Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 50

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 50
ArSeník. . . „Ég veit það ekki," sagði hún, ,,hreinskilnislega sagt veit ég það ekki." „Segöu mérfrá," sagði Mortimer. Magdalena dró djúpt að sér andann. ,,Ég er skynsöm stúlka," sagði hún, ,,ekki sú manngerö sem ímyndar sér hitt og þetta eöa gerir sér grillur. Ég veit að þú trúir á drauga og anda. Ég geri það ekki og þegar óg segi þér aö það sé eitt- hvað meira en litið að þarna I húsinu," hún benti upp hæðina, ,,þá á ég við að það sé eitthvað áþreifanlegt að; þaö er ekki bara bergmál frá fortið- inni. Þetta hefur verið að ágerast alveg frá því að við komum þangað. Það versnar með degi hverj- um, pabbi er breyttur, mamma er breytt, Charlotte erbreytt." Mortimer greip fram I fyrir henni. ,,Er Johnnie breyttur?" spurði hann. Magdalena leit á hann, skilningur virtis* glæðast i augum hennar. ,,IMei," sagði hún. ,,Núna, þegar ég hugsa um það, þá er Johnnie ekki breytíur. Hann er sá eini sem er — sem er ósnertur af þessu öllu. Hann komst ekki úr jafnvægi yfir teinu í gær- kvöldi." ,,En þú?" sagði Mortimer. ,,Ég var hrædd — skelfilega hrædd, rétt eins og krakki — án þess að vita við hvaö ég væri hrædd. Og pabbi var — einkennilegur, það er ekki annaö orö til yfir það, einkennilegur. Hann var að tala um kraftaverk og þá baðst ég fyrir - bað raunar um kraftaverk og þú baröir að dyrum." Hún snarþagnaöi og starði á hann. „Ætli þú haldir ekki að ég sé geöveik," sagði hún ögrandi. „Nei," sagði Mortimer, „þú virðist þvert á móti ákaflega heil á sönsum. Allt heilbrigt fólk skynjar hættu ef hún er í grennd við það." „Þú skilur þetta ekki," sagöi Magdalena. „Ég var ekki hrædd — sjálfrar min vegna." „Vegna hvers þá?" En aftur hristi Magdalena höfuðið ringluð. „Ég veit það ekki." Hún hélt áfram: „Ég skrifaöi S.O.S. af þvi að mér flaug það allt í einu i hug. Ég hafði það á tilfinningunni — eflaust er það fáránlegt — að þau myndu ekki leyfa mér að tala við þig — þau hin, á ég við. Ég veit ekki hvað þaö var sem ég ætlaöi að biðja þig um að gera. Ég veit það ekki ennþá.” „Það skiptir ekki máli," sagði Mortimer. „Ég skal gera það." „Hvað getur þú gert?" Mortimer brosti svolitið. „Ég get hugsaö." Hún leit efins á hann. ,,Já," sagði Mortimer, „það er margt hægt að gera þannig, fleira en þú heldur. Segðu mér, var eitthvað sagt I gærkvöldi, rétt fyrir kvöldverðinn, sem vakti athygli þlna?" Magdalena hnyklaöi brýnnar. „Það held ég ekki," sagði hún. „Raunar heyrði ég pabba segja við mömmu eitthvaö á þá lund að Charlotte væri lifandi eftirmynd hennar og hann hló ákaflega ein- kennilega, en — það er ekkert skritið við það, er það nokkuð?" „Nei," sagði Mortimer hægt, „nema hvað Charlotte er ekkert llk móður þinni." Hann stóö i þungum þönkum nokkra hrið, svo leit hann upp og tók eftir að Magdalena horfði óörugg á hann. „Farðu heim, barn," sagði hann, ,, og hafðu ekki áhyggjur; láttu mig um þetta.” Hún gegndi og gekk upp stiginn að kofanum. Mortimer gekk heldur lengra, fleygði sér svo niöur í grærigresið. Hann lokaöi augunum, losaði sig við mtðvitaðar hugsanir og átök en leyfði myndaröð aö flögra að vild yfir yfirborð huga síns. Johnnieí Hann kom alltaf aftur að Johnnie. Johnnie, alveg saklaus, tullkomlega laus við allan þennan vef tortryggni og leynimakks, en engu aö síður miðdepillinn sem allt snerist um. Hann minntist skellsins er frú Dinsmead missti bollann sinn á diskinn við morgunverðinn. Hvað haföi valdið skelfingu hennar? Athugasemd sem hann hafði gert um dálæti piltsms á eínafræði? Þá stund- ina hafði hann ekki takið eftir heria Dinsmead en núna sá hann hann glöggt fyrir sér þar sem hann sat, með tebollann á leið upp að vörunum. Þá var hann kominn aö Charlotte eins og hann hafði séð hana þegar dyrnar opnuöust kvöldið áður. Hún hafði setið og startð á hann vfir barminn á tebollanum. Og fljótt þar á eftir kom önnur minn- ing. Dinsmead tæmdi tebollana einn af öðrum og sagði: „Þetta teerkalt." Hann mundi eftir gufunni sern steig upp. Teið gat naumast hafa verið mjög kalt, eða hvað? Eitthvað byrjaöi að bæra á sér í heila hans, minn- ing um eitthvaö sem hann hafði lesiö fyrir ekki ýkja löngu, kannski innan við mánuð. Þetta var frásaga um heila fjölskyldu sem varð fyrir eitrun vegna að- gæsluleysis pilts. Arsenikpakki var