Vikan


Vikan - 04.12.1985, Qupperneq 72

Vikan - 04.12.1985, Qupperneq 72
Pósturinn Um leikara sem eru ekki alltaf í blöðunum Elsku Póstur! Okkur langar til að þakka þér fyrir Vídeó-Vikuna og stjörnuspárnar. Þannig er mál með vexti að okkur langar til að vita einhver deili á nokkrum leikurum sem sjaldan eru í slúður- fréttum dagblaðanna og í Bravo og þessum þýsku blöðum. Spurningarnar eru: 1. Hvaða dag og hvaða ár eru þeir fœddir? 2. Eru þeir giftir, eiga þeir börn (sirka hvað gömul)? 3. Hvar búa þeir (land, borg)? 4. Eru til aðdáendaklúbbar þeirra og ef svo er, hvar eru þeir? Einnig má fylgja einhver fróðleikur um þá efþið vitið eitthvað um þá en leikararn- ir eru þessir: Michael Caine (The Honorary Consul), Brook Adams (Pagan (Heiðna) í Lace), Phoebe Cates (Lilí í Lace, Fast Times), Jeff Bridges (Starman, Against All Ódds). Einnig langar mig að vita hvort til er aðdáendaklúbb- ur John Lennon, Sylvester Stallone og Paul McCart- ney. Svo langar mig að spyrja hvort það kostar eitt- hvað að vera í aðdáenda- klúbbi, hvort maður skrifar einu sinni eða oftar og um hvað maður biður eða hvað maður segir í bréfinu og hvort maður fái myndir og einhvern fróðleikþaðan. Steina, Sigrún og Matthildur. P.S. Svo er að lokum tillaga um að eitthvað af plakötun- um, sem eru birt, séu af leik- urum og að frœgir leikarar (frekar ungir) sem við yngra fólkið þekkjum verði í smá- kynningu, svona kannski eitthvað í svipuðum stíl og þegar meðlimir Duran Duran voru kynntir (mynd og smápistill). Þið biðjið ekki Póstinn um lítið en Pósturinn skal reyna að svara ykkur eftir fremsta megni. Hann veit þó ekki svör viö öllum atrið- unum. Til þess að byrja á því sem Pósturinn veit minnst um þá er til að taka Brook Adams. Þrátt fyrir töluverða eftirgrennslan tókst Póstinum ekki aö finna neitt um hana. Hún mun ekki hafa verið þekkt leikkona áður en hún fékk hlutverki í LACE. En Pósturinn lofar því að finnist eitthvað um hana skal hann koma því til leiðar aö þær upplýsingar verði birtar í Póstinum eða á síðum blaðsins. Phoebe Cates (Lilí) er mun fræg- ari leikkona. Hún er 22 ára og byrjaði aö starfa sem módel þeg- ar hún var 14 ára en fyrsta leik- hlutverkið fékk hún 16 ára gömul, í Paradise. Áður en hún lék í LACElékhún í þremur myndum, Fast Times at Ridgemont High, Private School og Baby Sitters. Síðan hefur hún meðal annars leikið í Hrekkjalómunum (Gremlins) sem sýndir hafa verið í Reykjavík undanfariö. Phoebe er bandarísk og býr í New York. Hún er ógift og barnlaus, en um aödá- endaklúbb veit Pósturinn ekki. Michael Caine er langþekktast- ur þessara leikara. Hann er gift- ur, á nokkur börn og býr í Los Angeles í Bandaríkjunum (Holly- wood), en hann er f æddur í London 14. mars 1933. Hann hefur leikið í rúmlega fimmtíu kvikmyndum um ævina. Fyrsta myndin hans var A Hill in Korea (1956) og einna frægastur er hann fyrir Alfie (1966), Sleuth (1972) og Educating Rita (1983). Um aðdáendaklúbb ■ veit Pósturinn ekki. Jeff Bridges er fæddur 4. desem- ber 1949. Faðir hans er allfrægur leikari, Lloyd Bridges, og bróðir hans er sömuleiðis þekktur leikari, Beau Bridges. Hann hefur leikið í um tuttugu kvikmyndum, þeirri fyrstu 1970. Hann býr í Hollywood en Pósturinn veit ekki hvort hann er giftur eða á börn, hvað þá