Vikan - 22.01.1987, Qupperneq 19
I
10. þáttur
stöður fjölmargra kannana á högum aldraðra víða
um land. Leggja þarf meiri áherslu á uppbyggingu
heimaþjónustu fyrir aldraða, sem er úrrasði sem
gerir gömlum kleift að lifa eðlilegu heimilislífi sem
lengst.
Þá þarf og að leita leiða til að virkja þann
mikla og sívaxandi mannauð sem býr í ellilífeyris-
þegum. Komandi kynslóðir munu væntanlega
verða heilsufarslega betur á sig komnar þegar að
eftirlaunaldri kemur heldur en fyrri kynslóðir.
Nauðsynlegt er að nýta þennan mannauð á sem
fjölbreyttíistan hátt, bæði í þágu annarra aldr-
aðra, sem búa við lakari heilsu, og ef til vill ekki
siður í þágu yngri kynslóða. Þannig má ijúfa víta-
hring einangrunar og einsemdar og um leið auka
þátttöku hinna öldnu í samfélaginu. Sömuleiðis
gæfist hinum öldruðu þannig tækifæri til að nýta
þekkingu sína, kunnáttu og reynslu og loks gæti
starfsemi af þessu tagi tryggt betri skilning og
samskipti milli kynslóða um leið og vitneskja, sem
eldri kynslóðir búa yfir, flyst yfir til þeirra yngri
í stað þess að glatast.
í undanfömum Vikum hefur verið fjallað um
málefni aldraðra á íslandi frá ýmsum hliðum. í
þessum síðasta þætti er ekki úr vegi að draga
saman helstu atriði sem um hefur verið fjaliað.
Lög um málefni
aldyaóra
Við gildistöku laga um málefni aldraðra vom
mörkuð tímamót í skipulagi og þróun öldrunar-
mála á íslandi. Margt af því sem áunnist hefur í
málaflokknum á undanfömum árum má tvímæla-
laust þakka ákvæðum laganna. Engu að síður
orkar lagasetning af þessu tagi ætíð tvímælis.
Skiptar skoðanir em um réttmæti þess að skipa
fólki á bása með þessum hætti. Staðreyndin er
hins vegar sú að öðmvísi virðist ekki kleift að
lyfta þjónustu við ýmsa þjóðfélagshópa, sem
standa höllum fæti, á það stig sem viðunandi má
telja.
Lögum um málefni aldraðra er fyrst og fremst
ætlað að efla þjónustu við aldraða þar sem hún
er þegar fyrir hendi og ýta slíkri þjónustu úr vör
þar sem þessum málaflokki hefur lítt eða ekki
verið sinnt. Lögin ganga sjálfkrafa úr gildi við lok
ársins 1987 hafi þau ekki verið endurskoðuð og
framlengd fyrir þann tíma.
Á síðustu tíu árum hefur verið geysilegur kraft-
ur í uppbyggingu húsnæðis fyrir aldraða. Víða
um land hafa risið íbúðir fyrir aldraða og aðrar
em í smíðum eða á undirbúningsstigi. Dvalar-
heimilisrými hefur að minnsta kosti tvöfaldast á
síðasta áratug. Sama er að segja um hjúkmnar-
rými.
í byggingarmálum urðu þáttaskil árið 1981 er
Framkvæmdasjóður aldraðra var stofnaður með
lögum. Tilgangurinn með stofnun sjóðsins var að
stuðla að byggingu húsnæðis og dvalarstofnana
fyrir aldraða. Frá stofnun Framkvæmdasjóðs
aldraðra árið 1981 og til þessa hefur verið úthlut-
að um það bil 450 milljónum króna (á janúarverð-
lagi 1986) úr sjóðnum til framkvætnda víðs vegar
um landið.
Sérstaka athygli vekur að ör uppbygging í hús-
næðismálum aldraðra á undanfömum árum hefur
ekki verið einskorðuð við Reykjavíkursvæðið.
Sveitarstjómarmönnum hefur orðið ljóst mikil-
vægi þess að gera öldruðum kleift að eyða
ævikvöldinu á öldrunarstofnun í heimabyggð
sinni. Tilkoma Framkvæmdasjóðs aldraðra ýtti
enn frekar undir þessa þróun. Er nú svo komið að
í allflestum þorpum, kaupstöðum og kauptúnum
er risin stofnun fyrir aldraða.
Þvi hefur oftlega verið haldið fram að veruleg-
ur skortur sé á vistrými fyrir aldraða á íslandi. Á
landinu öllu em um það bil 1100 rými fyrir aldr-
aða í íbúðum, bæði þjónustuíbúðum og vemduð-
um þjónustuíbúðum. Á dvalarheimilum em
liðlega 1400 rými og hjúkrunarrými fyrir aldraða
era um 1500.
