Vikan


Vikan - 04.12.1985, Qupperneq 58

Vikan - 04.12.1985, Qupperneq 58
Vídeó-Vikan Vinsælir leikarar: DIANE KEATON Þegar Woody Allen kom fram meö mynd sína, Annie Hall, þar sem hann lék, eins og yfirleitt í sínum myndum, aðalhlutverkiö, þá lá við að hann hyrfi alveg. Allra athygli beind- ist að leikkonunni sem lék titilhlutverkiö. Hún hét Diane Keaton og hafði ekki náð verulegri frægö fyrr. Það var ekki nóg með að leikur hennar væri stórkostlegur, sumir gengu svo langt að segja að hún hefði meö hlutverki sínu skapað nýja tegund sjálfstæðrar konu. Fyrir hlutverk sitt sem Annie Hall fékk Diane Keaton margs konar verölaun, meðal þeirra hin eftirsóttu óskarsverðlaun. Diane Keaton er komin af miðstéttarfólki í Bandaríkjunum. Hún fæddist 1946 í Los Angeles og var skírð Diane Hall. Var hún elst fjögurra systkina. Til að byrja með snerist allt um söng hjá henni. Hún var í skólakórum og kirkjukórum á ungra aldri. Þegar leið að tvítugsaldri fór hugur hennar að stefna á leik- listina og fyrstu skref hennar á leiksviði voru í skólaleikritum. Keaton entist aðeins einn vetur í háskóla, þá hætti hún, ákveðin í að ger- ast leikkona. Var það með samþykki foreldra hennar. Hún flutti til New York og tók að nema leiklist. Hennar fyrsta tækifæri kom þegar hún tók við af annarri leikkonu í Hair á Broadway. Það vakti athygli að hún fékk hlut- verkið þrátt fyrir að hún neitaði að afklæða sig eins og handritið gerði ráð fyrir. Næst fékk hún aðalkvenhlutverið í Piay it again, Sam, einnig á Broadway. Þetta leikrit átti eftir að verða mjög vinsælt og þar hitti hún Woody Allen í fyrsta skipti. Úr því varö samband sem stóð í nokkur ár og lék hún í nokkrum mynda hans. Þrátt fyrir að þeirra sambandi sé lokið fyrir nokkrum árum eru þau enn mjög góðir vinir og stendur Diane Keaton í mikilli þakkarskuld við Allen sem hún segir aö hafi átt stóran þátt í að skapa hana sem leikkonu. Hámark þeirrar samvinnu er að sjálfsögðu Annie Haii sem er ekki síður um Diane Keaton en Woody Allen. Eins og flestir vita eru langflestar myndir Woody Allen á síðari árum mjög persónulegar. Meðan á samvinnu Keaton og Allen stóð lék hún í nokkrum öðrum myndum. Má helst Lifað hátt ★ ★ THE ADVENTURES. Leikstjóri: Lewis Gilbert. Aðalhlutverk: Bekim Fehmu, Ernst Borgnine og Candice Bergen. Sýningartími: 163 mínútur. Bækur Harold Robbins bjóða yfirleitt upp á allt það sem afþrey- ingarmyndir þurfa. Þaö er kannski helsti gallinn við The Adventures að þar er reynt að taka allt sem er í mjög langri bók og koma því saman í eina kvikmynd, dæmi sem hlýtur aö mis- takast. Smáskammtur af stríði, smá- skammtur af svalli, smáskammtur af ást, svo mætti lengi telja. Heföi The Adventures veriö gerö í dag hefði hún sjálfsagt endað sem mínisería. Myndin fjallar um Dax (Bekim Fehmu) sem barn að aldri flyst til Evrópu eftir blóöuga uppreisn í heimalandi sínu, einhvers staöar í Suður-Ameríku. Hann lifir í fyrstu ISLCNSKUÍ) TCKTt áhyggjulausu lífi þess sem ekki þarf aö hugsa um peninga. Brátt kemur að því að hann og félagar hans þurfa að fara aö vinna fyrir sér. Þeir ger- ast í fyrstu fylgdarsveinar ríkra kvenna og er öll þjónusta í boði. 1 starfi sínu kynnist Dax ríkustu konu í heimi sem er ung og fögur. Or því verður hjónaband sem endar fljótlega með skilnaöi. Heimkynni hans eru honum alltaf ofarlega í huga. Þar er æskuunnusta hans og er faðir hennar óvinsæll harðstjóri. Eftir viö- buröaríkan feril sem einn helsti glaumgosi heims snýr Dax aftur til heimkynna sinna og tekur þátt í upp- reisn gegn harðstjóranum. Aöeins til þess að koma að einum harðstjóra í stað annars. Þaö veröur ekki af því skafið að The Adventures er býsna góð afþrey- ing og ætti fáum að leiöast þá nærri þrjá tíma sem myndin tekur. The Adventures átti að gera stór- stjörnu úr júgóslavneska leikaran- um Bekim Fehmu. Það mistókst af skiljanlegum ástæðum. Manngrey- inu er sjálfsagt margt annað til lista lagt en aö leika í kvikmyndum. Það er margt þekktra leikara í myndinni og er persónusköpun þeirra frekar ábótavant, enda hafa þeir ekki mikið til aö spila úr. Njósnir í heimsstyrjöldinni ★ ★ ★ THEKEYTO REBECCA Leikstjóri: David Hemmings. Aðalhlutverk: Cliff Robertson, David Soul og Lina Raymond. Sýningartími: 180 minútur (2 spólur). Skáldsaga Ken Follett, The Key to Rebecca, er þaö spennandi og vel gerð að erfitt væri fyrir meöaljóna aö klúðra kvikmyndagerö bókarinn- ar. Enda hefur tekist með ágætum aö koma efninu til skila. Sögusviðið er Sahara og Egypta- land í heimsstyrjöldinni síöari. Þýsk- um njósnara, Alex Wolf (David Soul), tekst að komast inn fyrir víg- girðingar Breta umhverfis Kairó og byrjar strax að gera mikinn usla meö því að notfæra sér veiklyndan, breskan yfirmann sem fellur auö- veldlega fyrir fallegustu magadans- mey borgarinnar, en hún er á mála hjá Wolf. Breski foringinn hefur aö- gang að öllum helstu hernaöaráætl- unum Breta og komast þær beinustu leiö til Rommels gegnum skeyta- sendingar Wolfs. Harry Vandam (Cliff Robertson) er yfirmaður leyniþjónustu Breta á staðnum og hann kemst fljótt að því hver er að verki. Þaö reynist ekki auðvelt að komast á spor njósnarans snjalla sem auk þess að vera njósn- ari er hinn hættulegasti morðingi þegar einhver ógnar honum. Loks tekst Vandam með hjálp ungrar stúlku, Elenu (Lina Raymond), að komast á slóð Wolfs. Þegar á að grípa hann breytir hann um áætlun og tekst að komast á brott með Elenu ogungansonVandamsemgísla. . . The Key to Rebecca er hin besta afþreying. Söguþráöur er spennandi, ívafinn rómantík á alla vegu, og hefur greinilega veriö lagt nokkuð í myndina. Leikstjóri er David Hemmings, sem kannski er þekktari sem leikari enda leikur hann hinn ólánsama breska liðsforingja sem lendir í klónum á Wolf. Aðalhlutverk- in eru í höndum Cliff Robertson, er leikur Vandam og er leikur hans kannski aðeins undir hans standard, og David Soul, er leikur Alex Wolf og kemur nokkuð á óvart með góöum leik. Ohætt er að mæla með The Key to Rebecca sem góðri afþreyingu. 58 Vikan 48. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.