Vikan - 28.08.1986, Blaðsíða 14
sem útfyllt var og sent framleiðendum
til stimplunar. Allt átti að vera sem lík-
ast því að brúðan væri barn sem fundist
hefði í kálgarðinum.
Brúður þessar rokseldust í Bandaríkj-
unum og urðu fljótlega uppseldar í helstu
borgum. Fólk fór í hópferðir um langan
veg til annarra borga og ríkja þar sem
frést hafði að enn væru til brúður. Tugir
manna lögðu land undir fót upp í sveit
í Milwaukee þar sem því var trúað að
fleygja ætti brúðunum úr flugvél og
kaupendur gætu greitt með því að veifa
American Express krítarkortum sínum.
Delludótið er afsprengi nútímans.
Fyrsta fyrirbærið af þessu tagi, sem upp-
tök átti í Bandaríkjunum en barst þaðan
um heiminn, var frisbee - frisbídiskurinn
- árið 1957. Ari síðar var það húlahopp-
hringurinn sem tröllreið heimsbyggð-
inni. Annað er eins og diskur á hvolfi,
hitt plasthringur. Báðir þessir hlutir eru
dæmigerðir fyrir delludótið. Hugmyndin
er sáraeinföld, venjulega svo einföld að
allir hugsa með sér: „Af hverju datt mér
nú ekki þetta í hug?“ Uppfinningamenn-
irnir eru venjulega heldur ekki neinir
sprenglærðir verkfræðingar. Það var
smiður sem átti hugmyndina að frisbí-
diskinum og efnafræðingur sem bjó til
fyrsta súperboltann, skopparaboltann
sem allir þurftu að eignast hér árin
1965-66.
Það sem gerir gæfumuninn er að upp-
finningunni þarf að fylgja eftir. Upp-
finningamaðurinn þarf að hafa óbilandi
trú á fyrirbærinu og hann þarf að fá til
liðs við sig fjármálamenn og markaðs-
spekinga sem hafa það líka. Xavier
Roberts, hönnuður kálgarðsbrúðanna,
fékk með sér reyndan markaðsfræðing
sem skipulagði sölumálin. Hann réð til
að mynda barnasálfræðinga sem lýstu
ágætum vinalegra og einfaldra leikfanga
umfram þau rafvæddu og tölvustýrðu. A
örskömmum tíma fyrir jólin 1983 seldist
öll framleiðslan, 2,5 milljónir brúða, á
einu bretti, meira en nokkur önnur brúða
fyrr og síðar.
Gormurinn Slinky var fundinn upp
árið 1947. Hann varð fljótlega nokkuð
vinsæll en uppfinningamanninn skorti
þann óbilandi dugnað og hörku sem þarf
til að fylgja vinsældunum eftir. Hann
lagðist í drykkjuskap og ofsatrúarbrögð
og það var ekki fyrr en 15 árum síðar,
þegar eiginkona hans tók við stjórn fyr-
irtækisins og reif upp reksturinn, að
gormurinn tók að rokseljast á ný.
Ungverskur arkitektúrkennari hann-
aði töfrateninginn árið 1974 fyrir
nemendur sína að æfa sig á. Það var þó
ekki fyrr en sex árum síðar að banda-
rískt leikfangafyrirtæki sá sér hag í að
setja hann á markað og æðið greip um
sig. Trivial Pursuit spilið er nokkuð sem
til er á öðru hverju heimili á íslandi.
Hugmyndin að því er upprunnin í Banda-
ríkjunum. Það voru tveir bræður sem
áttu hana og það má segja að hún hafi
fullmótast á 45 mínútum eitt laugardags-
síðdegi yfir nokkrum bjórum og kross-
gátuspili. En það tók tvö löng og erfið
ár að finna framleiðanda sem sýndi þessu
áhuga. Það reyndi svo á taugar annars
bróðurins að hann fékk áfall vegna
streitu. Mörg þekkt fyrirtæki í Banda-
ríkjunum höfnuðu Trivial Pursuit en það
sem að lokum tók að sér framleiðsluna
þarf ekki að sjá eftir því. Árið 1984 seld-
ist Trivial Pursuit fyrir 750 milljónir
dollara eða um 30 milljarða íslenskra
króna. Spilið hefur nú verið gefið út á
28 tungumálum og arðurinn fer sívax-
andi.
Mest af þeim dellum, sem áður eru
nefndar, hefur borist til Islands, flestar
í vægari mynd. Islendingar eru þó öðru
hverju helteknir hliðstæðu kaupæði. Oft
er það í kringum „jólagjöfina í ár“, sam-
anber Trivial Pursuit fyrir jólin 1985.
Nokkrum árum áður var það hið maka-
lausa fyrirbæri fótanuddtæki sem allir
urðu að eignast. Þarna fannst loks eitt-
hvað sem enginn átti en allir fundu þörf
hjá sér fyrir - og síðast en ekki síst var
þetta dásamleg lausn á jólagjafavandan-
um. Þetta var hægt að gefa foreldrum,
öfum og ömmum og öllum þeim sem áttu
allt. Hver sendingin af annarri seldist
upp í verslunum og biðlistar urðu langir.
Árið eftir hafði hin fótfúna þjóð senni-
lega fengið bót meina sinna því salan á
fótanuddtækjum datt niður. Þannig er
það með nær öll þessi æði sem grípa
neytendur. Það rennur af þeim eftir
skamma hríð. í kjölfarið fylgir deyfðar-
tímabil sem þó er þrungið nokkurri
spennu eftir því hvað verði næst.
Æðin sem grípa um sig eru margs kon-
ar og á hinum ýmsu sviðum, í mat og
drykk, sælgæti, fatnaði og leiktækjum.
Venjulega líður ekki á löngu áður en
eitthvað nýtt grípur um sig meðal barna.
Fyrir um tveimur áratugum stóðu börn
í Reykjavík í biðröðum til að kaupa alla-
vega litar tyggjókúlur í sjoppunni.
Leikföng komast í tísku stutta Jiríð, eins
og allir foreldrar kannast við. I vor og
sumar voru það gissarnir, loðnu dýrin
úr kvikmyndinni Gremlins, sem allir
urðu að eignast. Stálpaðir krakkar, sem
fyrir löngu þóttust yfir það hafnir að
leika sér með bangsa og þvíumlíkt, linntu
ekki látum fyrr en þeir höfðu eignast
eitt gissa-skrípi. Fyrir nokkrum árum
urðu allir að eiga fígúrur úr Stjörnu-
stríðskvikmyndunum og svona má lengi
telja
Um allan heim situr fólk og brýtur
heilann í þeirri von að fá einhverja
snjalla hugmynd, hugmynd að nýrri
vöru, dóti eða vitleysu sem gengið gæti
í fjöldann og malað gull. í Bandaríkjun-
um og öðrum iðnríkjum eru heilu fyrir-
tækin starfandi í kringum hugmyndir af
þessu tagi. Margt er hugsað upp, fátt
eitt af því er sett í framleiðslu og aðeins
ein af hverjum milljón uppfmningum
slær í gegn.
(Byggt á tímaritinu Success, júní 1986.)
14 VIKAN 35. TBL