Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 6

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 6
að ég hljóp úr vinnunni til að ná mér i eldavél, eina af þrem sem höfðu komið i verslun frá Ameriku. Maður sat um allt á þessum tima." Flytja hltann — En hver teiknaði húsið? Halldór verður fyrir svörum. ,,Það var Ágúst Pálsson. Hann fylgdist vel með i arkitektúr; einkennilegur maður, sérvitur en afar gáfaður og mikill listamaður." ,,Hann teiknaði Neskirkju," segir Auður. ,,Hún átti upprunalega að vera þrisvar sinnum stærri þvi hann hafði hugsað sér hana líka sem tónleikahús, en hún þótti víst of stór. Hann var, eins og Halldór segir, mjög sérvitur og það kom skýrt fram i hönn un hans á eldhúsinu. Hann var piparsveinn og fannst óþarfi að vera að leggja mikla áherslu á eld- húsið og teiknaði það sem einhvers konar smurbrauðskrók. Ég þurfti þvi að láta breyta mjög miklu þar. Hjá honum skipti stofan mestu máli og hljómburður I henni, þvi hún átti um leið að vera músíkherbergi, en hann var mikill tónlistarunnandi. Hann gaf okkur hvitan hund i stil við húsið, það var fyrsti hundurinn okkar, hann Snati. Björn Pálsson, seinna sjúkraflugmaður, var verktaki og Páll Guðjónsson yfirsmiður. Flestir smiðirnir, sem unnu við bygginguna, voru nú samt ..Simonar" eða gervismiðir, það var mikið um þá á þessum tímum þvi það voru svo miklar framkvæmdir i gangi." ,,Ég er ekki góður að standa i húsabyggingum en við höfðum góða menn," ségir Halldór. Þegar Auður er spurð hvernig henni hafi nú litist á að fara að búa svona langt fyrir utan bæinn svarar hún því til að í fyrstu hafi hún nú ekki trúað þvi að Halldóri væri alvara með að vilja flytja þarna upp eftir. ,,Mér fannst þetta erfitt i fyrstu," segir hún, ,,mér fannst dalurinn svo kuldalegur." ,,Já, hann er það," segir Halldór, ,,maður verð- ur bara að flytja hitann með sér." ,,En nú vil ég hvergi annars staðar vera," heldur Auður áfram, ,,og það er eins með stelpurnar, dætur okkar, þær fluttu hingað þegar þær fóru að búa, byggðu hérna við hliðina á okkur og fluttu tengdasynina með sér og þeir virðast kunna jafnvel við sig og við. Svo er náttúrlega ekki hægt að bera saman samgöngurnar þá og nú." ,,Þá var til siðs að búa í moldarkofum" ,,Það hefur margt breyst," segir Halldór. „Þegar ég var barn og faðir minn flutti að Laxnesi var Lax- neshúsið eina timburhúsið i dalnum. Þá var til siðs að búa i moldarkofum, menn bjuggu afar fá- tæklega hér I dalnum. Laxneshúsið var stórt, byggt fyrir enska peninga sem fengust fyrir hrossasölu. Hér bjó enskur hrossaagent sem seldi út úr landinu íslenska hesta til að nota í kolanámum, islenskir hestar þóttu henta vel i það." au Auður og Halldór hafa jafnan ferðast mikið og mér fannst því tilefni til að spyrja hvað þau gerðu varðandi húsið á meðan þau eru i burtu. ,,Hér býr alltaf einhver og litur eftir húsinu meðan við erum i burtu," segir Halldór. ,,Við skiljum húsið aldrei eftir mannlaust." -- En hafið þið gert mikið að þvi að flytja með ykkur hluti eða jafnvel búslóð að utan? ,,Nei, við höfurn nu litið gert að þvi, ” segir Auð ur, „varla nema eitt og eitt stykki og þá helst frá Danmörku. Við höfum ekki verið að sanka að okkur dóti Þegar við byggðum hér fékkst bók- staflega ekki neitt og við þurftum að láta smíða allar innréttingar og húsgögn i húsið. Birthe Jóns- son innanhússarkitekt