Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 42

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 42
Vinsælir leikarar: Jeff Bridges Ef einhver ætti aö gera lista yfir þá ungu leikara í Hollywood sem mesta hæfileika hafa væri næstum öruggt aö nafn Jeff Bridges yröi á þeim lista þótt ferill hans hingað til þyki nokkuð skrykkjóttur. Hann vann til óskarsverðlaunatilnefn- ingar í einni af fyrstu myndum sínum, hinni rnjög svo gÓÖU The Last Picture Show. Síöan hefur hann verið mjög framarlega þótt annað slagiö hverfi hann af sjónarsviöinu í eitt og eitt ár. Hann er samt alltaf kominn á toppinn aftur eftir smátíma. I dag er hann kannski á hátindi ferils síns og má hann þakka það frammistöðu sinni í hinni ágætu mynd John Carpenters, Ster- man. I fyrra var hann tilnefndur til óskars- verölauna fyrir hlutverk sitt í þeirri mynd. Var þetta þriöja tilnefning hans. Eins og áöur sagði fékk hann tilnefningu fyrir The Last Picture Show. I millitíðinni fékk hann tilnefningu fyrir hlutverk sitt í Thunderbolt and Lightfoot þar sem hann lék á móti Clint Eastwood. Jeff Bridges er ekki eini leikarinn í fjöl- skyldunni. Faðir hans er Lloyd Bridges sem hefur veriö þekktur leikari síðan á fimmta áratugnum og eldri bróðir hans er Beau Bridges, einnig mjög þekktur kvik- myndaleikari. Jeff er fæddur 4. desember 1949. Hann var aðeins nokkurra mánaða þegar hann kom fyrst fram í kvikmynd. Var það í The Company She Keeps. Aðalleikkonan í þeirri mynd var Jane Greer. Svo skemmtilega vill til að þau léku aftur sam- an þrjátíu og fjórum árum síðar í Againat Ail Odda. Átta ára gamall fékk hann sitt fyrsta talaða hlutverk. Var það í einum þætti í sjónvarpsmyndaflokknum Sea Hunt. Faðir hans lék aðalhlutverkið í þess- um sjónvarpsmyndaflokki. Svo var það ekki fyrr en 1970 að hann kom aftur fram á hvíta tjaldinu. Lék hann þá í mynd sem flestum er gleymd nú. Hét hún Haiis of Anger og var stæling á hinni vinsælu mynd To Slr with Love. Siðan kom The Last Picture Show og frami hans var tryggður. Það sem hefur einkennt feril Jeff Bridg- es er hversu óútreiknanlegar kvikmyndir þær sem hann hefur leikiö í eru þegar litið er á vinsældir þeirra. Þær kvikmyndir, sem áttu að tryggja hann í sessi sem stór- stjörnu í Hollywood, urðu margar hverjar fyrir þeim örlögum að vera teknar af markaðinum fljótlega vegna lélegrar að- sóknar. Má nefna King Kong, Somebody Killed Her Husband, Heaven's Gate, Tron, Against All Odds Og Winter Kills. Þeirri síðastnefndu hefur að vísu verið dreift aft- ur og er núna af mörgum talin hin merki- legasta kvikmynd. Aftur á móti hafa þær kvikmyndir, sem litlu var búist við af í upphafi, orðið til þess að halda nafni hans á lofti. Má nefna The Last American Hero, Rancho De Luxe, Stay Hungry, Cutters Way Og The Last Picture Show. Þegar tökur hófust á The Last Picture Show voru fáir sem höfðu trú á þessu fyrirtæki. Til að mynda var myndin tekin í svart-hvitu, sem flestir héldu að yrði dauöadómur yfir henni. Og þar aö auki var enginn þekktur leikari meðal leikenda og leikstjórinn, Peter Bogdanowich, var þá óþekkt stærð. Og ekki var söguþráðurinn til að auka eftirvæntinguna. Myndin fjallar um fólk sem er aö drepast úr leiðindum í smábæ í Texas. En það var ekki nóg með það aö myndin hlyti góða að- sókn. Gagnrýnendur hófu hana til skýj- anna Og í dag er The Last Picture Show talin meðal helstu listaverka áttunda ára- tugarins. Jeff Bridges hefur drengjalegt andlit sem mörgum finnst þó minna á gömlu stjörnurnar sem voru upp á sitt besta í byrjun talmyndanna. Hann þykir innileg- ur í leik sínum og geðjast áhorfendum að honum, sama hvaða hlutverki hann er í. Þess vegna var hlutverk hinnar geðþekku geimveru sem varð strandaglópur á jörð- inni í starman eins og samið fyrir hann. starman er fyrsta stórmyndin á mæli- kvarða Hollywood sem Jeff Bridges leikur í og heppnast fullkomlega. Jeff Bridges er kvæntur og á tvö börn. Hann býr með fjölskyldu sinni í Santa Monica í Kaliforníu. I frítímum sínum fæst hann aðallega við tónsmíöar. Þeir sem muna eftir John and Mary muna kannski einnig að hann samdi og söng titillag kvik- myndarinnar. Nýjasta kvikmynd hans er The Jagged Edge þar sem hann leikur á móti Glenn Close. Jeff Bridges i Starman. Nokkrar myndir sem fá- anlegar eru með Jeff Bridges á videóleigum: The Last Picture Show The Last American Hero Thunderbolt and Lightfoot Hearts of the West King Kong Stay Hungry Winter Kills Somebody Killed Her Hus- band Heaven's Gate Cutters Way Tron Kiss Me Goodbye Against All Odds. Umsjón: Hilmar Karlsson 42 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.