Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 16
ar. Viö veröum aö nota þetta fjármagn sem allrs
best. Ef við látum stóran hluta af þessum pening
um ganga til þeirra fyrirtækja sem dreifa framleiösl-
unni I stað þess aö fjárfesta I fjölmiölaframleiösl-
unni sjálfri þá þýöir þaö aö þaö er llklegra að viö
kaupum meira af erlendri fjöldaframleiöslu sem er
ódýrari en innlend framleiðsla og þá er hætt viö aö
viö bíöum ósigur I samkeppninni viö þá erlendu risa
sem fóöra okkur á fróttum og skemmtiefni. Þá bið-
um viö llka ósigur i samkeppninni um islensk
gæöi."
— Attu viö aö viö eigum meiri möguleika á
gæöavöru í útvarpi og sjónvarpi ef viö höldum okk-
ur viö eitt rikisrekið fyrirtæki?
,,Ég skal ekki segja þaö. Nýju útvarpslögin eru
oröinn hlutur, hvað framtíöin ber í skauti sér veit
enginn. En þaö sem ég veit er aö þvl meira fé sem
fer I dreifingaraöilana þeim mun minna er til I fram-
leiösluna sjálfa. Menn þykjast alltaf vera á móti
báknunum en samkeppni í dreifingu er ekkert
nema samkeppni báknanna, ekkert annað. Viö
þurfum aö efla Islensk gæði. Sú samkeppni, sem
þeir hafa talaö um sem mest hafa beitt sér I þess-
ari umræðu, er mjög auðveld. Einn fær Dallas,
annar Dynasty, slöan einhverjar skemmtilegar bló-
myndir og svo færöu einhverja poppgrúppu til aö
troða upp. Smartl En þaö sem er erfitt, dýrt og
kostar fyrirhöfn, það er aö framleiöa verulega gott
Islenskt efni, senda Islenskt sjónvarpsliö út um all-
an heim, búa til Islensk sjónvarpsleikrit og fjalla um
Islenska menningu. Þaö er erfiöara að fylla tímann
meö innlendri gæöavöru en meöaðkeyptu erlendu
skemmtiefni — ég skal ekki taka afstööu til þess
hve mörg fyrirtæki eiga aö taka þátt í þessari sam-
keppni en viö eigum aö hugsa samkeppnina út frá
þessu sjónarhorni, sem samkeppni við erlenda að-
ila."
— Þitt sjónarmiö byggist á þvl aö fólk vilji ís-
lenskt efni fremur en erlent skemmtiefni eöa alla-
vega aö þaö sé mikllvægara aö bjóöa fólki upp á
þann valkost. En nú halda margir þvi fram að
þessi menningarpólitik sé ekki i samræmi viö vilja
og langanir fólks, þaö vilji einmitt Dallas og
Dynasty?
„Þetta held ég aö sé rangt. Fólk vill sjálft veröa
þátttakendur, þaö vill ekki lengur láta mata sig.
Þaðerauglýst dagskrárgeröarnámskeiö hjá útvarp-
inu og hvaö gerist? Þaö sækja tvö til þrjú hundruö
manns um. Fólk vill sjálft komast inn I framleiösl-
una, vera þátttakendur, ef ekki beint þá óbeint.
Þaö vill láta fjalla um sitt eigið umhverfi. Auövitaö
vill fólk horfa á Dallas og Dynasty, þaö er ekkert at-
hugavert viö þaö. En tökum dæmi af áramóta-
skaupinu, viö gætum keypt amerlskt áramóta-
skaup. Heldur þú aö fólk vildi þaö? Nei. Þetta sjón-
armiö, aö veriö sé aö þröngva Islensku efni upp á
fólk, er alger misskilningur, alger vitleysa. Spurn-
ingin snýst um hlutföllin milli Islensks og erlends
efnis og þaö má ekki halla á Islenska efniö meira en
oröiö er. Þetta er ekkert einangrunarsjónarmiö, ég
vil einmitt sem mesta fjölbreytni og inni I þeirri
mynd er Islensk framleiösla. Annars er þetta svo
margslungiö, stundum hefur fólk til dæmis gaman
af efni sem þaö metur ekkert afskaplega mikils.
