Vikan


Vikan - 22.01.1987, Side 23

Vikan - 22.01.1987, Side 23
Qub Paraáse Robin Williams hefur hingað til ekki slegið almennilega í gegn í kvikmyndum. Hann gerir nú enn eina tilraun. Club Paradise er rómantísk gamanmynd er gerist í suðurhöfum. Meðleikari hans, sem sést hér á myndinni með honum, er engin önnur en Twiggy. TheFouríh Protocol Kvikmyndir eftir bókum spennu- höfúndarins Fredericks Forsyth hafa yfirleitt verið kærkomnar unnendum spennumynda. The Fourth Protocol er sú síðasta í röðinni. Aðalhlutverkið leikur Pierce Brosnan sem var vist mjög nálægt því að hreppa James Bond hlutverkið í fyrra. Aðrir leikarar eru Michael Caine og Joanna Cassidy. Myndbönd w J8yW 'v' THE GOODBYE GIRL ★★★ Leikstjóri: Herbert Ross. Aöalleikarar: Richard Dreyfuss, Marsha Mason og Quinn Cummings. Sýningartími: 110 mín. - Utgefandi: Tefli hf. The Goodbye Girl er bráðskemmtileg gamanmynd er fjallar um sambúð tveggja listamanna sem utanaðkomandi aðstæður neyða til að búa saman. Marsha Mason leikur dansara. Leikarinn, sem hún bjó með, hefur yfirgef- ið hana og ekki nóg með það, hann hefur leigt öðrum leikara, er Richard Dreyfuss leikur, íbúðina þeirra. Eins og gefur að skilja er leikarinn ekkert velkominn gestur, sérstaklega vegna þess að hann er leikari. En smátt og smátt lagast sambúðin og á dóttir dansarans ekki lítinn þátt í því. Handrit- ið, sem gert er eftir leikriti Neil Simon, er eins og skapað fyrir tvo góða leikara og svo sannarlega standa þau Mason og Dreyfuss sig í stykkinu. Nefna má að Dreyfuss fékk óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í þessari mynd 1978. SCRUPLES ★★ Leikstjóri: Alan J. Levy. Aðaileikarar: Lindsey Wagner, Barry Bostwick og Marie-France Pisier. Sýningartími: 270 min. (3 spólur). - Utgefandi: Tefli hf. Scruples er þriðja míniserían sem gerð er eftir skáldsögu eftir metsöluhöf- undinn Judith Krantz. Hinar fyrri voru Mistrals Daughter og Princess Daisy og hafa þær notið mikilla vinsælda á myndbandaleigum. Scruples ætti ekki að valda aðdáendum Krantz vonbrigðum, þótt persónusköpun sé nokkuð ábótavant. Myndin fjallar um unga stúlku sem brýst úr fátækt til mikilla valda í viðskiptaheiminum. Ekki spillir ríkur eiginmaður fyrir henni en hann deyr þó fljótlega. Margir koma við sögu í lífi hennar, gott fólk sem slæmt eins og vera ber, en allt fær þó farsælan endi að lokum. Það er Lindsey Wagner er leikur aðalhlutverkið og er hún eiginlega eini leikar- inn sem sýnireinhverja hæfileika til leiks. Það ætti samt ekki að hindra áhorfendur í að hafa gaman af, sérstaklega hafi þeir hrifist af fyrri afrekum Judith Krantz. TOPAZ ★★ Leikstjóri: Alfred Hitchcock. Aðalleikarar: Frederick Stafford, John Forsythe og Dany Robin. Sýningartími: 124 mín. - Útgefandi: Laugarásbíó. Það eru ekki margar senur í Topaz er minna okkur á að leikstjóri mynd- arinnar er enginn annar en Alfred Hitchcock. Myndin er frekar daufur njósnaþriller sem byggður er á sönnum atburðum skrifuðum af Leon U ris. Bókin vakti mikla athygli á sínum tíma en þar er fjallað um mikinn leka í frönsku leyniþjónustunni og svo uppljóstranir í hinni margfrægu Kúbu- deilu. Þetta hefði átt að vera kjörið verkefni fyrir meistara spennumyndanna en honum geta eins og öðrum verið mislagðar hendur og Topaz verður því að teljast til minni háttar verka hans. Ekki þar fyrir að myndin sé neitt leiðinleg. Hún er að vísu í rólegra lagi til að byrja með en tekur vel við sér þegar farið er að reyna að komast að því hverjir eru njósnarar innan frönsku leyniþjónustunnar. Þar koma í ljós hæfileikar Hitchcocks til að magna spennu. Síst tekst honum upp í þeim atriðum sem látin eru gerast á Kúbu. POLICE ACADEMY 3 ★ Leikstjóri: Jerry Paris. Aðalleikarar: Steve Guttenberg, Bubba Smith og David Graf. Sýningartími: 80 min. - Útgefandi: Tefli hf. Fyrsta myndin um lögregluskólann var mjög fyndin gamanmynd en strax í annarri myndinni kom í ljós að nýjar hugmyndir í sambandi við hina nýútskrifuðu lögreglumenn voru vandfundnar. Þess vegna er brugðið á það ráð í þriðju myndinni að hverfa aftur á skólabekkinn. En nýjar hugmyndir eru einnig vandfundnar þar. Munurinn er aðeins sá að fyrrverandi nemend- ur eru orðnir kennarar og við það dettur allur botn úr myndinni. Engin leið er að gera mun á kennurum og nemendum og er maður í vafa um hvor hópurinn er heimskari. Nýju nemendurnir eru í heild leiðinlegur hópur lít- illa gamanleikara. Að vísu er reynt að krydda myndina með einvigi milli tveggja lögregluskóla en það fer fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfandan- um. Police Academy 3 hlýtur því að vera endahnúturinn á þessari myndasyrpu sem hófst svo vel en endar í algjöru hugmyndaleysi. ALFRED HITCIICOCKS ! TOPAZ! 4. TBL VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.