Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 49

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 49
Efnafræðitilraunir. . . „Ég er að velta því fyrir mér," sagði Mortimer eins 6g við sjálfan sig.,,Já, það gaeti veriö skýring- in." Charlotte leit á hann skilningsvana. ,,Ungfrú Dinsmead,” sagði Mortimer bliðlega, „hefurðu einhvern timann haft ástæðu til að halda að þú sért gædd miðilshæfileikum?" Hún starði á hann. ,,Ég held að þú vitir að þú skrifaðir S.O.S. í gærkvöldi," sagði hann hljóðlega. ,,Ö, auðvitað al- gjörlega ómeðvitað. Glæpur mengar andrúmsloftið ef svo má að orði komast. Viökvæmur hugur á borð við þinn getur oröið fyrir áhrifum af slíku. Þú hefur kannski verið að endurskapa tilfinningar og hughrif fórnarlambsins. Fyrir mörgum árum hefur hún kannski skrifaö S.O.S. á þetta borð og þú ómeðvitaö endurtekiö þá athöfn í gærkvöldi." Það birti yfir Charlotte. ,,Ég skil," sagði hún. „Heldurðu að það sé skýr ingin?" Það var kallaö á hana úr húsinu og hún fór inn, skildi við Mortimer sem stikaöi upp og niður garð- stígana. Var hann ánægður með eigin skýringu? Náði hún til staöreyndanna eins og hann þekkti þær? Útskýrði hún spennuna sem hann hafði fundiö þegar hann kom inn í húsið daginn áður? Ef til vill, og þó hafði hann einkennilega á tilfinn- ingunni að óvænt koma hans hefði valdið ein- hverju sem minnti greinilega á beyg. Hann hugsaði meösjálfum sér: ,,Ég má ekki láta þessa sálrænu skýringu villa um fyrir mér. Hún gæti útskýrt Charlotte — en ekki þau hin. Koma mln kom þeim öllum í mjög mikið uppnám, öllum nema Johnnie. Hvað svo sem það er, sem ekki er í lagi, þá snertir það Johnnie ekki." Hann var þess fullviss, það var skrítið að hann skyldi vera svona öruggur, en þannig var það. I þessu kom Johnnie sjálfur út úr húsinu og gekk til gestsins. „Morgunverðurinn er tilbúinn," sagði hann feimnislega. „Ætlarðu að koma inn?" Mortimer tók eftir að pilturinn var óhreinn á fingrunum. Johnnie varð var við augnaráð hans og hló vandræðalega. „Ég er alltaf að fikta við efnafræðitilraunir," sagði hann. „Þaö gerir pabba stundum alveg vit- lausan. Hann vill að ég fari i byggingariönaðinn en ég vil læra efnafraeði og fara I rannsóknir.” Dinsmead birtist við gluggann fyrir framan þá, breiöur, glaðvær, brosandi, og þegar Mortimer kom auga á hann vaknaöi aftur allt hans vantraust og fjandskapur. Frú Dinsmead var þegar sest við borðiö. Hún bauö honum góðan daginn með lit- lausri rödd sinni og hann fékk aftur á tilfinninguna að hún vaeri hrædd við hann af einhverjum ástæð- um. Magdalena kom síðust inn. Hún kinkaði stutt- aralega kolli til hans og settist gegnt honum. „Svafstu vel?" spurði hún snöggt. „Var rúmið þægilegt?" Hún leit ákaflega einlæglega á hann og þegar hann svaraði kurteislega játandi tók hann eftir að vonbrigöasvipur virtist sem snöggvast færast yfir andlit hennar. Hann velti því fyrir sér hvað hún hetði búist við að hann segöi. Hann sneri sér að gestgjafa sínum. „Það lltur út fyrir að strákurinn þinn hafi áhuga á efnafræði," sagði hann vingjarnlega. Það heyrðist skellur. Frú Dinsmead hafði misst tebollann sinn. „Svona nú, Maggie, svona nú," sagði eigin- maður hennar. Mortimer fannst vera áminning, aðvörun, í rödd hans. Hann sneri sér að gesti sínum og talaði greið- lega um kosti byggingariðnaðarins og að ungir pilt- ar mættu ekki hugsa of hátt. Eftir morgunveröinn fór hann einn út í garöinn og reykti. Það var greinilega kominn tlmi til að hann færi úr kofanum. Það var eitt að fá næturgist- ingu, að draga dvölina á langinn var erfitt án þess að hafa einhverja ástæðu og hvaða ástæöu gæti hann svo sem nefnt? Og þó var hann sérdeilis tregurtil aðfara. Hann velti hinu og þessu fyrir sér og gekk eftir stíg sem lá að hinni hlið hússins. Hann var i skóm með gúmmísólum og olli litlum sem engum há- vaða. Hann var að fara framhjá eldhúsglugganum þegar hann heyrði rödd Dinsmeads inni og orðin vöktu þegar athygli hans. „Þetta er þokkaleg fjárhæð, það er hún." Frú Dinsmead svaraði. Hún var of lágmælt til að Mortimer heyröi orðin, en Dinsmead svaraði: „Þetta eru næstum 60.000 pund, sagði lög- fræöingurinn." Mortimer hafði ekki I hyggju að liggja á hleri en hann gekk mjög Ihugull sömu leið og hann hafði komiö. Þegar peningarnir voru nefndir virtist það setja aðstæður í hnotskurn. Einhvers staðar voru 60.000 pund — það skýrði þetta — og gerði það Ijótara. Magdalena kom út úr húsinu en faöir hennar kallaði næstum strax á hana og hún fór aftur inn. Brátt kom Dinsmead sjálfur til gestsins. „Það er sérdeilis gott veður," sagði hann yin- gjarnlega. „Ég