Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 21
AÐ SKAPA HUNDA-
MENNINGU Á
ÍSLANDI
— er helsta baráttumál Hundaræktarfélags Islands
Texti: Kristín Jónsdóttir
Ljósmyndir: Ragnar Th.
„Hundamenning er að hundahald sé leyfilegt
að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að fólk
kunni að umgangast hunda og vera með þá og
að stunduð sé skipulögð og markviss hunda-
rækt," segir Guðrún Ragnars Guðjohnsen, for-
maður Hundaræktarféiags íslands.
„Allt starf Hundaræktarfélagsins miöar aö því aö
skapa hundamenningu á Islandi. Þessi ár, sem styrinn
stóð um hundahald í þéttbýli, var þaö á oddinum hjá
okkur aö fá hundahald leyft og svo er enn. 5. október
1984 gekk í gildi reglugerö sem leyfir hundahald í lög-
sagnarumdæmi Reykjavíkur, aö minnsta kosti næstu
fjögur árin. Hundaeigendur vilja lifa í sátt viö samfélagiö
enda höfum viö haft samstarf við yfirvöld í þessum málum
allt frá byrjun. Viö vitum öll aö bann virkar ekki, þaö hefur
veriö reynt í sextíu ár, árangurslaust.
Viö viljum fylgja leyfinu eftir meö fræöslu og kennslu í
hundahaldi og koma þannig til móts viö yfirvöld. Áöur en
reglugerðin var samin lögöum viö til ýmsar grunnreglur
sem ekki var fariö eftir nema aö litlu leyti, vildum til dæmis
aö skilyröi fyrir leyfisveitingu væri aö fólk heföi fariö á eins
kvölds námskeiö í hundahaldi en þaö þótti víst bara
hégómlegt. Gjaldið er fjögur hundruö krónur á mánuöi og
þaö finnst okkur of hátt. Skráning er númer eitt, tvö og
þrjú og víöar erlendis er stefnan sú aö gengiö er hart eftir
því aö fólk skrái hundana en gjaldiö skiptir minna máli.
Hér getur gjaldiö staöiö í fólki en einnig eru margir hunda-
eigendur hræddir viö aö láta skrá hunda sina, halda aö
meö því gefi þeir höggstaö á sér, en þaö er ekki rétt því
þaö er öllum til bóta aö allir hunda séu skráöir og hreins-
aöir reglulega.''
„Fæ mér hund," segir einhver
og þar með er málið afgreitt. En
Guðrún Guðjohnsen er ekki á
sama máli — hún talar um
ábyrgð, fóðrun, uppeldi, þjálf-
un...
„Abyrgð þess sem ræktar og selur hund er
fyrst og fremst sú aö vera meö heilbrigöa tík og heilbrigö-
an hund, likamlega og andlega, því þetta veröa aö vera
góöir einstaklingar og heppilegir til ræktunar. Ræktandinn
veröur aö gera sér Ijósa ábyrgö sína gagnvart þeim
einstaklingum sem hann lætur frá sér og því þarf aÖ finna
öllum hvolpum góö heimili. öllum hvolpum er nauösyn-
legt aö vera meö mömmu sinni og systkinum fyrstu átta
vikurnar því þaö þroskastig, sem hvolpur gengur í gegn-
um á þeim tíma, eiga þau mikinn þátt í aö móta.
