Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 4

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 4
^siðin frá Reykjavík til Þingvalla liggur um Mosfellsdal. Efst í dalnum stendur bærinn Laxnes. Hér eru æskustöðvar Hall- dórs Laxness og hér á hólnum austar og ofar, við gljúfrið i ánni Köldukvísl, völdu þau Auður og Halldór húsi sínu stað og gáfu því nafnið Gljúfrasteinn. Í fjörutíu ár hefur húsið við veg- inn verið sem mílusteinn á leið þeirra sem erindi eiga til Þing- valla. Fiestir vita að hér býr Halldór Laxness með fjölskyldu sinni. Þeir eru líka eflaust margir sem hafa velt því fyrir sér hvernig þar sé umhorfs innandyra; hvernig nóbelsskáldið okkar býr. Á Íslandi er það gömul og viðtekin hefð að þar sem byggt er í þjóðbraut ráði gestrisnin ríkjum. Þessi hefð er enn í fullu gildi hjá þeim Halldóri og Auði og okkar Vikumanna biðu hlýjar við- tökur þegar við litum inn hjá þeim hjónum núna rétt fyrir jól. \/eðrið var liklega eins leiðinlegt og það getur orðið á Islandi einn sunnudagseftirmiðdag rétt fyrir jól þegar ég renndi I hlað á Gljúfrasteini, kalsarok og rigning. Satt þest að segja gat ég ekki varist þeirri hugsun, meðan ég keyrði inn dalinn, að það væri nú mesta furða að nokkur skyldi vilja þúa í þessum kulda og rokrassi. En sem ég renni i hlað opnast útidyrnar og Auður stendur í dyrun- um. „Komdu blessuð, þetta er nú meira veðrið. Var ekki mikil hálka á veginum?" ,,Jú, dálitil," svara ég og læt þess að sjálfsögðu ógetið að ég hafi nú lúsast þetta í fyrsta og öðrum gír alla leið- ina. „Heyrðu, þú vildir tala við okkur bæöi," segir Auður. ,,Við skulum koma upp til Halldórs, þið getið þá spjallað saman á meðan ég bý til kaffi.” Gljúfrasteinn er tvílyft steinhús og kjallari undir. Á efri hæðinni eru auk vinnuherbergis Halldórs fjögur svefnherbergi og bað. Á neðri hæðinni eru for- stofa, gestasnyrting, hol, eldhús og stofur. Skrifpúlt Vinnuherbergi Halldórs er ekki sérlega stórt. Allir veggir herbergisins eru þaktir bókum, alls staðar eru bækur og blöð I stöflum. Hér inni rikir þetta sérstaka og róandi andrúmsloft sem svo gjarnan fylgir bókum. I horninu við gluggann stendur hátt skrifpúlt. ,,Jú, jú, ég stend við skriftir," segir Hall- dór þegar talið berst að vinnu hans. ,,Mér finnst vont að sitja í kút, það er lika óhollt, en hér hef ég svona háan stól. Hvað eru nú svona stólar kallaðir? Já, barstóll, alveg rétt, ég hef svona barstól sem ég tylli mér á af og til.” Á veggnum fyrir ofan skrit- púlt Halldórs hangir málverk Nínu Tryggvadóttur i enda stofunnar gegnt flyglinum er arinninn. Leðurstóllinn fyrir framan arininn er hinn frægi ,,egg-stóll” eftir danska arkitektinn Arne Jacob sen. 4 Vikan4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.