um aðdáendaklúbb. Það er rétt að taka það fram að Pósturinn er alltaf í vandræðum með aðdáendaklúbba leikara þannig að ef lesendur luma á ein- hverju slíku eru þeir vinsamlegast beðnir að senda Póstinum línu. Paul McCartney má skrifa til: EMI Records Ltd., Hayes, Middlesex, Englandi, eða Columbia Records, 51 W. 52nd Street, New York, N.Y. 10019. Pósturinn hefur ekki fundið neinn John Lennon-klúbb og með Sylvester Stallone gildir það sem hér að ofan var sagt um leikara- klúbbana. Venjulega starfa aðdáenda- klúbbar þannig að fólk skrifar og biður um að fá að vera með og það kostar einhverja upphæð, venju- lega ekki mikið. í staðinn fær það myndir, fréttabréf eða blöð og oft ýmislegt annað, svo sem merki, ekta eiginhandaráritanir og fleira og fleira skemmtilegt, en það er mjög mismunandi eftir klúbbum. Pósturinn kemur tillögum ykkar um plakötin áleiðis en bend- ir ykkur á leikarakynningarnar sem eru alltaf í Vídeó-Vikunni. Asnalegt aö biðja ein- hvem að byrja með sér Háttvirti dgrkaði Póstur! Mig langar að spyrja þig að nokkru sem ég vona aöþú svarir. Þegar strákur biður mann að byrja með sér, hvernig getur maður þá svarað ? Mér finnst svo asna- legt að segja bara já, það vantar eitthvað svo á þetta. Ef maður segir já, já, þá er eins og verið sé að bjóða manni í bíó eða afmœli. Maður getur auðvitað haft þetta mjög auðvelt og sagt: Eg œtla að hugsa mig um, og sagt svo seinna: Eg vil byrja með þér. En ef maður segist œtla að hugsa sig um þá heldur strákurinn að maður sé ekkert œðislega hrifinn af honum. Svo langar mann alltaf til að segja já strax ef maður er hrifinn af strákn- um. Jœja, nú hef ég þetta ekki lengra og bið þig að birta ekki nafnið mitt, að- eins dulnefnið. Bœ, bœ. Roger Taylor. Pósturinn er satt að segja í smá- vandræðum með að ráðleggja þér eitthvað í þessum efnum. Honum hefur reyndar sjálfum alltaf fund- ist dálítið skrítið hvernig þetta gengur fyrir sig, það er að segja einn biður annan að byrja með sér svona rétt eins og hann væri aö bjóöa upp í dans. Hjá eldri krökk- um og fullorðnu fólki þróast málin venjulega þannig að fólk hittist, dansar til dæmis saman og sam- bandið smáþróast út frá því. Þið yngri krakkarnir hafið annan háttinn á, spyrjið að þessu hreint út. Það getur vitanlega verið ágætt stundum, en Pósturinn verður að vera sammála í því aö þetta getur verið ansi vandræða- legt. Ef þú ert til dæmis mjög hrif- in af einhverjum sem biður þig að byrja með sér, þá er tiltölulega einfalt mál að segja já við því. En ef þú ert svona rétt að spá í strák- inn væri betra að málin fengju að þróast. Pósturinn veit eiginlega ekki annaö ráð handa þér en að þú reynir bara að fylgja samvisk- unni, fara eftir því sem þér finnst sjálfri. Ef þú hefur til dæmis nokk- urn áhuga á einhverjum strák, en veist ekki hvort þig langar að byrja með honum á föstu, getur þú þá ekki bara talað um það við hann að þér finnist asnalegt að fara svona að þessu og hvort þiö getið ekki bara séð til, látið málin þróast ef þið hafið bæði áhuga. En hvað finnst öðrum krökkum um þetta? Strákar og stelpur, sendið Póstinum línu og segið endilega skoðun ykkar á þessu fyrirkomu- lagi, eða hvernig mætti breyta því. y////mv. OP 72 Vikan 48. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.