Vikan - 22.01.1987, Blaðsíða 38
Burt með Karíus og Baktus
Síðasta laugardagskvöld varð Tommi
allt í einu glorsoltinn. Hann fór fram í
eldhús og opnaði ísskápinn. Þar blasti
við honum í allri sinni dýrð döðluterta
með dísætu karamellukremi. Tommi var
ekki seinn á sér að skera sér væna sneið
sem hann svo hámaði í sig.
Þegar hann var lagstur upp í rúm aftur
og var rétt að festa svefninn laust áminn-
ingum tannlæknisins eins og eldingu
niður í huga hans. Tommi sá fyrir sér
allar bakteriurnar önnum kafnar við að
búa til sýru úr kökuafgöngunum sem
þöktu tennurnar. Oj barasta! Tomma
var meinilla við þessa sýruframleiðslu i
munninum á sér. Hann dreif sig fram á
bað og burstaði vel og vandlega í sér
tennurnar. Svona, þar fenguð þið það,
bakteríudruslur, hugsaði Tommi og sofn-
aði sæll og glaður.
Það var rétt hjá Tomma að bursta í
sér tennurnar eftir kökuátið. Þar með
burstaði hann burtu allar matarleifar og
bakteríurnar höfðu ekkert að borða og
gátu því ekki skemmt í honum tennurnar.
Bakteríurnar, sem eiga heima í munn-
inum á Tomma og í munni okkar allra,
eru örsmáar og sjást ekki nema í smásjá.
Þrátt fyrir smæðina geta þær valdið tals-
verðum skemmdum á tönnunum. Þegar
bakteríurnar gæða sér á matarleifum,
sérstaklega ef í þeim er sykur, framleiða
þær sýru. Sýran étur gat á glerunginn
og skemmir þar með tennurnar.
Ef Tommi hefði ekki burstað i sér tenn-
urnar í þetta skipti hefði honum trúlega
fundist vera skán á tönnunum næsta
morgun. Það hefði ekki verið nein
ímyndun því yfir nóttina hefði myndast
skán eða himna úr samsulli matar, munn-
vatns og baktería. Ef skánin eða himnan
fær að vera nógu lengi á tönnunum
harðnar hún og verður að gul- eða brún-
leitum tannsteini.
Tannlæknirinn þinn hefur án efa sagt
þér frá þvi að þessi skán á sinn þátt í
tannskemmdum. Sýran, sem bakteríurn-
ar framleiða úr matarleifum, límist við
skánina og festist því betur á tönnunum.
Því lengur sem sýran er á tönnunum því
meiri líkur eru á því að sýran geri gat á
glerunginn.
Glerungurinn er harðasta efni sem fyr-
irfínnst í líkama okkar. Hann er meira
að segja harðari en beinin. Glerungurinn
er ysti hluti tannanna, eins konar hlíf sem
verndar innri hlutann. Fyrir innan gler-
unginn er tannbein sem svipar mjög til
annarra beina líkamans. Þar fyrir innan
er svo hjarta tannarinnar, fullt af taugum
og blóðæðum. Tannrótin festir svo tönn-
ina kirfilega í munninum.
Glerungurinn er mjög harður eins og
áður sagði en þegar hann skemmist getur
hann ekki endurnýjað sig. Þegar þú færð
sár eða rispu á húðina endurnýjar húðin
sig sjálf á skömmum tíma en þegar einu
sinni er komið gat í glerunginn hverfur
það ekki af sjálfu sér með tímanum. Ef
ekki er að gert getur sýking breiðst úr
frá holunni og skemmt alla tönnina.
Þegar tannlæknirinn gerir við
skemmda tönn notar hann sérstakan bor
eins og þú vafalaust veist - til að íjar-
lægja skemmda hluta tannarinnar. Þar
næst er holan fyllt með málmblöndu sem
við köllum venjulega silfur eða þá að hún
er fyllt með plasti eða gulli. Fæstir krakk-
ar eru með svo miklar tannskemmdir að
þeir þarfnist gullviðgerðar. Flest fáum
við þó holur í tennurnar einhvern tíma
á lífsleiðinni. Við íslendingar eigum hátt
í heimsmet í tannskemmdum eins og þið
hafíð sennilega lesið í blöðunum. Skýr-
ingin er sú að við borðum alltof mikinn
sykur og sælgæti. Svo gleymum við
kannski að bursta í okkur tennurnar og
þá eru nú Karíus og Baktus í essinu sínu.
Þó að tannlæknar séu mjög færir í að
gera við holur þá er langbest að fyrir-
byggja tannskemmdirnar. Sumir vísinda-
menn trúa því að flúor geti komið í veg
fyrir tannskemmdir. Flest notum við
tannkrem sem inniheldur flúor. Númer
eitt, tvö og þrjú er þó að bursta tennurn-
ar og vera ekki alltaf að narta í eitthvað
milli mála. Oftast skemmast jaxlarnir
fyrst. Ef þú rennir tungunni yfir jaxlana
finnur þú að yfirborð þeirra er hrufótt.
Það er til þess að þú getir betur mulið
sundur fæðuna þegar þú tyggur. En þess
vegna er líka erfitt að hreinsa þá vel og
þeir eru tilvalinn felustaður fyrir matar-
leifar og sýkla. Tannlæknar mæla líka
með notkun tannþráðar til að hreinsa
það sem tannburstinn kemst ekki að.
Farðu svo reglulega í skoðun, þá verður
holan aldrei neitt stór og minnkaðu
sykur- og sælgætisátið.