Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 4
13. tbl. 49. árg. 26. mars-1. apríl 1987. Verð 150 krónur.
Helgi Björnsson fór með Valdísi
Óskarsdóttur, Ijósmyndara Vik-
unnar, í bílakirkjugarð. Þar fannst
Ijósmyndaranum vera rétta um-
gjörðin fyrir þennan efnilega
leikara og tónlistarmann sem
prýðir nú forsíðu blaðsins.
ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf.
RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir.
BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs-
dóttir, Hlynur Örn Þórisson,
Jóhanna Margrét Einarsdóttir,
Unnur Úlfarsdóttir.
LJÓSMYNDARI: Valdís Óskars-
dóttir.
ÚTLITSTEIKNARI:
Hilmar Karlsson.
RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11,
SÍMI (91) 2 70 22.
AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R.
Andersen.
AFGREIÐSLA OG DREIFING:
Þverholti 11, sími (91) 2 70 22.
PÓSTFANG RITSTJÓRNAR,
AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR:
Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð
í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð:
500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13
tölublöð ársfjórðungslega eða
3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs-
lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram.
Gjalddagar nóvember, febrúar, maí
og ágúst. Áskrift í Reykjavík og
Kópavogi greiðist mánaðarlega.
RÖDD RITSTJÓRNAR I í ÞESSARI VIKU
Kynferðisafbrot
í umræðum í fjölmiðlum og
manna á meðal hefur umræðan
um kynferðisafbrot gagnvart
börnum og unglingum verið
mikil að undanförnu. Kynferðis-
legir glæpir, sem framdir eru á
börnum, eru afbrot sem þorri
manna hefur haldið að ættu sér
aðeins stað utan garðs, hjá öðr-
um þjóðum, en ekki hjá okkur.
Nú er eins og loki hafi verið
lyft af kirnu sem fundist hefur
úti í horni og dauninn leggur
upp. í fjölmiðlum koma fram ein-
staklingar sem segja frá reynslu
sem þeir hafa ekki þorað að hafa
orð á fyrr en hafa verið að kikna
undan.
Sláandi var frásögn miðaldra
konu í dagblaði nýlega þar sem
hún sagði frá því að hún hefði
þrisvar sinnum verið misnotuð
kynferðislega sem barn. Og dótt-
ir þessarar konu hafði einnig
orðið fyrir álíka reynslu. Nýlega
var ungur maður dæmdur fyrir
kynferðislegt afbrot gagnvart
þriggja ára gömlu stúlkubarni,
sem hann segist vera saklaus af.
Verknaðurinn var framinn á
barninu, hvort sem hann framdi
sá dæmdi eða annar og við vitn-
eskjuna um verknaðinn setur
hroll að fólki. Ung stúlka sagði
frá því í sjónvarpsþætti nýlega
hvernig fósturfaðir hennar hafði
í mörg ár misnotað hana kyn-
ferðislega og misþyrmt þannig
að hún er bækluð eftir. Hún
kærði föðurinn þegar henni varð
Ijóst að hann var farinn að leika
sama leik við átta ára gamla syst-
ur hennar.
Dauninn leggur úr kirnunni og
tími til aðgerða upprunninn.
6
I Lundúnum dönsuðu, sungu og spil-
uðu íslendingar af kappi er þeir
blótuðu þorrann. Svipmyndirfrá
stuðinu.
8
Ágústa frá Refsstað sat Búnaðarþing
nýlega. Henni leið ágætlega í sam-
félagi karlanna á þinginu og við
völdum hana sem nafn Vikunnar.
10
Stefnumótviðdauðann. Flugmar-
skálkur segirfrá reynslu sinni í
heimsstyrjöldinni síðari.
14
Stjörnuspáin á reiki en fyrir alla eins
og venjulega.
18
Lesendur halda áfram að skrifa. Þótt
sólinfari ereftireinn hinna mörgu.
24
Einn blaðamaður Vikunnar var á ferð
á Akureyri nýlega. Ýmislegt barfyrir
augu.
28
Um þessar mundir eru hópar fólks á
skíðum í erlendum brekkum og svo
verður fram yfir páska. Skíðastemmn-
ing.