Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 5

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 5
af Erlendi í Unuhúsi. ,,Erlendur var orðinn veikurr þegar Nína málaði þessa mynd af honum rúmliggj- andi," segir Halldór og það er hlýja og virðing i röddinni þegar hann talar um vin sinn og velgjörða- mann. arna eru lika Ijósmyndir af vinum og ætt- ingjum. ,,Þetta er Johannes Jörgensen, minn forni vinur, hér er Serkin, Jóhann Jónsson skáld og þetta er ég þriggja ára," segir Halldór hlæjandi og bendir á Ijósmynd af kringluleitum og brosandi snáða, uppábúnum i sparifötunum með blúndu- kraga. ,,Já og þetta eru Sigga og Duna og hér er Dunustrákur," segir hann og tekur upp af borðinu Ijósmynd af syni Guðnýjar dóttur sinnar. Þetta er fallegur og góður strákur, stoltið yfir nýjasta afa- barninu leynir sér ekki. Á öðrum veggjum herberg- isins hanga málverk eftir Svavar Guðnason og i einu horninu hangir gullfalleg litil mynd eftir fær- eyska skáldið Heinesen. Halldór er pípureykinga- maður. I enda herbergisins stendur forláta reyk- borð og beggja megin við það tveir djúpir og vold- ugir hægindastólar. Þessa stóla smiðaði Jón Magnússon, hann var gáfaður maður, mikill mublusmiður úr Þingvallasveit; hann orti Ijóð og gaf út margar Ijóðabækur. ,,Þetta borð," segir Halldór aðspurður um reykborðið, ,,já, þetta er mesta þarfamubla i húsinu. Það má reykja sér til óbóta við þetta borð. Það tekur hálfan mánuð að fylla öskubakkann," segir hann og bendir á stóra koparskál sem greypt er ofan i miðja reykborðs- plötuna. „Sést varla orðið falleg mýri" Ég spyr Halldór að því hvort það hafi alltaf veríð ætlun hans að flytjast aftur á æskuslóðirnar og hvort þau Auður hafi valið staðinn fyrir húsið sér- staklega. ,,Já, annars var það aldrei mikíl spurning fyrir mig að hafa fastan samastað þvi ég var alltaf á ferðalögum hér áður fyrr. En svo lokaðist ég hér inni í stríðinu og þegar við ákváðum að byggja hús kom aldrei annað til greina hjá mér en að vera hér. Eg fékk leyfi til að byggja hér i landi Laxness og staðinn valdi ég sérstaklega, hann tengist æsku minni, já og líka vegna útsýnisins. Áður var þetta allt rennislétt og falleg mýri þar sem vegurinn er en nú er þetta allt sundurgrafið af skurðum og nagað ofan i rót af hrossum búið að gemma það eins og litlu börnin segja. Það þótti nauðsynlegt að þurrka upp allar mýrar. Það sést varla orðið falleg mýri á islandi, bændur fóru með maskinur eins langt og þeir komust, jafnvel lengst upp á heiðar. Laxneslandið hefur veriö lagt i auðn af þessu framræslubrjálæði. Hestamenn úr Reykjavik þurrkuðu upp allar mýr- arnar og grófu allt þvers og kruss i skurðum, þar kemst enginn yfir nema fuglinn fljúgandi." En nú er Auður komin upp og talið berst að húsinu og byggingu þess. ,,Við undirrituðum samninga i júni 1945 og fluttum inn fyrir jól," segir Auður, ,,þá var allt tilbúið, þetta gekk ótrúlega hratt, þó fékkst bók- staflega ekki neitt á þessum timum og óskaplega erfitt að fá byggingarefni af öllu tagi. Smiðirnir fóru ut um allt land til að utvega sement, man ég vm, og það var til dæmis alveg útilokað að fá hrumiætis tæki en tókst gegnum kunningsskap. Ég man lika Séð inn í stofuna til blómagluggans. I sófan- um meðfram glugganum eru meðal annars púðar sem Auður hefur applíker- að með steinbitsroði. Horft inn eftir stofunni. i einu horninu stendur flygillinn. Á veggnum er veggteppi saumað af Hall- dóru móður Auðar. i glugganum hangir steind glermynd eftir Ninu Tryggvadóttur, sem varla nýtur sín sem skyldi þar sem dimmt var úti þegar myndin var tekin. Vikan4. tbl. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.