Vikan - 22.01.1987, Page 8
söngkvartetta - ég gæti haldið svona áfram
en þá klára ég aldrei greinina svo að þetta
verður að duga í bili.
Ég verð nú að játa að músíkin, sem var á
boðstólum þennan daginn, hreif mig ekki
nema svona í meðallagi og Kristinn var á
sama máli og ég þannig að við ákváðum að
rölta um og taka myndir af því sem okkur
þætti skemnrtilegt. Og það var svo sannarlega
af nógu að taka - bæði manneskjur og mynd-
list sáu okkur fyrir nægu myndefni og meira
en það. Við vorum nú komin upp á eins kon-
ar svalir og höfðum ágætis útsýni yfir sviðið
og fólkið sem var að borða og hlusta og Krist-
inn kominn í essið sitt með myndavélina.
Allt i einu rak ég augun í tvær gullfallegar
kolsvartar stúlkur í svörtum, flegnum kjólum;
þær sátu við lítið borð og höfðu stóran klút
á milli sín, sem í var heil hrúga af stórgerðum
gullhúðuðum skartgripum. Þetta var sannar-
lega ekki eitthvað sem ber fyrir augu manns
daglega svo ég labbaði yfir til þeirra og spurði
hvort þær væru að fara að troða upp og hvort
við mættum taka myndir af þeim. Þá var tek-
ið í handlegginn á mér og mjög kurteis en
ákveðinn maður vildi fá að vita deili á mér.
Ég dró að sjálfsögðu upp blaðamannaskír-
teinið frá Vikunni og útskýrði málið, en ég
var ekki fyrr búin að sleppa orðinu en bros
færðist yfir andlit kurteisa mannsins - hann
kynnti sig sem starfsmann Pirelli almanaks-
ins, það ætti einmitt að fara að halda veislu
mikla með glæsilegri flugeldasýningu þetta
kvöld því nú væri almanakið að koma út og
svo bauð hann okkur að ganga inn í hliðar-
sal til að skoða herlegheitin.
Ef til vill er best að staldra við andartak
og segja nokkur orð um Pirelli almanakið.
Eins og flestir vita er ekki óalgengt að stórfyr-
irtæki gefi út almanök og sendi viðskiptavin-
um sínum enda ágætis auglýsing fyrir
fyrirtækið sem í hlut á. Þá skiptir að sjálf-
sögðu miklu að myndirnar á almanakinu og
hönnun þess sé upp á það besta til að menn
vilji hafa það uppi á vegg hjá sér í heilt ár
og finni hjá sér íöngun til að kíkja á það við
og við (og reki auðvitað augun í nafn fyrirtæk-
isins í leiðinni). Pirelli er eitt stærsta hjólbarða-
fyrirtækið í heiminum og mér er sagt að
almanökin sem það framleiðir beri af öðrum
slíkum eins og gull af eiri og endi jafnvel sem
safngripir. Almanakið er gefið út í 35.000-50.
000 eintökum og er aldrei selt heldur gefið
vinum og viðskiptamönnum fyrirtækisins.
Hins vegar má geta þess að Pirelli almanök
frá árunum 1964-1974 er hægt að selja fyrir
nokkur hundruð sterlingspund séu þau í góðu
ástandi og almanak frá því í fyrra, sem áritað
var af öllum þeim sem stóðu að framleiðslu
þess, seldist á uppboði, sem Rauði krossinn
hélt, fyrir hvorki meira né minna en 9.300
sterlingspund eða um 530.000 íslenskar krón-
ur.
Kurteisi maðurinn (en við vorum búin að
komast að því að hann hét Tonr Northey og
var yfirmaður almannatengsla Pirelli fyrirtæk-
isins) leiddi okkur nú inn í hliðarsal sem búið
var að skreyta með svörtum og gylltum silki-
tjöldum þannig að manni fannst eins og
maður væri að stíga inn í bedúínatjald. Satt
best að segja átti ég hálft í hvoru von á að
arabahöfðingi í fullum skrúða myndi geysast
inn á hverri stundu, bursta af sér sandinn og
heimta glas af úlfaldamjólk (eða hvað sem
þeir drekka nú þarna í eyðimörkinni). Það
eina sem eyðilagði áhrifin var að það var bar
í einu horninu en okkur var nú boðið upp á
drykk og svo var Kristni boðið að ljósmynda
eins og hann lysti (sem hann lét ekki segja sér
tvisvar) og ég var kynnt fyrir Martyn Walsh
en hann á heiðurinn af því að hanna almanök-
in. Og nú fékk ég loksins skýringu á bedúína-
tjaldinu en það er best að gefa Martyn Waish
orðið:
„Þegar ég tók við hönnun almanaksins
ákvað ég að láta hjólabarðamynstrið korna í
staðinn fyrir nafn fyrirtækisins og á hverju
ári gerum við það á mismunandi hátt. Fyrir
árið 1987 valdi ég afríska skartgripi, þeir eru
gerðir úr gullhúðuðu silfri og á þeim er upp-
hleypt hjólbarðamynstur en hjólbarðamynstr-
ið er ótrúlega líkt sumum afrískum mynstrum.
Við völdum svo að sjálfsögðu þeldökkar ljós-
myndafyrirsætur - fimm alls - en þær völdum
við úr þrjú hundruð stúlkum sem sóttu um
starfann. Ljósmyndarinn okkar þetta árið var
Terence Donovan. Okkur fannst þess vegna
vel við hæfi að halda veislu í bedúínatjaldi til
að halda upp á útgáfu almanaksins og öllurn
helstu iðnjöfrum Lundúnaborgar er boðið til
veislunnar, við eigum von á þrjú til fjögur
hundruð manns.
Við ætlum að sýna hér í kvöld kvikmynd
af því hvernig almanakið varð til og að henni
lokinni ætlunr við að draga tjöldin frá glugg-
unum og halda stórkostlega flugeldasýningu
hér fyrir utan. Eins og ég sagði áðan notfærum
við okkur hjólbarðamynstrið á ýmsan hátt;
eitt árið lét ég til dæmis ljósmynda stúlkurnar
á baðströnd með mynstrið stenslað á líkama
þeirra eins og um sundboli væri að ræða.
Næsta ár fékk ég fræga tískuhönnuði til að
búa til föt með hjólbarðamynstri á og mynd-
aði stúlkurnar í þeim - í ár fékk ég sumsé þá
hugmynd að nota eingöngu þeldökkar stúlkur
á almanakinu en það hefur enginn gert áður.
Þannig fæddist hugmyndin um afrísku skart-
gripina og ég sé ekki betur en hún hafi
heppnast mjög vel.“
Ég gat ekki annað en tekið undir með
Martyn Walsh því myndirnar voru alveg sér-
staklega fallegar og smekklega unnar. Hann
tjáði mér að lokum að 1987 almanakið væri
gefið út í 34.000 eintökum og ef einhver les-
andi þessarar greinar er svo heppinn að hafa
komist yfir eintak mæli ég með því að sá hinn
sami passi vel upp á það því hver veit nema
það verði orðið safngripur eftir nokkur ár og
virði þyngdar sinnar í silfri eða jafnvel gulli.
Við Kristinn þökkuðum kærlega fyrir okk-
ur og löbbuðum út í hvassviðrið, alsæl með
afrakstur dagsins. í lestinni á leiðinni heim
var ég að velta því fyrir mér hvort ekki mætti
kalla ljósmyndafyrirsætur fyrir dekkjafram-
leiðendur hjólkroppa ...
Pirelli hjólkroppur en ekki hjólkoppur.
8 VI KAN 4. TBL