Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1986, Blaðsíða 30

Vikan - 28.08.1986, Blaðsíða 30
TILKYNNING Tilkynning frá Golfklúbbi Suðurnesja Satt best að segja hélt maður að íþróttin gengi út á annað. En hvað meina þeir eiginlega? Á að þegja yfir því að barinn sé opinn eða er háreysti bönnuð jafnt á golfvellinum sem barn- um? Á maður kannski að þegja meðan tilkynningin er lesin? Vill ekki einhver útskýra málið? Til styrktar Kvennaathvarfi Einar og Björk úr Kuklinu tróðu upp ásamt fleirum í Roxzý á tónleikum til styrktar Kvennaathvarfi. Þar ríkti góð stemmn- ing og töluvert fé safnaðist. Þrátt fyrir það berst athvarfið í bökkum, opinberir styrkir hrökkva engan veginn til reksturs og peningagjafir eru fáar. Lokun blasir enn við ef ekkert verð- ur að gert. Gleymum ekki nauðsynlegu hlutverki athvarfsins í þjóðfélagi þar sem enn tíðkast að karlar misþyrmi konum sínum og börnum eða kúgi á annan hátt. Stöndum vörð um kvennaathvarfið, það lifi! Vængjaðursteinn Lóðin fyrir framan fyrirtækið Smith og Norland við Nóatún í Reykjavík vekur óneitanlega athygli vegfarenda. Fyrir framan húsið sjálft, sem reyndar er einnig mjög sér- stætt og fallegt, er lítill garður með grasi, hellulögn og gróðri. í garðinum er lítil tjörn með steinlögn umhverfis. Upp úr henni miðri gnæfir stór steinn og á steininum eru líkt og vængir. Sumum hefur dottið í hug að þetta ætti að sýna dýrshaus, elgshaus eða eitt- hvað slíkt, en svo er ekki. Tjörnin og steinninn eru verk Magnúsar Tómassonar mynd- listarmanns og nefnist verkið Vængjaður steinn og er tákn um óhilandi bjartsýni. Pétur Jónsson landslags- arkitekt teiknaði lóðina og hana vann Einar Þorgeirsson skrúðgarðyrkj umaður. Smith og Norland fengu nýlega verðlaun umhverfis- málaráðs Reykjavíkurborgar fyrir smekklegan frágang lóð- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.