Samanburður á fyrirliggjandi vistrými fyrir aldr-
aða á íslandi og ýmsum erlendum stöðlum um
vistrými fyrir aldraða sýnir að á heildina litið
standa íslendingar framar ýmsum nágrannaþjóð-
um hvað varðar vistrými fyrir aldraða. Þessi
staðreynd er mjög athyglisverð, ekki síst í ljósi
þess að ítrekað er því haldið fram að verulegur
skortur sé á vistrými á öldrunarstofnunum á Is-
landi.
Skýringa á þessari fullyrðingu er að hluta til
að leita í þeirri staðreynd að heimaþjónusta er
frumstæð hér á landi. Þar af leiðir að eftirspum
eftir nassta þjónustustigi, stofnanadvöl, verður
þeim mun meiri.
Þegar rætt er um húsnæði fyrir aldraða verður
að hafa í huga að margar af þeim stofnunum,
sem nú era reknar sem öldrunarstofnanir, þurfa
á verulegum endurbótum að halda til að uppfýlla
kröfur framtíðarinnar. Sú kynslóð, sem um þessar
mundir býr á dvalarheimilunum, hefur aldrei gert
kröfur til annarra en sjálfrar sín. Ólíklegt er að
komandi kynslóðir muni sætta sig við þann að-
búnað sem boðið er upp á á hinum eldri dvalar-
heimilum.
Öll sveitarfelög í þéttbýli bjóða öldruðum upp
á einhvers konar þjónustu, bæði innan og utan
heimilis. Sama gildir um einstaka sveitarfélög í
dreifbýli. Lausleg athugun hefur leitt i ljós að rúm-
lega áttatíu af hundraði fólks eldra en 65 ára býr
i sveitarfélögum þar sem völ er heimilishjálpar.
Umfang þessarar þjónustu er hins vegar mjög
mismunandi. Stundum er eingöngu um heimilis-
hjálp að ræða, það er aðstoð við heimilisstörf.
Sum sveitarfélög, sérstaklega hin fjölmennari,
bjóða hins vegar upp á mikla fjölbreytni, svo sem
heimsendingu matar, aðstoð við garðhirðu og
snjómokstur, felagsstarf og dagvist auk flutnings-
þjónustu. Raunar fer fjölbreytnin vaxandi ár frá
ári. Jafnframt fer sífjölgandi þeim sveitarfélögum
sem bjóða öldraðum upp á þjónustu af þessu
tagi. Or uppbygging heilsugæslustöðva úti á landi
á undanfömum áratug hefur tryggt að heima-
hjúkrun er nær alls staðar í boði þar sem slíkrar
þjónustu er þörf, hvort sem er í dreifbýli eða þétt-
býli.
Þjónusta við aldraða verður að mynda eina
samfellda keðju. Engin keðja er sterkari en veik-
asti hlekkurinn. Ef einn hlekkurinn er veikur eykst
þrýstingurinn á aðra hlekki keðjunnar. Biðlistar
eftir vistrými endurspegla að þjónustukeðjan við
aldraða er brotgjöm. Einn hlekkurinn, heimaþjón-
ustan, er ekki eins öflugur og æskilegt væri.
Vandann ber því að leysa með þvi að efla heima-
þjónustuna frekar en að ráðast í fjárfrekar
byggingarframkvæmdir á húsnæði fyrir aldraða.
Ltgar búið er að leysa vanda þeirra gamalmenna,
sem era á biðlistum og þurfa ekki annarrar þjón-
ustu við en heimaþjónustu, er hægt að meta
biðlistana á raunhæfan hátt og sjá hver hin raun-
verulega þörf er fyrir nýjar öldrunarstofnanir.
Kostnaður við dvöl á öldrunarstofnunum er
grdddur af hinu opinbera. Skattgreiðendur eiga
kröfu á því að þessir fjármunir séu nýttir á sem
hagkvæmastan hátt í þágu þeirra sem mesta þörf
hafa fyrir dvöl í húsnæði fyrir aldraða.
Húsnæðismál aJdraðra
og þjónusta við
aldraða í heimaJtúsum
Húsnæði við hæft er snar þáttur í velferð aldr-
aðra. Heimilin era ekki lengur öldraðum það
skjól sem áður. Þessar breyttu þjóðfélagsaðstæður
hafa kallað á vistunaraðstöðu við hæfi fyrir gamal-
rnenni sem ekki geta hugsað um sig sjálf.
Texti:
Dögg Pálsdóttir
lögfræðingur
EUin, viðfangsefhi
nútímaþjóðfélags
Mikil og ör þróun hefur verið undanfarin ár á
íslandi í málefnum sem lúta að hagsmunum aldr-
aðra. Við skipulag þessa málaflokks hefur verið
leitast við að hafa í huga að aldraðir era ekki
allir steyptir í sama mót.
Það er órækur mælikvarði á samfélag hvemig
það reynist öldraðum þegnum sínum.
4. TBL VIKAN 19