Vikan


Vikan - 22.01.1987, Síða 14

Vikan - 22.01.1987, Síða 14
Ánægja næst aöeins með raunveruiegum markmiðum. Jóna er ung kona. Hún ætti, að því er virðist, að vera mjög hamingjusöm. Hún hefur fengið það sem hana langaði mest í lífinu. Hún er með manni sem er raun- veruleg ímynd draumaprinsins hennar og hún hefur fengið starf hjá stóru auglýsinga- fyrirtæki. Samt sem áður er hún afskaplega óánægð. Sá sem fylgist vel með henni sér fljótlega að hún er þjökuð. í raun og veru eiga hún og þessi stórkostlegi kærasti hennar ekkert sameiginlegt og auglýsingaþjónusta er ekki vinna sem hún vildi í alvöru að stunda. Hún sóttist eftir þessari vinnu vegna þeirrar þjóðfélagsstöðu sem hún hélt hún myndi veita sér. Jóna var ekki sérstaklega sköpuð til eins fremur en annars en hún myndi frekar deyja en að viðurkenna að henni liði betur ef hún ynni sem saumakona og væri á föstu með vini bróður síns, sem enn þann dag í dag skilur ekki hvers vegna hún hafnaði honum. Þegar Jóna lagði á ráðin um framtíðina ákvað hún að líf hennar ætti að verða öðru- vísi en annarra kvenna í íjölskyldu hennar. Hún vildi stjórna heiminum, án þess að gera sér grein fyrir að það sem myndi gera hana hamingjusama var eitthvað allt annað en það sem hún ætlaði sér. Þar til hún ger- ir sér grein fyrir þessu verður hún óánægð. Upphaf óánægju getur verið það að von- ir manna eru vaktar, ýmist af þeim sjálfum eða öðrum. Ef mann dreymir um eitthvað sem er ómögulegt og reynir að ná því er sjálfgefið að það myndast óánægja. Ef maður berst fyrir að ná markmiði sem er ekki raunverulegt, það er að segja er ekki það sem mann langar í raun og veru, nagar óánægjan. Meðal þeirra mistaka, sem Ieitt geta til óánægju, er að rugla saman löngun- um og nauðsyn. Sumt fólk skammast sín fyrir að hafa „hógværa“ drauma. Það er hrætt við að verða ásakað fyrir meðalmennsku. Þess vegna setur það markmið sín á hæsta fjalls- tind og verður svo óánægt þegar það nær þeim ekki. Önnur „örugg aðferð" til að verða óá- nægður er að breyta lífi sínu í stöðuga áskorun. Margir segja við sjálfa sig: „Mark- mið mitt er að reyna að fá allt sem ég get ekki öðlast. Og ég mun fórna öllu í þeim tilgangi." Þegar öllum þessum tilbúnu markmiðum er náð hugsar fólk: „Hvað nú? Þetta hefur ekki gefið mér neina ánægju því þetta var ekki það sem mig langaði raunverulega til. Mig langaði bara að ná markmiðinu.“ Og fólk sem gerir sér ekki grein fyrir þessu er auðvitaðjafnóánægt. Þegar talað er um óánægju er auðvitað ekki hægt að taka fram einhvern mæli- kvarða. Það er ekki hægt að fullyrða að ein tegund sé betri en önnur. En það eru til ákveðnar tegundir sem er erfiðara að fást við en aðrar. Ein sú versta að þessu leyti er hin „aðgerðalausa" óánægja og henni fylgir oft mikill leiði. Þeir sem þjást af henni hafa gefist upp áðuren þeir byrja. Flestir greina ekki ástæðuna fyrirjwí að þeir ná ekki markmiðum sínum. Astæðan er sú að þeir reyna raunverulega ekki. Þeir hafa lítið sjálfstraust og skortir ákveðni. Þeir kvarta, eru óhamingjusamir og kenna óheppni um. Það er öllum fyrir bestu að viðurkenna takmörk sín. En það gerirþetta fólk ekki. Það gefst upp. Við erum öll óánægð að einhverju leyti, á einhverjum sviðum, vegna þess að það er ekki hægt að ná árangri í öllu. En þetta er óskylt því að hafa alvöru markmið í líf- inu. Þegar þau nást ekki myndast eðlilega einnig óánægja. Hún er raunveruleg og þess vegna verður að meta hana á „per- sónulegum“ grundvelli. Maður verður að vera viss um að þörfin sé komin innan frá en stjórnist ekki af einhverri tískusveiflu eða þeirri löngun að vera betri en aðrir. Þegar einstaklingur uppgötvar það sem er honum fyrir bestu er hann tilbúinn til að berjast fyrir alvöru. Hann getur gefið það besta í sjálfum sér og það skiptir máli. Ef það tekst er það gott. Ef það tekst ekki hefur hann að minnsta kosti komist nær, eins nálægt og kraftar hans leyfðu. 14 VIKAN 4. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.