Við skulum segja að vlð auglýstum sjón-
varpsþAtt um Vesturbsejarsundlauglna
og að það yröi staldrað við I kortér I
kvennasturtunum og kortér i karla-
sturtunum. Ég efast ekkl um aö þéttur-
inn fengi geysilega athygli og hlustun,
en ef þú spyröir fólk síðan hvort þvi
fyndist að islenska sjónvarpið œtti að
fara inn á þessa braut þó myndu allir
segja nei.
Þannig aö áhorfendafjöldinn er ekki einhlítur mæli-
kvarði á hvaö áhorfendur vilja og ef viö tengjum
þetta umræðunni um samkeppni þá er til svo
margs konar samkeppni, það er samkeppnin um
sturtuklefana og samkeppni um eitthvað sem öll-
um þykir skipta verulegu máli. Sturtuklefasam-
keppnin er auöveldasti hlutur I heimi. I samkeppn-
inni um Islenska gæöavöru reynir hins vegar á
mannskapinn."
— Þú hefur starfaö mikiö i undirbúningsnefnd
aö verkalýösútvarpi.
,,Ég hef átt sæti í nefnd sem hefur fjallaö um
þessi mál og er kominn á þá skoöun, eins og fleiri,
að þaö eigi að byrja á öörum forsendum, byrja með
einhvers konar hljóöver, aöstööu til aö framleiöa
efni og þjálfa fólk I dagskrárgerð, láta síöan reyna á
það hvort hægt sé aö koma þessu efni á framfæri
eöa hvort nauðsynlegt sé að koma upp tækjum til
dreifingar. Hljóöver er aö veröa samtökum, verka-
lýössamtökum og öörum, állka nauösynlegt og
Ijósritunarvél."
— En er æskilegt aö baráttusamtök eins og
verkalýðsfélög reki til dæmis útvarpsstöð sem
rekur fréttastofu?
„Það þjónar hagsmunum launamanna aö um-
ræða um þjóöfélagsmál sé krefjandi og sem allra
opinskáust, aö I fjölmiölaheiminum séu ekki ráö-
andi aðilar sem reka einhliöa áróður. Viö urðum vör
viö það I verkfallinu '84 aö upp komu útvarpsstööv-
ar sem voru með afskaplega einhliða fréttaflutning
svo vægt sé til oröa tekiö. Þvl er þaö hagsmuna-
mál launamanna aö umfjöllun um þjóðfélagsmál sé
ekki meö þessum hætti. Meö tilkomu þessa nýja
Isfilm fyrirtækis, sem er alveg ótrúleg samsuöa
stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins sem öll eru
mjög ákveöið á hægri kantinum I stjórnmálum, þá
sér maöur aö þaö er hætta á hægrisinnaöri hringa-
myndun I fjölmiölun. Pólitlsk hringamyndun af
þessu tagi er hættuleg og út frá því sjónarmiöi er
náttúrlega æskilegt aö þaö skapist eitthvert mót-
vægi. Þaö er æskilegt fyrir lýöræðisþjóöfélagiö. I
Ijósi þessarar þróunar var fariö aö athuga mögu-
leika á útvarpi á vegum verkalýöshreyfingarinnar.
Ég veit ekki hvert framhaldið veröur en ég er sann-
færöur um aö þaö á aö byrja á grunninum, hljóö-
veri, kanna slðan hvort nauösyn er að koma sér
upp útsendingartækjum. Ef þessir risar fara hins
vegar I loftiö mun fólk sýna einhverja sjálfsbjargar-
viöleitni I þessu efni þvl það lætur ekki bjóöa sér
einhliöa áróöur.
Fréttir útvarps og sjónvarps hafa oft á tiöum ver-
iö mjög slappar, þaö hefur ekki verið rekin nægi-
lega krefjandi fréttamennska en þetta hefur þó ver-
iö aö breytast á slöustu árum. Samkeppni I fréttum
getur verið af hinu góöa, eins og samkeppni um
skemmtiefni, en hún þarf ekki aö fara saman viö
betra efni eöa betri vinnubrögö. Þaö er lika hægt
aö setja sturtuklefa I fréttir. Það er meira aö segja
ódýrast og auöveldast. Safaríkir fréttatimar, vel
unnir og krefjandi, eru hins vegar þaö sem fólk vill.