vona að billinn þinn sé í lagi." „Hann vill vita hvenær ég fer," sagði Mortimer við sjálfan sig. Upphátt þakkaöi hann Dinsmead aftur fyrir gestrisnina. „Það var ekkert, það var ekkert," sagði hinn maðurinn. Magdalena og Charlotte komu saman út úr hús- inu og reikuðu hönd I hönd að bekk sem var svolít- ið frá þeim. Dökka höfuöið 03 það gullna voru snoturlega óllk og Mortimer datt allt í einu i hug að segja: „Dætur þlnar eru ákaflega óllkar, herra Dins- mead." Hinn maðurinn, sem var í þann mund að kveikja I pípunni sinni, hrökk við og missti eldspýtuna. „Finnst þér það?" sagði hann. „Já, ætli þær séu þaðekki.” Mortimer fékk snögga hugljómun. „En þær eru auðvitað ekki báðar dætur þlnar," sagði hann mjúkmáll. Hann sá að Dinsmead leit á hann, hikaði snöggvast og tók síöan ákvörðun. „Þetta var mjög snjallt hjá þér, herra Cleve- land," sagði hann. „Nei, önnur er munaöarlaus, við tókum hana að okkur þegar hún var ungbarn og höfum alið hana upp eins og við ættum hana. Hún hefur sjálf ekki hugmynd um sannleikann en hún þarf að fá að vita hann fljótlega." Hann and- varpaöi. „Er það út af arfi?" sagði Mortimer hljóðlega. Hinn maðurinn leit tortrygginn á hann. Svo virtist hann komast að þeirri niðurstöðu að hreinskilnin borgaði sig best; framkoma hans varð nærri því of hreinskilnisleg og opinská. „Það er skrítið að þú skulir segja þetta." „Var þetta hugsanalestur, ha?" sagði Mortimer og brosti. „Því er þannig varið, herra Cleveland, að viö tókum hana að okkur til að þóknast móöur hennar — fyrir svolitla greiðslu, þvi um þær mundir var ég að byrja í byggingariönaöinum. Fyrir fáeinum mán- uöum tók ég eftir auglýsingu í blaði og þá fannst mér að barnið, sem við var átt, hlyti að vera hún Magdalena okkar. Ég fór á fund lögmannanna og það hefur ýmislegt verið talað, á einn og annan veg. Þeir voru tortryggnir — að sjálfsögöu, eins og maður segir — en núna er allt komið á hreint. Ég fer með stúlkuna til London I næstu viku; hún veit ekkert um þetta ennþá. Það virðist sem faðir henn- ar hafi verið einn af þessum rlku gyðingum. Hann komst ekki að þvl að barniö væri til fyrr en fáeinum mánuðum fyrir dauöa sinn. Hann gerði út menn til að reyna að hafa uppi á henni og arfleiddi hana að öllum eigum sínum ef hún skyldi finnast." Mortimer hlustaði vandlega. Hann hafði enga ástæðu til að efast um sögu Dinsmeads. Hún út- skýrði dökka fegurö Magdalenu; útskýrði kannski líka hvað hún var upphafin I fasi. En samt sem áður var eitthvað sem ekki var nefnt, þó sagan gæti I sjálfu sér verið sönn. Mortimer haföi hreint ekki í hyggju að vekja grunsemdir hins mannsins. Þess I staö varð hann að gera sitt ýtrasta til að kveða þær niöur. „Þetta er ákaflega athyglisverð frásögn, herra Dinsmead," sagði hann. „Ég óska ungfrú Magda- lenu til hamingju. Svona fagur erfingi mikilla auð- æfa á góða tíma I vændum." „Það er rétt," sagði faöir hennar hlýlega, „og hún er líka sérdeilis góð stúlka, herra Cleveland." Það var ekki annaö að sjá en þessi hlýja kæmi frá hjartanu. „Jaeja,” sagði Mortimer. „Ætli ég verði ekki að fara að tygja mig. Ég verð að þakka þór einu sinni enn, herra Dinsmead, fyrir þessa sérlega heppilegu gestrisni þlna." Gestgjafi hans fylgdi honum inn, þar sem hann kvaddi frú Dinsmead. Hún stóö við gluggann og sneri í þá baki og heyröi ekki þegar þeir komu inn. Þegar maður hennar sagöi glaölega: „Hér er herra Cleveland kominn að kveðja," hrökk hún i kút, snerist á hæli og missti eitthvaö sem hún hafði haldiö á. Mortimer tók það upp fyrir hana. Þetta reyndist vera smámynd af Charlotte, máluð I stll sem var i tisku aldarfjóröungi áður. Mortimer endurtók við hana þakkirnar sem hann hafði þegar fært eiginmanni hennar. Hann tók aftur eftir ótta- svipnum á henni og flóttalegu augnaráðinu sem hún sendi honum undan augnalokunum. Stúlkurnar tvær voru hvergi sjáanlegar en það kom ekki heim og saman við áætlun Mortimers að virðast ákafur að hitta þær; auk þess haföi hann sinar hugmyndir sem fljótt kom I Ijós að reyndust réttar. Hann var kominn um hálfa mllu frá húsinu, áleið- is þangaö sem hann haföi skilið viö bllinn sinn kvöldið áður, þegar runnum öðrum megin viöstlg- inn var ýtt frá og Magdalena kom fram á stlginn fyrir framan hann. „Ég varð aö hitta þig?" sagði hún. „Ég átti von á þér," sagði Mortimer. „Það varst þú sem skrifaöir S.O.S. á boröið í herberginu mlnu I gærkvöldi, er þaö ekki?" Magdalena kinkaði kolli. „Af hverju?" spurði Mortimer blíðlega. Stúlkan leit undan og byrjaði að tlna laufin af runna. Vikan 4. tbl. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.