Vikan

Útgáva

Vikan - 23.01.1986, Síða 4

Vikan - 23.01.1986, Síða 4
^siðin frá Reykjavík til Þingvalla liggur um Mosfellsdal. Efst í dalnum stendur bærinn Laxnes. Hér eru æskustöðvar Hall- dórs Laxness og hér á hólnum austar og ofar, við gljúfrið i ánni Köldukvísl, völdu þau Auður og Halldór húsi sínu stað og gáfu því nafnið Gljúfrasteinn. Í fjörutíu ár hefur húsið við veg- inn verið sem mílusteinn á leið þeirra sem erindi eiga til Þing- valla. Fiestir vita að hér býr Halldór Laxness með fjölskyldu sinni. Þeir eru líka eflaust margir sem hafa velt því fyrir sér hvernig þar sé umhorfs innandyra; hvernig nóbelsskáldið okkar býr. Á Íslandi er það gömul og viðtekin hefð að þar sem byggt er í þjóðbraut ráði gestrisnin ríkjum. Þessi hefð er enn í fullu gildi hjá þeim Halldóri og Auði og okkar Vikumanna biðu hlýjar við- tökur þegar við litum inn hjá þeim hjónum núna rétt fyrir jól. \/eðrið var liklega eins leiðinlegt og það getur orðið á Islandi einn sunnudagseftirmiðdag rétt fyrir jól þegar ég renndi I hlað á Gljúfrasteini, kalsarok og rigning. Satt þest að segja gat ég ekki varist þeirri hugsun, meðan ég keyrði inn dalinn, að það væri nú mesta furða að nokkur skyldi vilja þúa í þessum kulda og rokrassi. En sem ég renni i hlað opnast útidyrnar og Auður stendur í dyrun- um. „Komdu blessuð, þetta er nú meira veðrið. Var ekki mikil hálka á veginum?" ,,Jú, dálitil," svara ég og læt þess að sjálfsögðu ógetið að ég hafi nú lúsast þetta í fyrsta og öðrum gír alla leið- ina. „Heyrðu, þú vildir tala við okkur bæöi," segir Auður. ,,Við skulum koma upp til Halldórs, þið getið þá spjallað saman á meðan ég bý til kaffi.” Gljúfrasteinn er tvílyft steinhús og kjallari undir. Á efri hæðinni eru auk vinnuherbergis Halldórs fjögur svefnherbergi og bað. Á neðri hæðinni eru for- stofa, gestasnyrting, hol, eldhús og stofur. Skrifpúlt Vinnuherbergi Halldórs er ekki sérlega stórt. Allir veggir herbergisins eru þaktir bókum, alls staðar eru bækur og blöð I stöflum. Hér inni rikir þetta sérstaka og róandi andrúmsloft sem svo gjarnan fylgir bókum. I horninu við gluggann stendur hátt skrifpúlt. ,,Jú, jú, ég stend við skriftir," segir Hall- dór þegar talið berst að vinnu hans. ,,Mér finnst vont að sitja í kút, það er lika óhollt, en hér hef ég svona háan stól. Hvað eru nú svona stólar kallaðir? Já, barstóll, alveg rétt, ég hef svona barstól sem ég tylli mér á af og til.” Á veggnum fyrir ofan skrit- púlt Halldórs hangir málverk Nínu Tryggvadóttur i enda stofunnar gegnt flyglinum er arinninn. Leðurstóllinn fyrir framan arininn er hinn frægi ,,egg-stóll” eftir danska arkitektinn Arne Jacob sen. 4 Vikan4. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.