Þaö er vinsælasta útvarps- og sjónvarpsefni á Is-
landi."
— Nú stóö nokkur styr um ráðningu nýs frétta-
stjóra á sjónvarpiö. Þú sóttir ekki um?
„Nei."
— Hygguröu ekki á frama i starfi fyrst þú
hyggur ekki á frama I pólitík?
„Það er hægt að leita eftir frama I starfi meö svo
ólikum hætti.
Það hefur verið lenska að sjá frama f ein-
hverjum valdapýramfda og það eru til
hugtök sem mér eru afskaplega ógeð-
felld, yfirmaður og undirmaður. Ég vil
afnema þessi hugtök og allt sem að baki
þeim býr. Ég hef aldrei getað skilið að þó
fólk gegni einhverjum verkstjórnarstörf-
um þá felist i þvf meiri frami en ef fólk
gegnir einhverjum öðrum störfum i
framleiðslukeðjunni.
Ég tel að frami hvers og eins liggi i því aö rækja sitt
starf vel og farast það vel úr hendi. Þetta sífellda
pot upp einhvern valdapýramída er mjög bagalegt.
En það er allt gert til aö stuöla að þessu poti, bæði i
launakerfinu og I mannviröingum svokölluöum, en
þetta er á leiöinni út, þetta er úreltur hugsunarhátt-
ur. Þaö kemur til meö aö eima eftir af þessu næstu
árin, kannski áratugi, en svo er þetta búiö og þaö
er hluti af lýöræöisbyltingunni."
— Þú hefur stundum verið umdeildur frétta-
maður. I Aids-þættinum i nóvember siöastliönum
notaðir þú oröið hommi sem útvarpsráö hefur
bannaö. Af hverju ertu aö ögra útvarpsráði?
„Ég er ekki aö ögra neinum. Mér skilst aö
hommar vilji láta kalla sig homma og það er mér al-
veg nóg. Ég held aö útvarpsráö hafi fyrst og fremst
verið að tala um opinbert málfar Rikisútvarpsins i
auglýsingum þegar það bannaði orðið hommi, en
hvað einstakir fréttamenn gera hlýtur að vera á
þeirra eigin ábyrgð. Ef þeir eru að brjóta einhver
lög eða reglur þá verður bara aö sækja þá til saka."
— Hefurðu aldrei fundiö fyrir nálægö útvarps-
ráðs I þínu starfi?
„Jú, ég hef stundum gert þaö en aldrei þó svo
aö það hafi valdiö mér nokkrum erfiöleikum.
Útvarpsráö á aö gagnrýna og þaö er nauðsyn á
gagnrýni. En gagnrýnandinn þarf líka að vera
ábyrgur og oft hefur útvarpsráð gerst sekt um póli-
tíska sleggjudóma. Ég man hins vegar aldrei eftir
þvl aö meirihluti útvarpsráös hafi hvatt til atlögu
gegn spillingu eöa kvartaö yfir því aö rikisstjórn-
inni, sem skipaöi þennan meirihluta, væri ekki sýnt
nógu kröftugt aöhald. Ég hef meira aö segja
lúmskan grun um aö oft hafi meirihluta útvarps-
ráðs þótt prýöilegt aö fjallaö væri um gönguleiöir í
óbyggöum.”
— Hefuröu staöiö i skjóli tengdafööur þíns,
fyrrverandi útvarpsstjóra?
,,Eg held að öllum sem stóðu nærri Andrési
Björnssyni hafi þótt ágætt skjól af honum. Ég held
hins vegar að ég hafi aldrei notið þess umfram
aðra að vera tengdasonur hans I starfi hér innan
stofnunarinnar. Ég stend alveg fyllilega fyrir
mlnu."
— Hvernig myndir þú lýsa sjálfum þér? Hvern-
ig maöur ertu?
Löng þögn. Loks segir ögmundur: „Sko, svona
pólitískt þá hef ég nokkrar grundvallarhugsjónir.
16 Vikan 4. tbl.