geymdur í búr- inu og innihaldiö hafði sáldrast niður á brauðið. Hann hafði lesiö þetta I blööunum. Það hafði Dins- mead trúlega gert. Hlutirnir tóku að skýrast. . . Hálftima siðar reis Mortimer Cleveland snöggt á fætur. IV Það var aftur komið kvöld í kofanum. Núna voru eggin soðin og kjötdósin önnur. Brátt kom frú Dinsmead fram úr eldhúsinu með stóran teketil. Fjölskyldan settist umhverfis borðið. „Þetta er eitthvað annað en veðrið í gær," sagði frú Dinsmead og leit i átt til gluggans. „Já," sagði herra Dinsmead, „þaö er svo kyrrt í kvöld að maður gæti heyrt saumnál detta. Jæja þá, mamma, héH'tu nú i bollana '' Frú Dinsmead fyllti bollana og rétti fólkinu þá. Svo setti hún teketilinn frá sér, rak allt í einu upp lágt óp og þrýsti hendinni á hjartastað. Dinsmead snarsneri sér við í stólnum og horfði i þá átt sem skelfingu lostin augu hennar litu. Mortimer Cleve- land stóð i gættinni. Hann kom inn. Hann var vingjarnlegur og afsak- andi í fasi. „Ég er hræddur um að ég hafi gert ykkur hverft viö," sagði hann. „Það er nokkuð sem ég þurfti að sækja hingaö." „Sækja hingað?" hrópaði Dinsmead. Andlit hans var fjólubiátt, æðarnar þrútnar. „Sækja hvað, vil ég fá að vita." „Te," sagði Mortimer. Hann tók eitthvað snöggt upp úr vasa sínum, tók einn tebollann upp af boröinu og hellti innihaldi hans í lítið tilraunaglas sem hann hafði í vinstri hendi. „Hvaö — hvað ertu að gera?" sagði Dinsmead með andköfum. Andlit hans var orðið kríthvítt, fjólublái liturinn horfinn likt og með töfrum. Frú Dinsmead rak upp hvellt, hátt óttakvein. „Þú lest blööin, er það ekki, herra Dinsmead? Ég er viss um að þú gerir það. Stundum les maður frá- sagnir af heilum fjölskyldum sem verða fyrir eitrun, sumir ná sér, sumir ekki. I þessu tilfelli hefðÍÆÍnn ekki náð sér. Fyrsta skýringin væri niðursoðna kjöt- ið sem þið eruö að borða, en ef læknirinn væri nú tortrygginn maður og léti ekki kenninguna um niðursoöna kjötiö villa um fyrir sér? Það er pakki af arseníki i búrinu ykkar. A hillunni fyrir neðan er pakki af tei. Það er heppilegt gat á efri hillunni. Hvað væri eðlilegra en aö halda að arseníkið hefði komist í teið fyrir slysni? Johnnie sonur þinn yröi kannski sakaður um aögæsluleysi, ekkert annaö." „Ég — ég veit ekki við hvað þú átt." Dinsmead stóðá öndinni. „Ég held að þú vitir það." Mortimer tók annan tebolla og fyllti annað tilraunaglas. Hann festi rauðan miða á annað glasið, bláan á hitt. „Tilraunaglasið með rauða miösnum," sagði hann, ,, hefur að geyma te úr bolla Charlotte dótt- ur þinnar, hitt glasið te úr bolla Magdalenu dóttur þinnar. Ég er reiðubúinn að sverja að i fyrrnefnda glasinu finn ég fjórum eða fimm sinnum meira arsenik en í því síðartalda." „Þú ert brjálaður,” sagði Dinsmead. „Æ, nei, svo sannarlega ekki. Ég er ekkert slikt. Þú sagðir mér í dag, herra Dinsmead, að Magda- lena væri ekki dóttir þin. Þú laugst að mér. Magda- lena er dóttir þln. Charlotte er barnið sem þið ætt- leidduö, barnið sem er svo likt móður sinni aö þegar ég hafði smámynd af móður hennar í hönd- unum i dag hélt ég að hún væri af Charlotte sjálfri. Dóttir þín átti að erfa auðæfin og þar sem það kynni að verða ógerlegt að halda hinni dóttur þinni. sem átti að vera úr augsýn og einhver sem þekkti móðurina kynni að átta sig á hvað þær væru likar ákvaöstu að, jæja — setja svolítiö af hvítu arseníki í botninn á tebolla." Frú Dinsmead gaggaði allt í einu hátt, reri fram og aftur í áköfu móðursýkiskasti. „Te," skrækti hún, „hann sagði það, te, ekki limonaöi.” „Þegiðu, kona," öskraði eiginmaður hennar reiöilega. Mortimer sá að Charlotte horfði á hann með þöndum augum, íhugul, hinum megin við boröiö. Svo fann hann hönd á handlegg sinum og Magda- lena dró hann þangað sem ekki heyrðist til þeirra. „Þetta," sagði hún og benti á glösin. „Pabbi. Þú ætlar þó ekki. . ." Mortimer lagði hönd sina á öxl hennar. „Barniö mitt," sagði hann, „þú trúir ekki á fortíðina. Ég geri það. Ég trúi á andrúmsloft þessa húss. Ef faðir þinn hefði ekki komiö hingaö, þá kannski — ég segi KANNSKI — hefði hann ekki lagt á þau ráð sem hann geröi. Ég ætla að geyma þessi tvö tilraunaglös til að Charlotte verði örugg núna og í framtiðinni. Að öðru leyti geri ég ekkert í þakklætisskyni, ef þér sýnist svo, við höndina sem skrifaöi S.O.S." 50 Vikan4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.