Vikan


Vikan - 22.01.1987, Síða 45

Vikan - 22.01.1987, Síða 45
Luiz heldur ótrauður áfram að mála þrátt fyrir veikindin. í húsið sem Luiz, foreldrar hans og bræður búa í. Ástæðurnar fyrir því að íjölskylda hans sett- ist að í Porto Alegre var sú að hún vildi sjá til þess að hann fengi þá meðferð sem hann þurfti við dreyrasýkinni. Luiz er dökkeygður. Mál hans er rólegt og öruggt en hann á erfítt með gang sem er afleiðing dreyrasýkinnar. „Við elskum hvort annað,“ segir hann. „Konan mín er ekki hrædd en ég hef nokkrar áhyggj- ur. Ég er hræddur um að smita hana en ég treysti því samt sem áður að allt fari á besta veg.“ Þau Luiz og Lourdes nota getnaðarvarnir enn sem komið er. Lourdes er full bjartsýni og fjölskylda hennar styður hana. Lourdes: „Fjölskylda mín tel- ur að ég hafi brugðist alveg rétt við. EfLuizlifirmunum við komast fram hjá hverri hindrun. Ég á lífið fram undan. Og fyrir ást okkar er hættan þess virði að horfast í augu við hana.“ Það eina sem er afar umdeil- anlegt í þessu sambandi er sú staðreynd að hjónin vilja eignast börn. Margir læknar hafa varað við því að börnin kunni að bera veiruna þegar þau fæðast. Þó er ekki víst að svo verði. Könnun, sem breskir læknar framkvæmdu, þótti sýna að smitunartíðni hjá mökum dreyrasjúklinga með eyðnismit virtist tiltölulega lág. Niður- stöður þessarar könnunar virðast benda til að í flestum kynvísum samböndum geti fólk fengið eyðnismit af hinum ein- staklingnum en hún bendir líka til þess að eyðni smitist ekki eins auðveldlega og aðrir kynsjúk- dómar. Nokkuð miklar líkur eru á því að barn smitist í móðurkviði ef móðirin ber veiruna. Lourdes hefurekki áhyggjur af sjálfri sér, til þess er hún of ástfangin af Luiz. Allar hennar áhyggjur beinast að því að Luiz sé sem hamingjusamastur og hún hugsar stöðugt um hann. Þau berjast hlið við hlið. Saga þeirra bendir til þess að það sé enn til rómantík á okkar tímum. Luiz og Lourdes sýna okkur að það er enn tími til að endurheimta hina mikilvægu ást. En skjótt verður að bregða við. 4. TBL VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.