Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1986, Blaðsíða 18

Vikan - 28.08.1986, Blaðsíða 18
.. .eins og hugmyndimar berist meó vindimun — spjallað við Vigdísi Grímsdóttur rithöf und í júnímánuði á þessu sumri var haldið Al- þjóðlegt kvenrithöfundaþing í Osló. Vigdís Grímsdóttir rithöfundur fór á þetta þing fyrir hönd okkar landsmanna. En auk hennar kom þar Kristín Bjarnadóttir frá Gautaborg og lásu þær stöllur meðal annars upp ljóð fyrir þing- gesti. Við sóttum Vigdísi heim á dögunum og báðum hana að vera svo vinsamlega að segja okkur frá því sem markvert gerðist á þinginu. Sem og skáldkonan gerði. Þetta þing var fyrst haldið í London fyrir tveimur árum. Það þing tókst mjög vel og því urðu til samtök með þessu sama nafni, Al- þjóðlegt kvenrithöfundaþing. í London var síðan ákveðið að halda þetta aftur að tveimur árum liðnum í Osló. Á þingið voru mættar konur hvaðanæva úr heiminum og ég held að þarna hafi verið eitthvað á bilinu fimm til sex þúsund manns. Þarna voru í gangi fyrirlestrar og upplestrar alla dagana, auk þess sem menn mönguðu með bækur og skiptust á þýðingar- rétti. - Hvað fannst þér koma merkilegt fram á þinginu? Konurnar frá þriðja heiminum voru mjög áberandi á þessu þingi. Þær fjölluðu um sínar bækur og menningu. Kúgunin er mjög sterkur þáttur í þeirra sögu enda eru þær flestar raun- sæishöfundar og vilja nota bókmenntirnar í frelsisbaráttu. Kúgun þeirra felst í því að mega ekki tala og skrifa. Og margar hverjar tóku sénsinn á að koma á þetta þing án þess að vita hvað um þær yrði eftir að heim væri komið. Það var alveg sama hvar maður bar niður, alls staðar var kúgun manneskjunnar númer eitt hjá þessum konum en ekki hara kúgun konunn- ar. Viðhorf þeirra eru allt önnur enda deildu þær á okkur og sögðu: Þið eruð að skrifa um eitthvað sem er ekki neitt. Athugandi það ekki að það þarf alls staðar að berjast gegn kúgun, hver sem hún er. Kúgunin birtist allt öðruvisi í hinum vestræna heimi, sem betur fer, því þetta fólk hefur ekki frið til að anda. Margar hverjar vildu ekki hlusta á eða taka þátt í umræðum um kvenna eitthvað. Kúgun þeirra er algjör og hvílir á þeim sem ekkert eiga. Þannig að þetta var ekki spurningin um að vera óham- ingjusamur í hjónabandi. Allt slíkt var bara fjarstæðukennt. Það var ekki laust við að manni liði stundum illa að þurfa að hlusta á konur frá Afríku eða Suður-Ameríku lesa sögur og fjalla um sín lífsviðhorf og hlusta síðan á amerískar millistéttarkonur sem komu á eftir og sögðu frá erfiðum eiginmönnum og óþekkum krökkum. En auðvitað er ekki rétt að bera þetta svona saman því kúgun stafar alltaf af óréttlæti og virðist alltaf taka jafnmikið og sárt á einstaklinginn. Það að hlusta á þessar konur gaf manni víðara samhengi í þessa til- veru og þó maður hafi í raun og veru ekki hlustað á neitt nýtt fékk maður staðfestingu á því sem maður vissi svolítið um. Þetta skýrði fyrir manni myndina af öllu helvítis óréttlæt- inu. - Eru bókmenntir þessara höfunda frá þriðja heiminum mikið seldar eða lesnar í hinum vest- ræna heimi? Þær veltu dálítið mikið fyrir sér spurningunni að selja sig til vestrænna forlaga, forlaga sem vilja ekki bara ráða hvað er borgað fyrir vör- una heldur líka um hvað hún er, um hvað sagan fjallar. Þær fundu mikið að því að það þýddi lítið að koma með sögu sem fjallaði til dæmis um indverskan millistéttarstrák sem hefði haft það eitthvað skítt. Því þá segir sá vestræni: Hvað, áttu ekki eitthvað um brúðarbrennur? Við viljum það en ekki þetta. Þær deildu líka á þetta stóra, vestræna kapítal sem öllu vill ráða og er með anga sína alls staðar. Og nefndu sem dæmi myndina um Gandhi. Fyrir Indverj- um, hvort sem þeir eru sikhar eða ekki, var sú mynd ekki neitt, bara prump og vitleysa. Og menn hafa haldið að þeir væru að opna augu fjölda fólks við að horfa á þessa Gandhi mynd. Hún er bara vestræn túlkun á Indlandi og vest- ræn túlkun á Indlandi er röng þannig að indversku höfundarnir og einnig þær suður- amerísku voru hálft í hvoru mikið á móti því að selja bækur sínar til vestrænna forlaga - eða