Vikan

Eksemplar

Vikan - 28.08.1986, Side 30

Vikan - 28.08.1986, Side 30
TILKYNNING Tilkynning frá Golfklúbbi Suðurnesja Satt best að segja hélt maður að íþróttin gengi út á annað. En hvað meina þeir eiginlega? Á að þegja yfir því að barinn sé opinn eða er háreysti bönnuð jafnt á golfvellinum sem barn- um? Á maður kannski að þegja meðan tilkynningin er lesin? Vill ekki einhver útskýra málið? Til styrktar Kvennaathvarfi Einar og Björk úr Kuklinu tróðu upp ásamt fleirum í Roxzý á tónleikum til styrktar Kvennaathvarfi. Þar ríkti góð stemmn- ing og töluvert fé safnaðist. Þrátt fyrir það berst athvarfið í bökkum, opinberir styrkir hrökkva engan veginn til reksturs og peningagjafir eru fáar. Lokun blasir enn við ef ekkert verð- ur að gert. Gleymum ekki nauðsynlegu hlutverki athvarfsins í þjóðfélagi þar sem enn tíðkast að karlar misþyrmi konum sínum og börnum eða kúgi á annan hátt. Stöndum vörð um kvennaathvarfið, það lifi! Vængjaðursteinn Lóðin fyrir framan fyrirtækið Smith og Norland við Nóatún í Reykjavík vekur óneitanlega athygli vegfarenda. Fyrir framan húsið sjálft, sem reyndar er einnig mjög sér- stætt og fallegt, er lítill garður með grasi, hellulögn og gróðri. í garðinum er lítil tjörn með steinlögn umhverfis. Upp úr henni miðri gnæfir stór steinn og á steininum eru líkt og vængir. Sumum hefur dottið í hug að þetta ætti að sýna dýrshaus, elgshaus eða eitt- hvað slíkt, en svo er ekki. Tjörnin og steinninn eru verk Magnúsar Tómassonar mynd- listarmanns og nefnist verkið Vængjaður steinn og er tákn um óhilandi bjartsýni. Pétur Jónsson landslags- arkitekt teiknaði lóðina og hana vann Einar Þorgeirsson skrúðgarðyrkj umaður. Smith og Norland fengu nýlega verðlaun umhverfis- málaráðs Reykjavíkurborgar fyrir smekklegan frágang lóð- ar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.