Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 43

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 43
ÍSLENSKUR TEXTI rHE S'UWY o*SÍAMOl COU W RIA fK.Tl MS PMJ» vn ja* , MXJPIXiO < OMf.N Ht.NN "»X» < TK». «SVTB Vl «1» S BEULMURRAY u Mion trxy insfi) na: uassíc ncvíi. »y w x*uku:t muoham ~ HfífSA RKHl CATHFMNf HK» • MV K NÍTTSCMI ------- .11,111 \ ICÍttVM /uny írving ruui nrinicing MkkiGPMmde MWCnjRIS«— tíEDWA«OS — I leit að sjálfum sér THE RAZOR EDGE Leikstjóri: John Byrum. Aðalleikarar: Bill Murray, Theresa Russell og Catherine Hicks. Sýningartimi: 124 min. The Razor Edge er gerö eftir þekktri skáldsögu eftir Somerset Maugham. Hefur þessi saga áöur verið kvikmynduö. Var þaö 1946 og þótti sú kvikmyndagerð takast ágæt- lega. Þá var valinn í aöalhlutverkiö mikill sjarmör kvikmyndanna, Tyrone Power. I nýju útgáfunni hefur einhverjum dottiö í hug aö gamanleikarinn Bill Murray gæti túlkaö þennan unga mann sem eftir aö hafa tekiö þátt í fyrri heimsstyrjöldinni leggur í lífs- leit að sjálfum sér. Og árangurinn er mislukkuö kvikmynd. Bill Murray, sem hefur getið sér mjög gott orö í gamanmyndum á borö viö Caddy- sack og Ghostbuster, þar sem hann virkilega sló í gegn, er alveg úti á þekju í hlutverkinu og er í raun stærsti gallinn viö The Razor Edge. Söguþráöurinn býöur þó upp á mikil innri átök aðalpersónanna. Miödepillinn er hinn klassíski þrí- hyrningur, tvær konur sem elska sama manninn meö hörmulegum af- leiöingum. Þetta hefði átt aö verða hin áhrifamesta kvikmynd. Ungur maöur hverfur frá áhyggjulausu lífi í Bandaríkjunum og lifir meöal fátæks fólks í París. Þaöan liggur leiöin í kolanámur þar sem hann hittir mann einn sem segir honum aö hann muni finna sjálfan sig í Indlandi. Endur- fundir og gamlar ástríöur koma upp á yfirborðið og í leiöinni smá- skammtur af afbrýöisemi. Nei, því miöur. Persónurnar veröa aldrei áhugaverðar. Annars er í heild um frekar litlausa kvikmynd aö ræða. Hið ómögu- lega reynt MICKI £t MAUOE Leikstjóri: Blake Edwards. Aðalleikarar: Dudley Moore, Ann Reinking og Amy Irving. Sýningartími: 113 mín. I Micki & Maude leikur Dudley Moore sjónvarpsfréttamann sem þráir þaö heitast aö eignast barn meö eiginkonu sinni. Eiginkonan er aftur á móti of upptekin af eigin frama á sviöi stjórnmála til aö hún megi vera aö því aö standa í barn- eignum. Dudley litli er að vonum sár og eftir viötal viö ungan og fallegan sellóleikara lætur hann undan löngun sinni, fer á konsert þar sem hún leik- ur, hrífst af henni sem listamanni og konu og líður þá ekki á löngu þar til hann er kominn í alvarlegt ástar- samband. Þegar svo sellóleikarinn segir honum aö hún sé með barni fer hann alvarlega aö íhuga að skilja við eiginkonu sína. Þegar á aö hefja máls á skilnaöin- um segir eiginkonan honum aö hún gangi með bam og hún muni gefa upp á bátinn frama sinn og helga sig fjölskyldu í framtíðinni. Dudley litli getur aö sjálfsögöu ekki farið aö skilja viö ófríska eiginkonu og ekki getur hann heldur hætt viö selló- leikarann. Hann gengur meira aö segja svo langt í hinu tvöfalda líferni aö hann giftist sellóleikaranum. Allt gengur þetta nú einhvern veginn hjá honum þangaö til eiginkonurnar veröa léttari sama dag... Þaö má hafa gaman af Micki & Maude — þótt ekki sé nema aö fylgjast meö hinum