til fyrsta heimsins eins og þær kölluðu hann - því þau vildu hreinlega ráða hvað þær gerðu. - Hefur þú lesið eitthvað eftir þessa kvenrit- höfunda frá þriðja heiminum? Já, ég hef lesið þónokkuð eftir að ég kom heim. Og ef ég á að flokka þetta eitthvað, eins og við gerum gjaman hér heima, þá myndi ég kalla þetta harð-raunsæissögur. í þessum sögum er að finna mjög skemmtilegar myndir og líking- ar vegna þess að þær spretta úr heimi sem er manni framandi. Ég las til dæmis bók eftir egypskan höfund, E1 Sadavi, sem er mjög þekkt í Egyptalandi og einnig dóttur hennar, Mónu Helmi, sem hefur setið í fangelsi fyrir skriftir sínar. Þessi bók, sem ég las eftir E1 Sadavi, fannst mér mjög góð. Hún er raunsæishöfundur en samt er svo einkennilegt með þetta raunsæi, það verður eins og ævintýri fyrir manni vegna þess að maður er í svo mikilli fj arlægð frá þessu, myndmálið er svo fjarrænt og langt frá. Jafnvel föstu og gömlu aðferðimar verða nýjar í með- forum þeirra en ekki skýrsla eins og gjam- Texti: Elín Bára Magnúsdóttir Myndir: tngótfur Eidjárn an vill loða við raunsæið. En hvað er að gerast í bókmenntafræðun- um, kom eitthvað nýtt fram á þessu þingi? Þær konur sem fjölluðu um bókmenntafræð- ina eða kvennabókmenntafræðina voru á svipaðri línu og er hér. Af því sem ég heyrði virðist öll umræða um bækur eftir konur vera mjög þróuð hér á landi og konur virðast hafa staðið sig afskaplega vel í því hér að kynna bækur eftir konur og koma þeim á framfæri. En það virtist sem sagt vera nákvæmlega það sama að gerast erlendis og hér. Sama munstrið; konan úti í hinu villta sem fær ekki samþykki inni í hinu græna eða gula eða hvað sem það nú er. Konan er kúguð og hún er í þjóðfélagi sem samþykkir hana ekki, hún fær stundum að vera með en ekki of mikið. Og bókmennta- stofnuninni er stjórnað af körlum. Þetta er sú lína sem er allsráðandi í þessum fræðum í dag. Ert þú eitthvað farin að vinna úr því sem þú innbyrtir á þinginu, fékkstu nýjar hug- myndir eða inspírasjón? Já, það er margt sem maður upplifði á þessu þingi og það tekur sennilega mörg ár að vinna úr því. Allt sem ég heyrði og sá á þessu þingi var nýtt fyrir mér og allt öðruvísi en hér heima. Og þetta breytir manni vissulega þó að maður viti ekki almennilega um það, geri sér ekki almennilega grein fyrir því. Maður fékk stað- festingu á mörgu sem maður hafði gert sér hugmyndir um og sjóndeildarhringurinn stækkaði. Margt af þeim ljóðum og sögum, sem ég heyrði, voru í sjálfu sér ekkert ólík því sem maður les hér heima. Mér finnst Ijóð og sögur góð ef þau breyta einhverri íhaldssamri hugsun minni og vísa mér einhverja aðra leið en ekki alltaf þá sömu. Eitthvað sem kveikir hjá manni nýja hugsun og góða. Og það var margt þarna á þinginu sem vissulega gerði það. Fannst þér vera eitthvert sameiginlegt ein- kenni á verkum höfundanna? Það voru margar konur, einkum frá Norður- löndunum, að fást við tímann, heimspekilegar vangaveltur um tímann sem allir menn hljóta eiWhvern tímann að velta fyrir sér. Til dæmis af\hverju.er það þannig að það er styttra síðan ég vjrfmrimtán ára og mér var gefið á kjaftinn heldur^en ég kláraði grautinn minn í gær? Tíminn er svo skrítinn. Það er kannski einna helst þetta sem mér fannst áberandi. Tíminn er svo andstæður manninum í dag, það er að segja nútíminn. Og hann er kannski að verða eins og einhvers konar guð, eitthvað sem fólk skilur ekki og fer þess vegna að pæla meira í. Tengist eitthvað af því sem þú upplifðir á þinginu því sem þú ert að gera núna? Já, ég er að skrifa skáldsögu sem byggir á sögulegum heimildum og gæti hafa gerst fyrir hundrað árum alveg eins og í dag. Tíminn kem- ur sem sagt inn í þetta. Það var nefnilega dálítið sniðugt að finna manneskjur þarna úti sem voru að gera alveg nákvæmlega það sama og maður sjálfur, hluti sem maður var byrjaður á og húinn að hugsa um í langan tíma. Það er eins og hugmyndirnar berist með vindinum, eins og eitthvað annað og meira sé til, eitthvað sem við ráðum ekki við og vitum ekki af. 18 VIKAN 35. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.