Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 27

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 27
T alan þrettán er órofatengd við hjátrú og flestum þykir hún vond. I flestum stórum hðtelum og skrif- stofúm er engin 13- hæð — hvernig sem það má nú vcra. Á lyftuhnöppunum sjást cingöngu 12. hseð og 14. hæð. Hinn maður hefur þó átt töluna 13 að happatölu öðrum fremur. Það var maðurinn sem hafði verið dæmdur til lífláts fyrir glæp sem hann hélt statt og stöðugt fram að hann hefði ekki framið og verið víðs fjarri staðnum er ódæðið var framið. Á elleftu stundu tókst honum að rifja upp einkennilegt atvik. Hann hélt því nefnilega fram að hann hefði heyrt kirkjuklukkurnar slá þrcttán högg þessa nótt. Þessi vitnisburður var hunsaður þar til fjöldi manns gaf sig fram og staðfesti framburð mannsins. Klukkan hafði slegið þrettán högg vegna bilunar og þar með varð ljóst að maðurinn hafði verið víðs fjarri glæpnum þcssa nótt og hann var látinn laus. S kammt cr á milli sérvisku og hjátrúar, það er hjátrú að berja í timbut; og segja 7, 9, 13 (sem er fúllkomlega marklaus talnaruna) ef maður vill vera ömggur um orð sín. Að berja í timbur er þekkt víða um heim og er ævagömul hjátrú. Sumir íslenskir siðir eru líka ævagamlir, svo sem að sitja á krossgötum um áramót og þegja. Sérviska er samkvæmt orðsins hljóðan viska eins manns og sér fyrir hann. Sérviska manna er með ýmsum hætti, sumir fá útrás í matar- venjum, aðrir 1 töluðu máli og flestir safnarar hafa sína sérvisku. Og auðvitað geta fleiri en einn dottið niður á sömu sérviskuna án þess að úr verði samviska. Það er meira í ætt við sérvisku en hjátrú að nota ein- hvern sérstakan pott undir hrísgrjón og annan undir hangikjötið, en jafnframt getur verið hagnýtur kjarni í þvl. Hver vill fá sér hrísgrjón með hangikjötskeim? Konan sem sauð alltaf kartöflurnar sínar f tveim pott- um var að vísu ekki að því af sérvisku einni saman heldur vegna þess að þetta hafði hún lært hjá mömmu sinni. Mamma hennar hafði hins vegar alltaf soðið kartöflurnar sínar í tveim pottum því hún var með mannmargt heimili og átti ekki nógu stóran pott undir þann skammt af kartöflum sem þurfti til hverrar máltíðar. Þannig getur skynsemi leitt til þess er virðist sérviska og raunar til hjátrúar líka þvf sagt er að sá sem er ábyrgur fyrir hjátrúnni um að ekki skuli ganga undir stiga hafi fengið málningarfbtu í haus- inn einu sinni er hann gekk undir stiga og ráðlagt vinum sfnum að vera ekkert að ganga undir stiga heldur taka á sig krók. I slendingar, sem loka kýrnar sínar inni í myrk- um flósum f marga mánuði á ári hverju og mjólka þær með vélum, eiga sínar heilögu kýr engu sfður en aðrir, en þær er ekki að finna í flósum landsins. Heilög Skjalda hefúr enn ekki verið vígð til dýrlinga. Á Indlandi segja heilagar kýr mu um leið og þær bjarga sér um hádcgismatinn á grænmetistorginu og ganga svo óhræddar og óhultar fyrir strætisvagn. Eða sú er allavega myndin sem ferðabækur og flölmiðlar' gefa af stöðu þeirra utan indverskra fjósa. Heilagar kýr fslenskar eru jafnmargarog mennirnir sem landið byggja. Og það er ekkert svo létt að hrófla við þeim allra útbreiddustu, Jóni Sig. og flallkon- unni til dæmis, þó einhverjir hafi alltaf unun af að leggja heilagar kýr í einelti. Þeir hinir sömu eiga sér yfirleitt alltaf einhverjar heilagar kýr sjálfir til að verja fram í rauðan dauðann, hvort sem það er nú heims- byltingin eða frjálshyggjan. E n hver er þá munurinn á sérvisku, hjátrú og heilögum kúm. Ef þú færð þér svartan kött til að passa inn f svörtu og hvftu innréttinguna heima hjá þér þá er það snobbuð sérviska. Ef þú leyfir honum að gera allt sem honum þóknast heima hjá þér er hann orðinn að heilagri kú. En ef þú ert svo þar að auki skfthræddur um að eitthvað illt hendi þig þegar kisi greyið hleypur fyrir þig á götu til að fagna þér þá er það ekkert nema hjátrú. Hjátrú cr tekin til greina ef maður er leikari, íþróttagarpur eða sjómaður, jafnvel nauðsynleg ef maður vill halda áliti innan hópsins. Fólk keppist við að vera einlægt og svolftið áberandi í hjátrúnni, keppir í handbolta á slitnum skóm og fer með heilla- gripi á leiksviðið en þá er auðvitað eins gott að heilla- gripurinn sé ekki metrahár bangsi. Það eru óskráð lög í gangi um alla svoleiðis hjátrú, sumt er hægt að viðurkenna, annað ekki. Ætli hann sá ekki á mörk- unum, sjómaðurinn á Isafirði sem er orðinn frægur fyrir að fara á sjó f öllum veðrum án þess að verða fyrir skakkafollum. Hann var eitt sinn spurður hvernig hann gæti verið svona öruggur með að sleppa alltaf og svaraði því til að hann hefði bara tekið eftir þvf að veðrið yrði alltaf ágætt þegar stúlkan læsi veðurfregnirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.