ágæta gaman- leikara, Dudley Moore, í toppformi. Leikstjórinn, Blake Edwards, hefur aftur á móti gert betri myndir og má þar nefna myndir um Bleika pardus- inn og svo „10” sem gerði Dudley Moore að stórstjörnu. Ekki fyrir taugaveiklaða Gæsahúð II (Talsa from the Dark- sida III Sýningartimi: 90 min. I fyrstu myndinni, I skápnum, er fjallaö um klassískt efni í hrollvekju- myndum, sem sagt, hvaö er í skápn- um sem ekki má opna. Ung stúlka fær leigt hjá líffræðiprófessor. Her- bergiö, sem hún fær, er ósköp venju- legt, nema í því er skápur nokkur sem prófessorinn segir aö lykillinn aö sé týndur og enginn hafi fariö í skápinn í mörg ár. Fljótlega verður stúlkan vör viö aö einhver vera er í skápnum. Hann opnast og lokast á víxl þrátt fyrir aö hún geti sjálf aldrei opnaö hann. Eina nóttina skýst eitthvaö undir rúmiö hennar... önnur myndin, Spáð í spil, fjallar um mátt tarrotspilanna. Kona ein, sem hefur þaö að atvinnu aö spá í tarrotspil, fær heimsókn af annarri konu. Meðan sú fyrri skreppur frá skiptir hin um spil og hverfur síöan. Þaö er ekki aö sökum að spyrja aö spákonan ræður ekkert viö spádóma sína. Spilin spá aðeins dauöa fyrir viökomandi og rætist spádómurinn yfirleitt strax. .. Þriöja myndin, Tvíburamir, fjall- ar um ungan tölvusnilling sem liggur dauövona. Hann á tvíburasystur. Áður en hann deyr lætur hann hana fá fyrirmæli í sambandi viö tölvum- ar sínar. Þegar stúlkan er búin aö vinna nokkurn tíma við tölvumar byrja þær aö svara henni meö rödd bróöur hennar. .. Þessar þr jár myndir eiga það sam- eiginlegt aö vera spennandi þótt ólík- ar séu. Sú fyrsta er hrollvekja af gamla skólanum. Hinar sverja sig meira í ætt viö vísindaskáldskap. Tveir góðir THE SURVIVORS Leikstjóri: Michael Ritchie. Aðalhlutverk: Walter Matthau, Robin Williams og Jerry Reed. Sýningartími: 94 min. Þaö liggur viö að á eigin spýtur takist Walter Matthau og Robin Williams aö gera The Survivors aö sérlega góöri gamanmynd. Því miöur eiga þeir þó eins og aðrir bágt meö að fá einhvem botn í söguþráðinn. Myndin byrjar svo sem nógu glæsi- lega og er fyrsti hálftíminn virkilega góöur og umfram allt hlægilegur. Robin Williams leikur skrifstofublók sem sagt er upp af páfagauk í for- stjóraskrifstofunni. Walter Matthau fer aftur á móti á hausinn meö bens- ínstöö sama dag. Þeir hittast af til- viljun á kaffibar einum og verða vitni að því þegar vopnaður ræningi ræöst inn og gerir tilraun til ráns. Þeir félagar koma í veg fyrir rániö og verða þekktir fyrir. Það hefur ekkert alltof góðar af- leiðingar fyrir þá því ræninginn þekkir þá og heldur aö þeir hafi séö andlit sitt. Hann eltir þá uppi og reynir aö koma þeim fyrir. Ekki tekst þaö þó. Þessir atburöir hafa þau áhrif á skrifstofublókina aö hún fer í næstu vopnabúö og hleður sig upp af vopnum og heldur af staö upp í fjöll á námskeið í sjálfsvörn og manndrápum. Þarna er þaö sem myndin fer aö gefa sig. Hinn veröur aftur á móti fyrir aökasti ræningjans og heldur einnig til f jalla í leit aö vini sínum meö ræningjann á hælun- um. . . Walter Matthau og Robin Williams eru góöir í hlutverkum sínum, svo er einnig um Jerry Reed í hlutverki ræningjans. Þaö er helst að Robin Williams hætti viö ofleik þegar í námiö er komiö. Vikan 4. tbl. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.