Vikan


Vikan - 04.12.1985, Page 62

Vikan - 04.12.1985, Page 62
Slúður LiFIÐ ER GJÖF — segir Stevie Wonder Það hefur nokkrum sinnum hent að ég hafi samið sönglög rótt fyrir markverðan atburð. Lagið Lighting up the Candles var eitt þeirra en óg samdi það um það bil 18 klukkustundum áður en móðir min dó. Við getum aldrei skrifað allar nóturnar. Við getum aldrei snert alla strengi sálarinnar í einu sönglagi. En við getum að minnsta kosti reynt að gera okkar allra besta i þvi lifi sem okkur er gefið. Ég byrjaði að semja sönglög þegar ég var 3 ára og sló í gegn árið 1963, þegar ég var 12 ára. Það var með smáplötunni Fingertips og fyrir hana hlaut ég heims- frægð. Það var svo ekki fyrr en miklu seinna að ég samdi sjálfa hljómplötuna sem ber nafnið Songs in the Key of Life. Ef ég má gerast svo djarfur að tala fyrir munn annarra listamanna líka vil ég segja að við sköpum úr hinni margbreytilegu reynslu lífsins. Ég hef alltaf verið mjög blátt áfram í sambandi við sjónleysi mitt. Ég hitti A1 Hibler og George Shearing um svipað leyti, upp úr 1950. A1 Hibler er mikill lista- maður, blindur. George Shearing er frá Englandi, frábær djasspían- isti og hann er líka blindur. Ég spurði: „Hvers vegna er ég alltaf að kynnast öllu þessu blinda fólki?” Þetta var mikil lífsreynsla fyrir mig. A1 sagði: „Ég vil ekki neitt blint fólk hér í herberginu mínu. Sérstaklega vil ég ekki unga krakka sem eru að látast vera blindir.” Ég var mjög tauga- óstyrkur og sagði: „Hr. Hibler, mér þykir mjög vænt um að kynn- ast þér.” Ég var 12 eða 13 ára þeg- ar þetta skeöi og hann svaraði stríðnislega: „0, hættu þessu, krakki.” Ég hef verið svo lánsamur að kynnast aragrúa fólks af ýmsu tagi og ég held að í gegnum blindu mína hafi ég séð heiminn. Ég held að við notum heyrnina miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir. Nýlega hélt geðlæknir einn því fram, held ég, að þegar við hittum einhvern í fyrsta sinn séum við raunverulega að skrásetja persónuleika raddarinnar í huga okkar, jafnvel þótt horft sé á hann. Það er röddin sem ræður þeirri mynd sem þú færð af manneskj- um. Við verðum fyrir margvís- legum áhrifum sem við gefum ekki gaum og vegna skyndihug- dettu komumst viö oft að rangri niðurstöðu. Það er ekki þetta sem veldur tilfinningum. Þær koma frá öllum skilningarvitunum, jafn- vel þótt þú skiljir það ekki strax. 1 gamla daga gerði ég góðlát- legt grín að konum. Ég komst að því hvernig föt þeirra væru á lit- inn. Svo fór ég til þeirra og sagði þeim hvað þær tækju sig vel út í „rauða” eða „bláa” kjólnum. „Wonderland” er upptökufyrir- tæki mitt, margra milljóna dala virði. Við erum mjög hreykin af því og vinnuaðstöðunni þar. Ég skipti mér lítið af rekstrinum, enda hef ég mjög gott starfslið, en ég hlusta oft. Bílslys Árið 1973 lenti ég í bifreiðar- slysi og lá í dái í þónokkurn tíma. Það var mikil reynsla. Ég marðist mikið og varð fyrir höfuðáverka og ég varð að vera á sérstökum lyfjakúr í heilt ár. En ég var mjög heppinn. Margir halda að ég hafi samið lagið Higher Ground eftir slysið en það var skrifað tveimur mánuðum áður. Ég samdi lagið 11. maí 1973. Þetta var eitt af fyrstu lögunum þar sem ég setti fram grundvallarhugmyndir mín- ar og færði þær í ljóðrænan stíl. Það tók mig aðeins 3 klukkutíma að semja lagið. Það var eitthvað mjög mikilvægt í þessu fyrir mig persónulega, en ég skildi ekki til fulls hvað það var. Söngtextinn í laginu Lighting up the Candles, sem ég samdi áður en móðir mín dó, er eitthvað á þessa leið: „Það að kveikja á kertum er eins og að endurvekja hugljúfar minningar og augnablik ástarinnar. Gleðilegir atburðir jafnt og erfið tímabil jafnast út þegar þú skálar fyrir augnablik- um ástarinnar. Ég held að okkur hefði tekist að komast vel af til eilífðarnóns en enginn flýr örlög sín. Svo, þegar ég kveiki á kertum mínum, óska ég þér alls hins besta, svo sem hamingju á augna- blikum ástarinnar. Þegar við kveikjum á kertum munum við betur augnablik ástarinnar.” Mér finnst að í laginu sé komist á ljóðrænan hátt að kjarnanum í því hvernig við eigum að lifa líf- inu. Það að vera lifandi er í sjálfu sér gjöf — fjársjóður — og sem lif- andi verur eigum við okkar gleði- og sorgarstundir. Þegar þú lítur aftur, alltaf þegar þú lítur um far- inn veg, jafnvel þegar þú ert sorg- mæddur, hugleiddu þá fegurð reynslunnar. Hugleiddu þetta þeg- ar vegir skilja, hvort heldur er skilnaður við ástvini eða þegar þú útskrifast úr skóla og hver heldur sína leið. Fegurð lífsins er aö þú hefur tækifæri til að reyna það sem aðeins er hægt að upplifa í því hvernig þú kýst að lifa lífinu. Að kynda undir hið jákvæða Með því sem aðrir listamenn og ég sköpum getum við hjálpað fólki frá sársauka, hatri — eins og for- dómum og þvílíkri fásinnu sem eyðir orku manna. í staðinn reyn- um við að kynda undir hið jákvæða og fá fólk til að gefa af sjálfu sér. Þetta er mögulegt því að það er trú mín og margra ann- arra að góðvild og ást sé vaxandi hér í heiminum. Ég er Stevland Morris sem varð Stevie Wonder. Ég er ánægður með það en ég er ekki fullkominn. Ég hef mína vankanta en ég er ennþá að þroskast og reyna að læra. Sumt skil ég, annað ekki. Ég á ekki í neinum vand- ræðum með að viðurkenna það en staðreyndin er sú að mér hefur veriö gefið tækifæri til að þrosk- ast, að þergja af bikar reynsl- unnar og að deila reynslu minni með ykkur í sönglögunum mínum. Mín skoðun er sú að við njótum stuönings hvert af annars lífs- þrótti. 62 Vikan 48. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.