Vikan


Vikan - 22.01.1987, Side 11

Vikan - 22.01.1987, Side 11
INÆSTUVIKU 24 Hafa árekstrar loftsteina eða hala- stjarna við jörðina reglulega orsakað fjöldahvarf líftegunda. Dr. Sverrir Ól- afsson segir okkur sitthvað um örlög risaeðla í ítarlegri g rein. 30 Guðlaug María Bjarnadóttir leikkona, sem lék hlutverk Bryndísar í sjón- varpsleikriti Nínu Bjarkar Árnadóttur, Líf til einhvers, er nafn Vikunnar. m: ... m •• 32 Valgeir Guðjónsson er í Vikustuði en stuðin hans eru orðin mörg og fjör- kippur í þeim öllum. Lesið þetta stuð, eigi síðar en strax. 44 Eyðni og ást. Þetta tvennt á erfiða samleið þó sumir reyni að tvinna það saman. 46 Huey Lewis byrjaði að spila á munn- hörpu á unglingsárunum. Hann hefur verið viðloðandi poppheiminn lengi og er dágóður rokkari. Meira um hannípoppinu. Helgi Friðjónsson var Ijósmyndari Vikunnar I nokkurn tíma. Nú hefur hann horfið á vit listagyðjunnar sem beið hans í Hollandi. Hann lét okkur eftiryetrarmyndiraf Reykjanesj. ALBERT GUÐMUNDSSON iðnaðarráðherra verður í Vikuviðtalinu í næstu Viku. Albert hefur löngum verið umdeildur maður enda víða komið við á leið sinni í ráðherrastól. Pólitískur ferill Alberts er ekki langur en stormasamur. Við ræð- um við Albert í næstu Viku um vindana sem blása í kringum hann í dag. RAUÐUR KJÓLL, smásaga eftir Oddnýju Björg- vinsdóttur, sú fyrsta sem birtist á prenti. Spjall við höfundinn fylgir. JACK NICHOLSON, bandaríski leikarinn, er ánægður með tilveruna, finnst að lánið hafi leik- ið við hann, öðru hvoru að minnsta kosti. Hann leikur oftast eiturharða jaxla sem ekkert bítur á. Við kynnumst manninum á baki við andlitið á hvíta tjaldinu í næstu Viku. MASAIAR eru þjóðflokkur í Afríku sem haldið hefur sínum sérkennum fram á þennan dag. Við bregðum upp mynd af samfélagi þeirra í næsta blaði.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.