Vikan


Vikan - 04.12.1985, Qupperneq 54

Vikan - 04.12.1985, Qupperneq 54
Eirðarlaus, hvikull og skamm- vinnur eins og tíminn sjálfur er mikill hluti íbúa í rauðsteinshverfinu í neöri hluta West Side. Þau eru heimilislaus en eiga hundruð heimila. Þau flakka á milli leiguherbergja með húsgögnum, ævinlega á flakki — flakkarar í að- setri, flakkarar í hjarta og huga. Þau syngja „Heima er best” í djassútsetn- ingu; þau hafa föggur sínar í pappa- öskjum; vínviður þeirra vefst um baröabreiöa kvenhatta; gúmmíplanta erfíkjutréðþeirra. Því ættu húsin í þessu hverfi, sem hafa geymt þúsund íbúa, að geta sagt þúsund sögur, flestar eflaust leiðinleg- ar; en það væri kynlegt ef ekki væri hægt aö finna einn eða tvo drauga í kjölfari allra þessara flökkugesta. Eftir myrkur kvöld eitt ráfaði ung- ur maður á milli þessara hrörlegu rauðu húsa og hringdi bjöllum. Við tólfta húsið setti hann fátæklegan handfarangur sinn á tröppuna og burstaði rykið af hattborðanum og enninu. Bjallan hljómaði dauft og langt í burtu í einhverju f jarlægu, holu djúpi. Til dyra í þessu tólfta húsi, sem hann hafði hringt bjöllu í, kom ráðskona sem kom honum til að hugsa um sýkt- an, tútinn orm sem er búinn að éta hnetuna úr holri skelinni og reynir að fylla tómið með ætum leigjendum. Hann spurði hana hvort þarna væri herbergitilleigu. „Komdu inn,” sagði ráöskonan. Rödd hennar barst úr hálsinum; háls hennar virtist loöinn að innan. „Ég er með herbergi á fjóröu hæð aftan til, autt síðan fyrir viku. Viltu skoða þaö?” Ungi maðurinn elti hana upp tröppurnar. Dauft ljós frá engum sér- stökum stað mildaði skuggana á göng- unum. Þau gengu hljóðlaust á teppi á stiganum, teppi sem enginn vefstóll hefði gengist við. Þaö virtist oröið að grænmetistegund; hafa úrkynjast í þessu fúla, sólarlausa lofti, í ræktar- legar skófir eða mosa sem dreiföi úr sér og óx í flekkjum að stiganum og var límkennt undir fæti líkt og lífrænt efni. Við allar beygjur á stiganum voru auð skot í veggnum. Ef til vill hafði ein- hvern tímann veriö komið þar fyrir jurtum. Ef svo var höfðu þær drepist í þessu fúla og óhreina lofti. Það gat ver- ið aö þarna heföu staðið styttur af dýrlingum en það var ekki erfitt að gera sér í hugarlund að púkar og djöfl- ar hefðu dregið þær fram í myrkrið og niður í djöfullegt dýpi einhverrar hús- gögnum búinnar gryfju fyrir neðan. „Þetta er herbergið,” sagði ráðskon- an með loðnum hálsi sínum. „Þetta er ágætt herbergi. Það er ekki oft autt. Ég var með verulega fínt fólk í því síð- asta sumar — engin vandræði með það og borgaöi fyrirfram á réttum tíma. Vatnið er fyrir endanum á ganginum. Sprowls og Mooney héldu því í þrjá mánuði. Þau voru með kaþarettþátt. Ungfrú B’retta Sprowls — þú hefur kannski heyrt um hana — ó, þetta voru bara leikhúsnöfn — þarna beint fyrir ofan kommóðuna hékk giftingarvott- svo auvirðileg aö hann óttaðist aö finna það sem hann vonaðist mest eftir. Hann sem hafði unnað henni heitast hafði reynt að finna hana. Hann var viss um að frá því aö hún hvarf aö heiman geymdi þessi mikla vatnsgirta borg hana einhvers staðar, en hún var eins og risastórt kviksyndi sem sífellt færði til hluta sína, með engan grunn, efri kornin í dag grafin í leðju og slími morgundagsins. Leiguherbergið fagnaði nýjum gesti með upphafsglóð gervigestrisni, sóttheitri, innantómri, áhugalausri kveðju eins og uppgeröarbrosi götu- drósar. Öáreiðanleg huggunin barst í fjöldinn í leiguherberginu heföi brugð- ist við í bræði — ef til vill lokkaðir út yf- ir umburðarlyndiö vegna glannalegs kulda þess — og fengiö útrás fyrir ástríður sínar á því. Húsgögnin voru hrufluð og rispuð; sófinn afmyndaður af sprungnum fjöörum, líktist skelfi- legu skrímsli sem hafði verið drepið í áreynslu einhvers hrikalegs krampa- kasts. Einhver meiri háttar átök höfðu klofið stóran bút úr marmara arinhill- unnar. Hver einasta fjöl í gólfinu átti sinn sérstaka söng og væl líkt og vegna sértækrar og einstaklingsbundinnar kvalar. Það virtist ótrúlegt að þeir sem kölluðu þetta herbergi um hríö heimili sitt hefðu valdið því slíkri illkvittni og miska; og þó gæti það hafa verið svikin heimilisþörfin sem þráaðist við í LEIGUHERBEF orðið, innrammað. Gasið er hérna og þú getur séð að það er nóg skápapláss. Þetta er herbergi sem allir kunna vel við. Það stendur aldrei tómt lengi.” „Gistir mikið af leikhúsfólki hérna hjá þér?” spurði ungi maðurinn. „Það kemur og fer. Talsveröur hluti af leigjendunum mínum er í tengslum við