var mér til aðstoðar við að innrétta hér og velja liti. Við höfuni litlu breytt eða framkvæmt nema sinnt eðlilegu viðhaldi. Birthe eða Birta, eins og við köllum hana, teiknaði til dæmis innréttingarnar hérna i herberginu hans Halldórs, eftir hans ósk. Hún teiknaði lika hús- gögnin i svefnherbergin. Allar innréttingarnar voru smiðaðar á trésmiðaverkstæðinu Björk i Reykjavik. Sumt er úr fyrra bui Halldórs. Þetta reykborð er til dæmis úr fyrra búi og því fylgdu leðurstólar og sófi, sem enn er óslitið." „Er það til ennþá?” spyr Halldór. „Já, á Fálka- götu, það eru góðir stólar, svoleiðis eiga hlutirnir að vera; slitna ekki. Mesta vandamálið hér eru bækur, bækur eru mitt vandamál. Það eru allir krókar og kimar fullir af bókum, kjallarar lika. Þetta eru hálfgerð vandræði. Ég þyrfti að setja þetta á aksjón. Nú er Mosfellsdalurinn mikið jarðhitasvæði og þið voruð með þeim fyrstu sem notfærðu sér heita vatnið og byggðuð einkasundlaug hér að Gljúfrasteiní. Höfðuð þið hitaveitu frá upphafi? „Nei, nei," segir Auður, „fyrst höfðum við kola kyndingu og ekkert rafmagn. Við höfðum bensín- mótor sem kveikti á öllu húsinu i einu svo það var eins og logandi viti i myrkrinu. Við grófum eftir köldu vatni i eins og hálfs kilómetra fjarlægð frá húsinu. Halldór fékk Vilmund Jónsson til að leggja á ráðin með rotþró á meðan husið var enn á bygg- ingarstigi." „Já, það var visindaleg rotþró," segir Halldór. „Siðan fengum við oliukyndingu, en hitaveitan kom ekki fyrr en, ja, ætli það hafi ekki verið svona 1956 57 og það var að sjálfsögðu mesti munur- inn. Fyrst þótti alveg ógerlegt að fá hingað hita- veitu, en svo fengum við mág minn, Sigurð Thor- oddsen, til að reikna þetta allt út og þá reyndist það gerlegt. Það voru svo Halldór, Paul Ammen- drup, en hann á sumarbústað hér rétt hjá, og bóndinn i Laxnesi sem lögðu heitavatnsleiðslur inn dalinn." „Þeir sem bjuggu hérna trúðu ekkert á þetta," segir Halldór. „Það má ef til vill segja að sundlaugin hafi komið heldur fljótt, þvi nú er hún orðin frekar gamaldags, en hún er góð," segir Auður. Gljúfrasteinn Þegar hér var komið var tekið að skyggja og Halldór átti von á öðrum gesti. Niðri i stofu beið kaffið og jólasmákökurnar. Á leiðinni niður innti ég þau eftir því hvernig nafnið Gljúfrasteinn væri til komið. Þau Halldór og Auður bentu mér út um glugg- ann á litinn hól framan við húsið. Hóllinn er lyng vaxinn en ofan á hólnum trónir stærðar steinn, þakinn skóf. „Þetta er makalaus steinn,” segir Halldór. „Það er bara toppurinn á steininum sem stendur upp úr, steinninn heldur áfram langt niður i jörðina. Það er átrúnaður á þessum steini." Ei« Þaö fyrsta, sem dregur að sér athygli gestkomandi í anddyrinu á Gljúfrasteini, er stór og falleg Borgundarhólmsklukka. Vinnuherbergi Halldórs. Stólarnir, sem Halldór og Auður sitja i, voru smiðaðir af þeim mikla mublu smið og Ijóðskáldi Jóni Magnússyni úr Þingvalla sveit. Á milli þeirra stendur reykborðið góða. Mál verkið á veggnum er eftir Svavar Guðnason. Sverðið fékk Halldór þegar hann var gerður að heiðursdoktor við háskólann í Helsinki. Göngustaf- urinn er gjöf frá góðum vinum á sjötugsafmæli Halldórs. Á hillunni er privatbrúðusafn Halldórs, ýmsir handunnir smáhlutir og figúrumyndir sem hann hefur haft með sér heim úr ferðum sinum erlendis. 6 Vikan4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.