Vikan


Vikan - 22.01.1987, Side 52

Vikan - 22.01.1987, Side 52
Sakamálasaga eftir Ellery Queen Líkið var sitjandi í stól við skrifborðið í herberg- inu með höfuðið og handlegginafram á borðið. Hann hafði verið barinn í höfuðið með þungum hlut sem við fyrstu sýn var ekki lengur i her- berginu. Eftir sárinu að dœma taldi lögreglufor- inginn að þetta hefði verið hamar. Það er ólíklegt að starfsfólk Chancellor hótelsins, sem er í mið- borg New York, gleymi nokkurn tíma þeim tveim skiptum sem Philly Mullane gisti þar. í fyrra skiptið skráði hann sig inn undir nafninu Winston F. Parker en þá veitti einkaspæjari hótelsins honum at- hygli og Philly var borinn út úr herbergi 913 spriklandi og í járnum undir persónulegri yfírumsjón Ric- hards Queen lögregluforingja. Nokkru síðar var hann sekur fund- inn um að hafa stolið launasendingu og dæmdur í tíu ára fangelsi. í síð- ara skiptið, sem hann var borinn út úr herbergi 913, var hann hvorki í járnum né spriklandi heldur dauð- ur. Þetta byrjaði allt saman á þjóð- vegi sjö í Berkshirehæðum þegar Mullane rotaði félaga sinn, Mikka þjón, og henti honum út úr flótta- bílnum. Með því móti losnaði hann við að skipta ránsfengnum í þrennt og þegar hann svo hafði rotað Pitts- burg Patience, tíu mílum norðar, var hann einn um þá 62.000 dollara sem þau höfðu rænt. Mikki og Patience voru handtekin af lögreglunni í 52 VIKAN 4. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.