Vikan


Vikan - 22.01.1987, Qupperneq 7

Vikan - 22.01.1987, Qupperneq 7
En byrjum á byrjuninni: Við Kristinn ljósmyndari mæltum okkur mót einn gráan og hvassan dag i byrjun nóv- ember og létum vindinn blása okkur í áttina að Royal Festival Hall tónleikahöllinni, en þar er oft ýmislegt skemmtilegt á seyði í and- dyrinu. Ef maður er til dæmis búinn að arka sig upp að hnjám í Oxfordstræti - galla upp bæði sjálfan sig, fjölskylduna, nágrannana og vini og ættingja nágrannanna - búinn að kaupa jólagjafir, sumargjafir, páskagjafir, fermingargjafir, búinn með peningana og bú- inn að fá nóg af öllu saman - þá mæli ég með degi á suðurbakka Thamesár, nánar til- tekið við Waterloo brúna, þar sem Royal Festival Hall, Þjóðleikhúsið, Hayward lista- safnið og National Film Theatre standa í þyrpingu og sjá gyðjum tónlistar, leiklistar, myndlistar og kvikmyndalistar fyrir húsa- skjóli. Þar er nefnilega hægt að ráfa um í rólegheitum, skoða útsýnið ef veður leyfir (en þarna blasa við ýmsar frægustu byggingar Lundúnaborgar, svo sem Big Ben, Westminst- er höllin, þar sem þingið hefur aðsetur, Sankti Páls dómkirkjan og fleira, bregða sér síðan inn fyrir dyr þegar manni er farið að kólna og sultur og þorsti farin að sverfa að, fá sér í svanginn og njóta ókeypis skemmtiatriða. Royal Festival Hall tónlistarhöllin var reist upp úr seinni heimsstyrjöldinni og var tekin í notkun árið 1951, en það ár var haldin há- tíð miki! um allt Bretland, The Festival of Britain, til að fagna því að styrjöldinni var lokið og til að beina hugum fólks fram á við. Land og þjóð voru illa farin eftir stríðið og hátíðinni var ætlað að hleypa nýjum krafti inn í stríðsþreyttar sálir og sýna umheiminum að Bretland væri ekki af baki dottið. Hátíðin var einmitt haldin þarna á suður- bakkanum en tónleikahöllin stendur eftir til minningar um hana. Sjálf höllin er á mörgum hæðum en hún hefur að geyma einn aðalsal þar sem allar helstu hljómsveitir Lundúna- borgar skiptast á um að halda tónleika, milli þess sem frægar hljómsveitir frá öðrum lönd- um koma í heimsókn og skemmta mönnum með ljúfum hljómum. Ennfremur eru í henni ótal hliðarsalir sem hægt er að leigja fyrir smærri samkomur, svo og barir, veitingastað- ir, minjagripa- og hljómplötubúðir og sýning- arsvæði, en þegar okkur bar að garði var einmitt í gangi myndlistarsýning á verkum barna á aldrinum fimm til sautján ára, sem Cadburys súkkulaðiverksmiðjan stóð fyrir. Fólk var farið að tínast að barnum enda komið að hádegi og hrollkaldur vindurinn úti fyrir gerði sitt til að þurrka í mönnum kverkarnar. Þama er boðið upp á ókeypis skemmtiatriði í hádeginu allt árið um kring og þennan dag var hljómsveit sem kallar sig Taxi Pata-Pata að skemmta, en hún er frá Afríku og sérhæfir sig í tónlist frá Zaire/ Kongó og ennfremur djassi frá öðrum Afríkulöndum. En sem dæmi um önnur skemmtiatriði, sem þarna eru á boðstólum, má nefna blásarakvintetta, balalaikatríó, flamencosýningu, saxófónkvartetta, strengja- tríó, þjóðdansa, djasshljómsveitir af ýmsu tagi, óperusöng, píanóleik (ýmist einhent, tví-, þrí- eða fjórhent), kontrabassakvartetta, Thames, Ijósum prýdd. Tom Northey, Martyn Walsh og ein fyrirsætan, Blaðamaður Vikunnar í London á tali við hönnuö almanaksins, Martyn Walsh. 4. TBL VIKAN 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.