Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1986, Blaðsíða 56

Vikan - 28.08.1986, Blaðsíða 56
VIK A S T J Ö R N U S P Á SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 28. ÁGÚST - 3. SEPTEMBER HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Reyndu að láta af sjálfselskunni þótt það kosti nokkrar fórnir. Þér hættir til að gleyma að í kringum þig er fólk sem treystir þér og vænt- ir liðveislu þinnar. Gættu þess að eyða ekki um efni fram, að því kem- ur fyrr en þig grunar að þú þarft nauðsynlega á peningum að halda. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Ertu svolítið einmana? Þú þarft að læra að njóta einverunnar og bera þig eftir félagsskap þegar við á. Varastu að vorkenna sjálfum þér, það leiðir ævinlega til ills eins. Líttu í kringum þig og þú munt finna þann sem þarf á félagsskap þínum og uppörvun að halda. LJÓNIÐ 24. júlí-24. ágúst Þú verður í skapi til að gera ýmis- legt sem þú nennir ekki að öðru jöfnu og dugnaðurinn í þér gengur fram af fólkinu í kringum þig. Þú skalt heldur ekki reikna með að allir verði fúsir að fylgja þér eftir og svo lengi sem þú lætur það ekki ergja þig kemur það ekkert að sök. VOGIN 25. sept.-23. okt. Þér lánast fjárfestingar venju frem- ur vel í vikunni og sé eitthvað slíkt á döfinni hjá þér ættirðu að notfæra þér þennan byr. Þú getur jafnvel átt von á ágóða sem byggist á heppni eða slembilukku. Helgin verður ánægjuleg hvort sem þú kýst rólegheit eða ferð út á milli manna. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Þú verður önnum kafmn og hætt við að þú vanrækir það sem meira er um vert en að vinna sér inn pen- inga. Sannleikanum verður hver sárreiðastur en þú skalt reyna að taka ekki illa upp þegar þú verður minntur á þetta - þótt þú vitir upp á þig skömmina. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. Þú verður beðinn um viðvik sem sumum finnst aðeins smágreiði en er í þínum augum töluvert meira mál. Sínum augum lítur hver á silfr- ið og þú skalt útskýra þín sjónarmið til að komast hjá eftirmálum og misskilningi. Mismunandi skoðanir eiga fyllilega rétt á sér. NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Veikindi eða ófyrirsjáanlegir við- burðir setja strik í reikninginn hjá þér. Við þessu er ekkert að gera og sá kostur vænstur að taka því sem að höndum ber með þolinmæði. Eft- ir helgina breytist staðan og þá fer að hilla undir að þú getir látið gaml- an draum rætast. KRABBINN 22. júní-23. júlí Það verður líf og fjör í kringum þig og þú hefur tæplega tíma til að sinna daglegu amstri. Þú mátt þó til með að koma því nauðsynlegasta af og verður að meta hvað helst má sitja á hakanum. Þetta stúss kann að baka þér óvinsældir um skeið en það lagast fljótt. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Láttu ekki trúgirnina leiða þig í ógöngur. Þér verður sennilega lofað einhverju sem sá hinn sami hugsar sér ekki að standa við og því varleg- ast fyrir þig að treysta því mátulega. Þetta þarf ekki að koma að sök ef þú lætur krók koma á móti bragði og launar honum lambið gráa. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Maður, sem þú hefur þekkt lengi en haft fremur lítið samneyti við upp á síðkastið, kemur þér mjög á óvart og í ljós kemur að hann er ekki allur þar sem hann er séður. Þú verður í fyrstu í vafa um hvern- ig bregðast skuli við en heilbrigð skynsemi þín verður þér til bjargar. STEINGEITIN 22. des.-20. jan. Málin snúast heldur betur í hönd- unum á þér og til að byrja með veldur það þér gremju. Fljótlega kemstu að raun um að þú hagnast á breytingunum og losnar að auki við ýmislegt sem þú hafðir kviðið. Leitaðu ráða sértu í vafa um að þú standir rétt að málum. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Gamalt deilumál rifjast upp við endurfundi. Segðu sem minnst því að svo virðist sem ýmsum sé þetta ennþá viðkvæmt og heillavænleg- ast mun að láta kyrrt liggja. Staðhæfing stendur hvort sem er gegn staðhæfingu og tilgangslaust að karpa um löngu liðna atburði. Hjá meyjum er framundan tímabil meiri umbrota og sveiflna en þeim dæmigerðu fellur. Mjög er komið undir umhverfi og ýmsum ytri aðstæðum hversu til tekst við að standa af sér veðrin og sé allt í föstum skorðum fyrir má vera að lít- illa sem engra breytinga verði vart. í október er mikils um vert að gæta vel að fjárhagnum og skyldu meyjar forðast að taka á sig fjárhagsskuldbindingar í þeim mánuði. Með að- gæslu og sparsemi, sem meyjum er lagin, tekst þeim trúlega að varast ágjöf af þessu tagi þótt það kynni að standa í fólki úr öðrum stjörnumerkjum. Nóvember er aftur á móti hag- stæður mánuður og þá munu meyjar verða í essinu sínu. Hyggi þær á meiri háttar breytingar er síðari hluti þess mánaðar trúlega heppilegur timi til að láta til skarar skríða. Undir lok ársins fer að komast meira jafnvægi á hlutina og í janúar á næsta ári er ekki útlit fyrir annað en að friður og kyrrð ríki í kringum meyjar. 56 VI KAN 35. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.