Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 24

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 24
131 Draumar Vatn og hringur Mig langar til að bidja um ráðningu á þessum tveim draumum. Mér fannst ég vera stödd á stað þar sem veisla var og kona ein sem er lítilsháttar skyld mér var qð biðja mig um að skála vjið sig. Mér fannst hún heita Hanna. Ég skálaði við hana íþrem staupum af mjög sterku víni. Síðan fannst mér strákur koma (sem ég var hrifin af) og var hann ánœgður að hitta mig og sagði að nú myndum við ekki skiljast framar hvort við annað. Hann vildi fara heim með mér en ég sagði honum að við gœtum það ekki þar sem foreldrar mínir vœru heima, heldur skyldum við fara í íbúðina mína, hún vœri tóm. Mér fannst ég finna aðeins á mér af víninu og því sagði strákurinn að hann skyldi keyra. Ég fór og athugaði leiðina. Þá var komið vatn sem við þurftum 'að keyra í gegnum og mjög brött brekka sem við þurftum að keyra upp. Síðan sá ég sumarbústað með vatni fyrir framan. Ég hafði áhyggjur af filmum, síðan fór ég aftur til stráksins og sagði honum frá þessu. Þá sýndi hann mér betri leið sem hann œtlaði að keyra, þar var engin brekka og lítið vatn. Hjá stráknum stóð maður sem heitir Þ. Síðan lögðum við af stað. En draumurinn varð ekki lengri og því veit ég ekki hvernig ferðin endaði. Síðan langar mig að biðja um ráðningu á draumi sem mig dreymdi á undan hinum. Mér fannst ég vera á gangi með stúlku sem heitir Sigríður. Þá sá ég hring liggja á götunni og tók hann upp (án þess að hún sœi) og lét hringinn á puttann á mér. Þetta var mjög stór og breiður hring- ur með gylltu (sem ég sá ekki hvort var ekta) og bláu mynstri. Eg var í vafa um hvort ég œtti að bera hring- inn. Það átti að fara eftir því hvort hann vœri ekta eða ekki. Ég ætlaði að skoða hann betur þegar ég vœri ein. Með fyrirfram þökk. 6380—6285. I rauninni skiptir ekki höf- uðmáli hvernig ferðin þín í fyrri draumnum endaði. Það sem í draumnum liggur er að þú þarft að hafa gát á því að leggja ekki út í tvísýn ævintýri á næstunni, sérstaklega ekki neinar háska- ferðir, því eins og þekkt er skip- ast veður oft skjótt í lofti. Þú virðist geta lent í vandræðum í ferðalögum eða í einhverjum látum á næstunni. Þú skalt ekki fara að nauðsynjalausu á sjó eöa í fjallaferðir. Þetta getur einnig verið óbein viðvörun, að þú hættir þér ekki út í afdrifarík- ar breytingar í bráð, og merking draumsins þá yfirfærð á andleg átök. Draumráðandi hallast þó að því að hér séu raunverulegir og líkamlegir hrakningar sem verið er að vara við. Ef þú hættir þér í óvissu geturðu átt á hættu að uppskera veikindi og vosbúð og þó það verði svo sem ekki af alvarlegasta taginu er alveg óþarfi að hunsa slíkar að- varanir. I seinni draumnum kemur fram að þú stendur réttilega frammi fyrir því aö verða að gera upp hug þinn og reyna að kanna hug einhvers annars í þinn garð, og þetta er án efa í til- finningamálum og sjálfsagt í ástum. Það er margt sem laðar þig og lokkar í sambandi við einhvern ákveðinn mann en þú ert ekki viss um hvort tilfinn- ingar hans séu ekta eða bara þetta gyllta yfirborð sem er á hringnum í draumnum. Sömu- leiðis þarftu að vera fullkomlega heiðarleg sjálf, bæði í eigin garð og þessa manns. Blái liturinn bendir til að þetta mál verði þér farsælt ef þú sýnir heiðarleika og krefst hans af öðrum. Þrjár myndir méð hvítu andliti Kœri draumráðandi. Fyrir nokkru dreymdi mig furðulegan draum og þegar ég vaknaði mundi ég sterklega eftir parti af draumnum. Mér fannst mér vera sýndar þrjár myndir af sjálfri mér og ég var eðlileg á þessum myndum nema hvað ég var snjóhvít í and- litinu (ekki gráföl heldur sterkmjólkurhvít). Ég varð ekkert ánægð með að sjá mig svona hvíta og varð líka undrandi. Nú er ég búin að velta ráðningunni fyrir mér í 2—3 vikur og ekkert gengur. I von um ráðningu. Kristín. Þessi draumur er þér senni- lega fyrir veikindum (þínum eigin) sem stinga sér niður þrisvar sinnum en hafa engin al- varleg eða varanleg áhrif, jafnvel hugsanlegt að í kjölfar þeirra komi óvenju gott tímabil í lífi þínu. Að drepa vissa persónu Kæri draumráðandi. Ég vona að þú birtir þennan draum fyrir mig því ég hef aldrei skrifað þér áður. Draumurinn: Ég er á flótta undan einhverjum sem ég sé ekki eða veit ekki hver er, samt finnst mér eins og ég hafi átt að hafa drepið vissa persónu sem ég þekki, við skulum kalla hana X. Svo finnst mér ég hlaupa inn í garðinn við húsið sem fjölskylda hennar býr í. Um leið og ég kem inn í garðinn finnst mér eins og stór og mikill steinkross, alveg kolsvartur, liggi inni í miðjum garðinum. Samt er eins og koitii frá honum einhver sérstök birta og ég stekk yfir krossinn og um leið og ég fer yfir hann hugsa ég með mér: Guð minn góður. Þetta er ann- að dauðsfallið hjá þessari fjölskyldu. Síðan finnst mér ég hlaupa út á götuna og þá sé ég hvar lögreglu- bíllinn kemur og stoppar hjá mér. Það voru fjórar löggur þarna en aftur í bílnum voru strákar í flug- liðabúningum. Einn af þeim heitir H. Hann kemur til mín, býður mér að koma itieð sér í bíóhúsið og býður mér lakkrís. Síðan tekur hanii í höndina á mér og þá spyr ég hann hvort hann sé ekki með stelpu. Þá segir hann jú en að það sé ekkert alvarlegt. Þannig lýkur draumnum. Ekki birta það sem er í sviga eða nafnið mitt. Virðingarfyllst, Þ.S. í þessum draumi koma fram miklar og sterkar andstæður, mikil hamingja og djúp sorg og svo virðist sem þetta tvennt tengist á einhvern hátt sem mun verða þér mjög minnisstæöur. Sennilega mun sorgin kveðja dyra á miklum hamingjutíma í lífi þínu og þrátt fyrir að þú mun- ir vissulega syrgja þegar sorgin sækir að þér mun þessi ham- ingja, sem fylgir þér á þessum tíma, hjálpa þér til að komast yfir þetta erfiðleikatímabil. 24 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.