Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 38

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 38
Illugi Jökulsson skrifar Eg man þaö raunar alls ekki eins og það heföi gerst í gær en eigi aö síöur held ég — og er þess raunar fullviss — að fyrsta Andrésblaöið mitt hafi verið afar mikil- vægur áfangi 1 þroskaferli þess barns sem ég var einu sinni. Sjálfsagt kunna margir sömu sögu aö segja. Þetta voru mæt blöö, Andrésblöðin, og eru þaö vafalaust enn; þó skömm sé frá aö segja er ég hættur aö lesa þau aö staöaldri. Ekki stenst ég þó freistinguna ef ég rekst á Andrésblaö einhvers staðar á flækingi, svo fremi það sé á dönsku. Mér þótti það ganga guölasti næst þegar fariö var aö gefa þessi vönduöu menningarrit út á Islensku — þaö vita jú allir aö móðurmál Andrésar er danska og aö Andabær er á Jótlandi. Ég hef aldrei komist upp á lag meö aö lesa Andrésblööin á ensku og það sem Svíar gefa út og kalla — minnir mig — Kalle Anka er auðvitað bara skrípaleikur. Andrésblöðin gerðu mig að sénii í dönsku á unga aldri, og það án þess að nokkur kenndi mér. Ég held því fram að ég hafi lært dönsku á sama hátt og José Raul Capablanca og Garrí Kasparov lærðu að tefla, en eins og allir vita þurftu þeir heimsmeist- ararnir enga kennslu — læröu mannganginn bara á því að horfa á aðra tefla. Ég lét mömmu og pabba á sama hátt þýöa fyrir mig sögurnar i Andrésblöðun- um og þetta máttu þau dunda við síðkvöldin löng; smátt og smátt lærði ég hvað oröin þýddu og ber þá að hafa I huga að Andrésblöðin eru fráleitt á neinni gullaldardönsku — ef slík danska er þá til á annaö borð sem ég efast stórlega um. En mál Andrésblaðanna er sem sé einfalt og sú stóra stund rann upp I lifi minu að ég þurfti ekki lengur að láta mömmu og pabba þýöa fyrir mig sögurnar, þeim sjálfsagt til óblandins léttis. Eftir þaö gat ég einn og sjálfur farið leiðar minnar um Andabæ. Þetta geröi mig afskaplega ánægöan með mig, enda var ég svo sem ekki nema átta ára gamall og heldur fátitt meöal jafnaldra minna að geta lesið þessi ágætu rit hjálparlaust. Ég man samt ekki betur en aö allir hafi legið I þeim á sínum tíma enda var þá tiltölulega fátt um teiknimyndasögublöð hér á íslenskum markaði. Þegar fjölskyldan bjó I Grikk- landi um skeiö komumst viö systir min hins vegar I feitt þegar við kynntumst Batmanblöðum og kom- um með þau i tonnum heim til Islands. Batman var, eins og allir vita, I rauninni snyrti- og snöfur- mennið Bruce Wayne sem brá sér I leðurblöku- búning á nóttunni og fór út að veiða glæpamenn ásamt þresti sinum. Það var tilkomumikil sjón þegar þeir félagar óku um á Batmobile sínum, sem eldtungur stóöu aftur úr, enda fór svo aö stiga- menn skulfu á beinum — nema helst Jókerinn, Mörgæsin, Kattakonan og aðrir óforskammaðir þrjótar. Þeir Leðurblakan og Þröstur höfðu það, að mínum dómi, fram yfir aðrar amerískar teikni- myndasöguhetjur — sem ég kynntist litillega — að þeir voru engin ofurmenni. Batman var að vísu ofsalega sterkur og þeir voru báðir fjandanum lið- ugri I því að renna sér upp og niður háhýsi með hjálp kaðla en þeir gátu þó ekki flogið eins og Súpermann og allir nótar hans. Slikt þótti mér bera vitni um átakanlegan skort á raunsæi og fussaði við. i amerísku blöðunum, sem foreldrar mínir keyptu úti I Grikklandi, hrifumst við systir mín líka af tilkomumikilli hetju með pípuhatt sem hafði svartan risa að aðstoðarmanni og átti I sífelldri bar- áttu við þá örmu þrjóta sem skipuðu Glæpafélag 8 og voru engu skárri en Bjarnabófarnir I Andrés- blöðunum. Söguna um pipuhattsmann þennan, sem Mandrake nefndist, þýddi pabbi fyrir okkur fríhendis og það er eins og mig minni að sagan hafi orðið enn ævintýralegri en höfundurinn ætlaðist til og óþokkabrögð Glæpafélags 8 enn hugmynda- ríkari. Mandrake þessi skaut löngu síðar upp pípu- hatti sínum I Vísi sáluga og hét þá Teitur töfra- maður. Þá þótti mér lítiö hafa lagst fyrir kappann. Þegar viö systir mín komum aftur heim til Islands urðum við að hætta að lesa um Batman og Robin og hella okkur I Andrésblöðin á nýjan leik. Að vísu ætluðum við I staðinn að gerast Batman og Robin Islands og skipulögðum æfingar I stillönsunum úti á Nesi sem nóg var af. Þar ætluðum við að sveifla okkur milli húsa I köölum — vona svo bara að við lentum I sandhrúgunum sem alls staðar voru — og að sjálfsögðu ætluöum við að klæöast viöeigandi búningum. Þessir búningar ollu okkur nokkru hug- Eg man það eins og það hefði gerst í gær Fyrsta Andrésblaðið 38Vikan4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.