaðar saman við og
deiginu er skipt í þrjá hluta. Hverj-
um hluta er skipt í tvennt og helm-
ingarnir eru rúllaðir út í langa
lengju. Önnur lengjan er lögð á
smurða plötu eins og djúpt S í lag-
inu. Hin myndar líka S og er fléttuð
inn í þá fyrri. Sjá teikningu. Látið
brauðið lyfta sér í um það bil 1/2
klst., penslið með þeyttu eggi og
stráið hökkuðum möndlum og
perlusykri á. Bakið brauðið í 200°C
heitum ofni í 20—25 mínútur.
Deighlutarnir tveir, sem eftir eru,
eru formaðir og bakaðir á sama
hátt, notaðir í bollur eða annars
konar fléttubrauð. Brauðið má
skreyta með 12 litlum kertum í hol-
urnar sem myndast á milli essanna
tveggja.