Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 30
Irska hljómsveitin U2 hefur
ótvíræða sérstöðu í tónlistar-
heiminum um þessar mundir.
Hún er ein sú vinsælasta og um
leið sú virtasta. Hún hafði ekki
gefið út plötu síðan árið 1984
en nú um miðjan mars kom
út sjötta breiðskifa sveitarinnar
og hennar hafði verið beðið
með mikilli eftirvæntingu.
Paul Hewson var ungur dreng-
ur. Faðir hans var húsamálari en
móðir hans dó þegar hann var
ungur að árum. Hann sinnti nám-
inu lítið en aðaláhugamál hans var
skák! Hann tók upp á mörgu
undarlegu á þessum árum, þar á
meðai tóku hann og nokkrir vinir
hans upp á því að búa sér til
ímyndaðan stað sem þeir kölluðu
Lypton Village. Það var í tengsl-
um við þetta sem þeir gáfu hver
öðrum ný nöfn. Paul Hewson fékk
nafnið Bono Vox, sem útleggst
víst góð rödd, vinur hans, Dave
Evans, fékk nafnið The Edge,
Richard bróðir Daves var kallað-
ur Dik og ýmis fleiri nöfn komu
upp.
Hljómsveit var einungis draum-
ur hjá þeim þar til ungur og
feiminn trommari, sem hafði verið
í hljómsveit sem kallaðist The
Artane Boys band, setti upp aug-
lýsingu í skólanum sem Bono og
vinir hans voru í. Þar óskaði hann
eftir einhverjum til að vera með
sér í hljómsveit. Þeir sem gengu
til liðs við hann voru Bono, The
Edge, Dik og strákur sem hét
Neil McCormick. Dik og Neil
hættu fljótlega og sá sem kom í
staðinn nefndist Adam Clayton
en hann hafði verið í hljómsveit
sem kallaðist Max Quad band.
A þessum dögum kölluðu þeir
sig fyrst The Hype (dópistinn) en
þeir skiptu um nafn til að forðast
fordóma og ranghugmyndir. í
stuttan tíma kölluðu þeir sig
Feedback Það varsvo náunga
sem heitir Steve Rapid - þeim
hinum sama og hannar umslögin
á breiðskífum þeirra - sem datt í
hug nafnið U2.
Þeir tóku þátt í tónlistarsam-
keppni sem Guinness fyrirtækið
stóð fyrir og sigruðu. Launin þar
voru fimm hundruð pund og
reynslutaka hjá CBS fyrirtækinu.
Hún heppnaðist ekki nógu vel en
fljótlega gáfu þeir þó út fyrstu
smáskífu sína, Out of Control.
Hún kom út á írlandi ogfórá
toppinn þar. Lagið Another Day
fylgdi svo á eftir og þeir voru
orðnir nokkuð vinsælir í heima-
landi sínu.
Sögur af þessari írsku rokksveit
bárust fljótt til Bretlands og ekki
löngu seinna hélt hún sína fyrstu
tónleika í London, áhorfendur
voru níu.
í apríl I980skrifuðuþeirfélag-
ar undir hljómplötusamning við
Island útgáfufyrirtækið. Ekki
löngu seinna kom út fyrsta breið-
skífan þeirra sem nefndist Boy.
Bæði gagnrýnendur og almenn-
ingur tóku plötunni vel. U2 var
að verða nokkuð þekkt nafn.
Helsta gagnrýnin, sem félagarnir
fengu, var að þeir skyldu vera
svona venjulegir. Bono segir að
þeir komi bara fyrir eins og þeir
séu, þeir sem komi fram með ein-
hverjum látum og með banana í
eyrunum eða eitthvað álíka séu
ekkert öðruvísi, þeir séu bara að
reyna það.
Arið 1981 kom útsmáskífan
Fire sem náði nokkrum vinsæld-
um. Þá kom líka út breiðskífan
October en hugmyndina að nafn-
inu á plötunni má víst rekja til
þess er Bono var að skoða alman-
ak ársins 1981. Platan kom líka
út í október 1981. Almenningur
tók þessari plötu vel en gagnrýn-
endur illa. Þessi plata er almennt
álitin það lélegasta á ferli U2 en
hún inniheldur þó tvö feikigóð
lög, Gloria (in the Domine) og
Rejoice.
Stjarna U2 fór hækkandi. Árið
1983, nánar tiltekið 28. febrúar,
kom út þriðja breiðskífan, War.
Almenningur var stórhrifinn en
gagnrýnendur hökkuðu hana í sig.
Platan fór beint á toppinn og
fyrsta smáskífan af henni, New
Year’s Day, klifraði nokkuð á
vinsældalistum. Þessi plata þykir
„hrárri“ en fyrri plötur U2 og á
hennierað finna mikla ádeiluá
stríð. Meðlimirnir höfðu líka elst
og þroskast. Bono giftist kær-
ustunni sinni, Alison, árið 1982,
The Edge giftist Aislin sinni ári
áður og þegar þetta var áttu þau
von á barni - sem varð stúlka og
nefnist Holly.
I laginu New Year’s Day er
Ijallað um ástandið í Póllandi. í
laginu Seconds er sungið um
sprengjuna miklu og í Sunday
Bloody Sunday er fjallað um
ástandiðá írlandi.
Þegar hér er komið sögu eru
þeir kappar orðnir nokkuð þekkt-
ir á Bretlandseyjum og í Evrópu
en nær óþekktir í Bandaríkjunum.
Það var svo tónlistarmaðurinn
Bruce Springsteen sem „uppgötv-
aði" þessa írsku sveit en hún er í
miklu uppáhaldi hjá honum.
Þegar henni var komið á framf; ri
var ekki að spyrja að viðtökunum.
U2 fór í stóra tónleikaferð vítt og
breitt um Bandaríkin og var hvar-
vetna vel tekið. Einir þessara
tónleika voru teknir upp og gefnir
út á plasti undir nafninu Under a
Blood Red Sky. Sú plata er orðin
ein mest selda tónleikaplatan í
Bretlandi og mun vera ein vinsæl-
asta partíplatan hérlendis.
Eftir þetta tónleikaferðalag
30 VI KAN 13. TBL