Sá sem tekur aö sér eöa kaupir sér hvolp á fyrst og
fremst aö gera sér grein fyrir til hvers hann ætlast af hund-
inum sínum, hvernig hund hann vill, stóran eöa lítinn
hund, hund sem þarf mikla útiveru eða litla og svo fram-
vegis. Fólk, sem er mikið fyrir aö eyöa kvöldunum inni í
stofu, ætti ekki aö fá sér stóran hund og alls ekki vinnu-
hund því vinnuhundar eru ræktaöir upp á hreyfingu og at-
höfn, eins og til dæmis setterar og íslenskir hundar. Fólk
þarf líka aö athuga aö þó þaö só þroskandi og gefandi aö
umgangast hunda þýðir ekkert aö gefa bami hund og ætl-
ast til þess aö þaö hugsi um hundinn. Umhirðan hlýtur
alltaf aö falla á þá fullorönu á heimilinu og því verður þaö
aö vera sameiginleg ákvöröun allra heimilismeölima aö fá
hund, og á ábyrgö allra. Einnig veröur fólk aö vera tilbúið
til aö gefa sér tíma til aö vera meö hundinum sínum. Lág-
marksútiverutími hunda er ein til tvær klukkustundir á dag
og þá er ég ekki aö tala um aö hundinum sé hleypt út í
garö til aö gera þarfir sínar, þaö tel ég ekki meö. Fólk þarf
aö fara út aö ganga meö hundinn sinn, tvisvar til þrisvar á
dag. Ef það gerir þaö ekki fær hundurinni ekki útrás fyrir
þarfir sinar og getur oröiö stressaöur og fariö aö hegöa sér
illa.
Fóðrun hunda þarf ekki að vera dýr, því hefur
oft verið slegið fram að það kosti svipaö aöfóðra hund og
reykja einn pakka af slgarettum á dag. Það eru tveir mátar
á aö fóðra hunda, að kaupa tilbúið fóður — og sé það frá
góöum framleiðanda á að vera tryggt að I þvl séu öll þau
efni sem hundurinn þarf — eða að setja saman gott og
rétt fóður af heimilismatnum. Það er þumalfingursregla
að hundur þarf einn hluta af kjöti, einn af kolvetnum, það
er aö segja þrauöi og korni, og einn hluta af grænmeti. Til
dæmis finnst mörgum hundum mjög gott að naga gulræt-
ur og þaö er mjög hollt fyrir þá. Margt grænmeti þarf að
rífa eða stappa ofan í hundana en það er þeim jafnnauð-
synlegt og kjötið. Það er allt í lagi að gefa hundum hrátt
kjöt en það er ekki slöra að sjóöa aöeins upp á þvl ef leyn-
ast kynnu einhver sníkjudýr I þvl hráu. Fisk á að sjóða af
sömu ástæðu, það geta alltaf veriö ormar I fiski. Blóöugt
kjöt gerir ekki hund að villidýri eins og sumir halda. Hund-
urinn er rándýr en grimmd kemur einungis fram i hundi
sem hefur sætt illri meðferð eða fengiö slæmt uppeldi.
Uppeldi hunda þarf aö vera rótt frá upphafi og
þó svo aö börn hafi sórstaklega gott lag á hundum eru þau
ekki fær um aö annast þaö ein. Helstu vandamál í uppeldi
eru smávandamál eins og aö gera hund húshreinan, þaö
er aö kenna hundi aö pissa úti, og þaö er mjög auövelt ef
rétt er farið aö honum frá byrjun. Svo eru stundum vanda-
mál í umgengni, hundar geta veriö erfiöir í ól eöa koma
ekki þegar kallaö er á þá, eru óþægir í einu oröi sagt.
Þjálfun hunda byggist á því aö nota hvatir
hundsins og upprunalega eiginleika hans. Hundar eru
ekki komnir langt frá uppruna sínum þó búiö só aö rækta
upp og styrkja ýmsa eiginleika í hinum ýmsu kynjum.
Þeirra upprunalega eöli er ekkert breytt, ef fólki finnst þaö
þá er það vegna þess aö þaö skilur ekki hundinn og nær
ekki þeim boöum sem hann sendir frá sór. Þaö er mikil
stúdía aö skilja hundinn sinn og kunna aö fara meö hann
og við í Hundaræktarfólaginu viljum einmitt hjálpast að og
hjálpa öörum til aö ala upp hunda sína, þjálfa þá og skilja
þá."
Hundaræktarfélagið var upp-
haflega stofnað af þeim sem
vildu hindra að íslenski fjérhund-
urinn dæi út. „íslenski hundur-
inn er fjárhundur og varðhundur
sem gerir viðvart. Eðli sinu trúr
geltir hann þegar gesti ber að
garði. Hann er kátur, glaður, for-
vitinn, tryggur, húsbóndahollur
og með afbrigðum harngóður
enda mjög greindur, stundum
jafnvel greindari en húsbónd-
Vikan 4. tbl. 21