Vikan

Tölublað

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 8

Vikan - 23.01.1986, Blaðsíða 8
höfðu lánað hana á Kjarvalssynincjuna á Kjarvals stöðum. ..ömmusystir Halldórs, Guðrún i Melkoti, fékk hana í brúðargjöf og hún hefur fylgt fólkinu hans. Líklega hefur hún einhvern tima verið hærri en ver ið lækkuð. Græni liturinn er upprunalegur en gyll- ingin, sem liklega hefur verið á henni, er horfin." Á málmplötu, sem fest er við skifuna, má lesa nafnið James Cowan, nafn úrsmiðsins, svo hun er skosk, smíðuð i Edinborg í kringum 1700. Við vegginn andspænis klukkunni stendur stór eikarkista, ís- lensk smiði, járnslegin af föður Auðar, Sveini Guðmundssyni, en hann var listasmiður. Eftir hann eru lika veggljósin i anddyri og stofum. A veggnum yfir kistunni hangir málverk eftir Kristján Davíðsson. ,,Þetta er negri sem Kristján málaði í Ameriku, hann er ekki beint smáfriður, en ágæt mynd." Alla jafna hangir á þessum stað altaristafla eftir meistara Kjarval en taflan var að þessu sinni réít ókomin, þau Halldór og Auður Eikarkistan góða i anddyr inu er járnslegin af Sveini föður Auðar. Málverkið er eftir Kristján Daviðsson. Gúmmítré, pálmar og hawaiirósir Yfir dyrunum inn i stofuna hangir rúmfjöl frá árinu 1713 en þegar inn i stofuna er komið blasir við að því er virðist heilt gróðurhús inni i sjálfri stof- unni. ,,Þessi gluggi var teiknaður sem blómagluggi og upprunalega var glerveggur milli gluggans og stofunnar sem við létum taka niður. Það er ein af fáum breytingum sem við höfum gert hér." Gróskan I plöntunum hennar Auðar er hreint ótrúleg, stærðar burknar, gúmmitré, pálmar, hawaiirósir og blómstrandi jólakaktus loka úti dimman og kaldan vetrardaginn. Þegar Auður er spurð í hverju kúnstin sé falin brosir hún bara og segist eiginlega ekki gera neitt. ,,Eg læt blómin mikið til í friði á veturna, vökva lítið en færi þau til svona annað slagið vegna birt- unnar." Stofan er öll klædd viði, bæði veggir og loft, á gólfinu er parket en á öðrum gólfum í húsinu er korkur. I enda stofunnar stendur stór Steinway flygill. Halldór er pianistinn á heimilinu. ,,Hann spilar mikið,” segir Auður, ,,ég held ég megi segja á hverjum degi." Á veggnum hjá flyglinum hangir stórt og alveg einstaklega skemmtilegt veggteppi. Teppið er eftir Halldóru Jónsdóttur, móður Auðar. Halldóra var mikil hannyrðakona, hrein listakona á sínu sviði. „Mamma teiknaði upp munstrin á Þjóðminjasafninu. Ég .eit ekki hvað hún hefur saumað mörg svona veggteppi, ég gæti trúað að þau væru ekki færri en tuttugu. Munstrið á þessu teppi er að visu teiknað af Ingu Láru Lárusdóttur eftir íslensku teppi á safni I London. Steinbítsroð í stað spanish leather Við vegginn gegnt flyglinum er arinninn og hjá arninum eitt stykki leðurklædd útgáfa af ,,egg-stólnum" eftir Arne Jacobsen. Saman er þetta eins og punkturinn yfir i-ið, til að skapa það hlýlega og persónulega andrúmsloft sem hér rikir, reyndar ekki bara i þessari stofu heldur í öllu hús- inu. A öðrum vegg í stofunni hangir forkunnar- fallegt veggteppi sem Auður saumaði. ,,Eg teiknaði það upp þegar ég var i handíðaskólanum 1947. Eg vissi af þvi uppi á Þjóðminjasafni en Matthiasi þjóðminjaverði fannst það svo Ijótt að hann lokaði það niðri i kistu. Á þeim tíma fékk ég ekkert sem ég þurfti i teppið en ég hafði komist yfir nokkrar rúllur af steinbitsroði sem ég klippti niður og notaði i stað þess sem kallað var spanish leather og hefði með réttu átt að nota. Reyndar fékk ég ekki það sem ég þurfti i teppið fyrr en mörgum árum seinna.” ^»að er orðið áliðið og nýja gesti hefur borið að garði. Auður er aftur komin á stað að hella upp á könnuna. Þau hafa i ýmsu að snuast, Halldór og Auður. Við þökkum þeim hjónum góðar viðtökur, drifum okkur út i myrkrið og lúsumst i fyrsta og öðrum gir aftur i bæinn. 8 Vikan4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.