Vikan - 22.01.1987, Side 28
til hæggengra umhverfisbreytinga. Ef risastór loft-
steinn hefur skollið á jörðinni gæti verið að
áreksturinn hafi einungis leitt til lykta þróun sem
þegar var í fullum gangi.
Sú staðreynd er einnig alvarleg að ákveðin sjáv-
arlög, sem eru rík af iridíum og osmíum, hafi
þykkt sem svarar til mjög langs tíma. Hin nánu
tímatengsl á milli þessara laga og róttækra breyt-
inga á lífríki jarðarinnar eru því ekki jafnaugljós
og gert er ráð fyrir í Alvarez tilgátunni.
Með þessu er gagnrýnin á loftsteinakenninguna
engan veginn upp talin. Nýlega skýrði Robert
E. Sloan, sem starfar við háskólann í Minnesota,
frá athugunum sem hann hefur gert á leifum risa-
eðla sem fundist hafa í setlögum árfarvega í
Montana, Alberta og Wyoming. Hann telur að
niðurstöður sínar bendi eindregið til þess að risa-
eðlur hafi lifað í að minnsta kosti 40 þúsund ár
eftir að árekstur sá sem gert er ráð fyrir i loftsteins-
kenningunni átti sér stað. Sloan hefur fundið sjö
tennur úr risaeðlum í setlögum sem liggja í allt
að því 1,3 metra hæð yfir kolalögum þeim sem
marka lok krítartímabilsins. Setlög þessi geyma
einnig ýmis bein spendýra og blómafræ frá upp-
hafi palesóntímabilsins, en það er fyrsti hluti
tertíertímabilsins sem tekur við af krítartímabilinu.
Ýmsir, þar með talinn David E. Fastovsky við
háskólann í Wisconsin, eru vantrúaðir á að álykt-
anir Sloans geti verið réttar. Fastovsky telur að
ekki sé mögulegt að aldursgreina tennumar sjö
með þeirri nákvæmni sem Sloan nefnir. Hann
telur líklegra að tennumar séu úr dýrum sem fall-
ið hafa í lok krítartímabilsins en hafi síðan borist
með vatni til þeirra staða sem þær fundust á. Slo-
an bendir hins vegar á að lítið slit tannanna bendi
til þess að þær hafi ekki skolast með vatni úr
setlögum mynduðum á krítartíma.
Upphaflega var það ætlunin með loftsteina-
kenningunni að skýra aldauða risaeðla og annarra
tegunda lífvera í lok krítartímabilsins. Kenning-
unni var engan veginn ætlað að gefa almenna
skýringu á þvi hvemig skyndilegt fjöldahvarf teg-
unda á sér stað, en jarðsagan geymir mörg dærni
um slíkt. Hamfarakenndur og umfangsmikill al-
dauði tegunda og stofna er vissulega annars eðlis
en hæggengt hvarf þeirra sem afleiðing lélegrar
aðlögunar. Skýring á því síðamefnda er gefin í
þróunarkenningunni en lítið sem ekkert sagt um
það fyrmefnda. Er engu að síður hugsanlegt að
almenn regla liggi að baki þeim fjöldahvörfum
sem jarðsagan geymir? Fyrir um það bil þremur
ámm vom leidd að því sterk rök að svo sé.
Það var árið 1983 að steingervingafræðingamir
David Raup og John Sepkoski, sem starfa við
háskólann í Chicago, settu fram nýja tilgátu um
eðli reglubundins og síendurtekins fjöldahvarfs
mikils fjölda líftegunda á síðastliðnum 250 milljón
ámm. Hugmyndir þeirra em byggðar á tölfræði-
legum athugunum á dreifmgu steinmnninna leifa
ýmissa sjávardýraflokka, en þeir telja sig hafa
fundið reglubundið fjöldahvarf á 26 milljón ára
fresti. Þeir félagar telja útilokað að orsakir þessar-
ar reglu geti verið jarðnesks eðlis. Hugmynd þeirra
hefur haft hvetjandi áhrif á ýmsa stjamfræðinga
sem sett hafa fram nokkrar tilgátur til hugsanlegr-
ar skýringar á málinu.
Michael Rampino og Richard Stothers við
Goddard Institute for Space Studies í New York
og Richard Schwartz og Philip James við háskól-
ann í Missouri settu fram eina tilgátu. Þeir gera
ráð fyrir því að reglubundin þverhreyfing sólkerfis-
ins í gegnum meginflöt vetrarbrautarinnar sé orsök
síendurtekins fjöldadauða líftegunda sem komi til
þegar jörðin (sem fylgir sólinni!) ferðast í gegnum
geimryk á milli stjamanna eða jafnvel belti loft-
steina. Hringtíðni þessarar hreyfmgar er 60 milljón
ár og þvi fer sólkerfi okkar í gegnum nriðflot
vetrarbrautarinnar á 30 milljón ára fresti, sem er
i sæmilegu samræmi við þá 26 milljón ára tíðni
sem Raup og Sepkoski fundu. Helstu vankantar
þessarar tilgátu er sú staðreynd að sem stendur
er sólkerfið að fara í gegnum miðflöt vetrarbraut-
arinnar, þar sem þéttleiki geimryks og loftsteina
er mestur, en ekki er von á næsta fjöldahvarfi
fyrr en eftir 15 milljón ár! Flestir em því vantníað-
ir á að þessi hugmynd geti verið rétt.
í annarri hugmynd er gert ráð fyrir tilvist stjömu
sem fer á 26 milljón ára fresti eftir sporöskjulag-
aðri braut umhverfis sólina. Þegar stjama þessi
er næst sólinni hefur þyngdarsvið hennar áhrif á
nálægar halastjömur og getur stýrt þeim í átt að
reikistjömum sólarinnar. Nokkrar halastjamanna
munu rekast á jörðina og leiða til rykmyndunar
í lofthjúp hennar svipað því og lýst var hér að
framan.
Helsta vandamálið við þessa tilgátu er að engum
hefur tekist að finna þessa stjömu þó að nokkuð
hafi verið leitað að henni. Eins er engan veginn
augljóst að halastjömur geti leitt til myndunar
jafniridíum- og osmíumríkra jarðlaga og loftstein-
ar.
Enn sem komið er hefur ekki tekist að gefa
fullnægjandi skýringu á því hver örlög risaeðlanna
vom og óvist að nokkum tíma finnist svar við
þeirri spumingu. Ef risaeðlumar hafa tekið leynd-
ardóma örlaga sinna með sér í gröfina munu þær
unr ókomna tíma tilheyra hópi þeirra fyrirbæra
sem vísindin kunna enga skýringu á.
Nokkrar heimildin
M. Allaby. J. Lovelock: The Great Extinction, Paladin, London 1985.
P. Hut: The Mainspring of Evolution, Encyclopædia Britanniai, 1986.
Yearbook of Science and the Future.
D. Jablonski, Science. 10. jan. 1986.
Tveggja sentímetra þykk iridíum- og osmíumrík jarölög við borgina Gubbio á Mið-ítaliu.
28 VIKAN 4. TBL