leikhúsin. Ojá, þetta er leikhús- hverfiö. Leikarar eru aldrei lengi á neinum stað. Eg fæ minn skerf. Já, þau koma ogfara.” Hann leigöi herbergið, greiddi viku fyrirfram. Hann var þreyttur, sagöi hann, og ætlaði að flytja strax inn. Hann taldi fram peningana. Her- bergið stóð tilbúið, sagði hún, jafnvel með handklæðum og vatni. Þegar ráðs- konan sýndi á sér fararsnið spurði hann í þúsundasta skipti spurningar- innar sem honum var alltaf fremst á vörum. „Ung stúlka — ungfrú Vashner — ungfrú Eloise Vashner — manstu eftir einhverri slíkri meðal leigjenda þinna? Að öllum líkindum væri hún aö syngja í leikhúsi. Lagleg stúlka, í meö- allagi há og grönn, með rauögulliö hár og dökkan fæðingarblett rétt við vinstriaugabrún.” „Nei, ég man ekki eftir nafninu. Leikhúsfólkiö skiptir jafnoft um nöfn og það skiptir um herbergi. Þaö kemur og fer. Nei, ég man ekki eftir henni þessari.” Nei. Alltaf nei. Fimm mánuðir linnulausra spurninga og óhjákvæmi- legra neitana, svo mikill fjöldi daga sem fóru í að spyrja leikhússtjóra, um- boðsmenn, skóla og dansflokka; kvölda í áheyrendasölum stjörnuleik- húsa, niður í söngleikjahús sem voru endurskini frá lasburða húsgögnum, snjáðu brókaðiáklæði sófans og tveggja stóla, ódýrum mjóum og háum spegli milli glugganna tveggja, af ein- um eða tveimur gylltum myndarömm- um og látúnsrúmi í horninu. Gesturinn hvíldist hreyfingarlaus á stól meðan herbergið, sem var ringlað í máli líkt og væri þaö íbúð í Babels- turni, reyndi aö ræða við hann um fjöl- breytt leigumálsín. Skræpótt motta lá svipaö og skær- blóma rétthymd Suðurhafseyja umluk- in ólgusjó óhreinna gólfteppa. Á gráu veggfóörinu voru myndirnar sem elta þá heimilislausu hús úr húsi — Húgen- ottaelskendurnir, Fyrsta rifrildið, Brúðkaupsmorgunverðurinn, Psyche við brunninn. Hreinar og strangar lín- ur arinhillunnar voru svívirðilega huldar af ósvífinni blæju sem var glannalega dregin á ská eins og slæður Amazonuballettsins. Á henni var ein- manalegt brak sem skipbrotsmenn herbergisins höfðu varpað fyrir róða þegar happasegl hafði borið þá að nýrri höfn — einn eða tveir litilf jörleg- ir vasar, myndir af leikkonum, lyfja- glas, fáein stök spil úr stokk. Eitt af ööru, líkt og tákn í dulmáli veröa glögg, tóku litlu ummerkin eftir halarófu gesta í leiguherberginu aö veröa þýðingarmikil. Slitni bletturinn á mottunni fyrir framam kommóöuna með speglinum sagði frá fallegum kon- um sem þrömmuðu þar í hópum. Smáu fingraförin á veggnum greindu frá litl- um föngum sem reyndu að þreifa sér leið út í sól og loft. Stór sletta, geisl- ótt eins og skuggi springandi bombu, bar vitni um að glasi eöa flösku hefði verið fleygt og splundrast með inni- haldi á veggnum. Yfir spegilinn hjá glugganum haföi einhver páraö með demanti og glannalegum stöfum nafn- ið „Marie”. Það leit út fyrir að íbúa- blindni, gremja og reiði við hjáguði innanstokksmunanna sem kynti undir bræðinni. Kofa sem menn eiga sjálfir geta þeir sópað og skreytt og þótt vænt um. Ungi leigjandinn í stólnum leyfði þessum hugsunum að trítla einni af annarri um huga sinn meðan leigu- hljóð og leigulykt barst inn í herbergið. I einu herberginu heyrði hann fliss og slitróttan, máttlausan hlátur; í öörum eintóna ávítur, glamur í teningum, vögguvísu og í einu dauflegan grát; fyrir ofan hann klingdi hessilegt banjó. Einhvers staöar skelltust dyr; upplyft- ar lestirnar drundu við og við; köttur vældi eymdarlega á girðingu í bak- garði. Og hann andaði að sér andar- drætti hússins — saggakeim fremur en lykt — kaldur, rykugur dampur, líkt og úr neðanjarðargrafhýsi, blandaðist rammri útgufun gólfdúka og myglaðs og fúins tréverks. Þar sem hann hvíldist þarna fylltist herbergið skyndilega af sterkri, sætri angan af ilmkolli. Hún barst meö stök- um vindgusti af slíku öryggi og ilmi og áherslu að hún virtist næstum vera lifandi gestur. Og maðurinn hrópaði uppyfirsig: „Hvaö, elskanmín?” eins og hefði veriö kallað á hann, stökk á fætur og sneri sér við. Höfug anganin loddi við hann og vafðist um hann. Hann teygði handleggina eftir henni, sem snöggvast voru öll skilningarvit hans ringluð og samtvinnuð. Hvemig gat ilmur kallað svona afdráttarlaust á mann? Það hlaut að hafa veriö hljóð. En var það ekki hljóðið sem hafði snert hann.gælt viðhann? „Hún hefur verið í þessu herbergi,” hrópaöi hann og stökk af stað aö kreista úr því sönnunargagn, því hann vissi að hann myndi bera kennsl á hið 54 Vikan 48. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.