Vikan


Vikan - 22.01.1987, Síða 39

Vikan - 22.01.1987, Síða 39
Umsjón: Hólmfríður Benediktsdóttir Skrýtlur Tveir Hafnfirðingar voru að tala saman: Þegar ég var lítill, sagði annar þeirra, þá féll ég niður úr tveggja metra háu tré.. . Og lifðir þú fallið af? spurði hinn. - Já, hvernig vissirðu. . . ? Kennarinn: Hvaða íjögur orð eru mest notuð hér í bekknum? Strákurinn: Ég veit það ekki. Kennarinn: Það er alveg rétt. Mamma, er það rétt að kindurnar séu heimskar? - Já, lambið mitt. Þrír strákar sátu og töluðu um hvað þeir vildu hafa hjá sér ef þeir væru á eyðieyju. Sá fyrsti vildi hafa góða bók. Annar vildi hafa boltann sinn en sá þriðji vildi hafa eitt franskbrauð. Yinir hans spurðu hvers vegna. - Jú, fyrst mundi ég borða annan end- ann, svo hinn og eftir það gæti ég borðað brauðið endalaust. - Hérna, strákar, sagði Hafnfirðingur- inn við tvíburana á afmælisdegi þeirra. - Hér hafið þið blöðru sem þið megið skipta á milli ykkar. Pétur litli er mættur í skólann og í öðr- um tíma er tónlistarkennsla. Kennslu- konan biður hann að taka upp fiðluna. Pétur opnar fiðlukassann, dregur upp úr honum vélbyssu og fer svo að skelli- hlæja. - Ha, ha, ha, aumingja pabbi. Nú stendur hann úti í banka með fiðl- una. . .! Jónína gamla: Æ, ó! Ég kvelst af gikt í öðrum fætinum. Læknirinn: Það eru ellimörkin. Jónína gamla: Hvaða vitleysa, báðir fæturnir eru jafngamlir. 1. Af hverju gat fillinn Júmbó flogið? 2. Hvert er fjölmennasta ríki jarðarinnar? 3. Hvaða gæludýr áttu Kasper, Jesper og Jónatan? 4. Hvað heitir höfuðborg Kína? 5. í hvaða kaupstað er Helgamagrastræti? 6. Hvaða tungumál er talað í Brasilíu? 7. Eftir hvern eru bækurnar um Línu langsokk? 8. Hvaða svartfugl er mjög áberandi í Vestmannaeyjum? 9. Hvað hét fyrsta skip Eimskipafélags íslands? 10. Hvaða borg hefur lengstum ráðið mestu í tískuheiminum? 11. Hve oft er hægt að draga 37 frá 345? 12. Hvað er það sem fer að gráta þegar það sér sólina? 13. Á hverju má sjá að það liggur illa á regnhlífum í þurrki? Svör: •jpuSajpmpiu jæcJ ma ncj '£\ •uuuofus 'Zi '80£ ^qjoa pc| ‘iuuis nuig \\ •spuupjquLj gjoqQnjoij ‘sunj '01 •ssojnno '6 •ipunq ’8 •uajgpun puisy uuipunjoqju nqsuæg 'i •nqsingnjjoj -9 •u/Cajnqy y -9 •gupp<j 'p •uofni t æúrfl 'z •njÁa jqjs oas iQjnq uunjj '1 4. TBL VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.