Vikan


Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 14

Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 14
STJÖRNUSPA Á SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 29. MARS—4. APRÍL HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Þú skalt vera undir það búinn að vera á ferð og flugi í næstu viku og ólíklegt að mikið verði um rólegar stundir. Ekki skaltu treysta því að háttemi þitt veki óblandinn fögnuð enda telja vafalaust einhverjir tíma þínum betur varið öðruvísi. Láttu hverjum degi nægja sína þjáningu. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Þú þykist sennilega hafa lært af reynslunni að betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig í peningamálunum. Að því kemur þó fyrr eða síðar að þú neyðist til að taka áhættu. Þér ætti líka að vera óhætt að slaka nokkuð til varðandi þær kröfur sem þú hefur gert að undanfömu. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Meira los virðist vera í kringum þig en þér líkar. Ekki skaltu láta núver- andi ástand þjaka þig heldur gripa upplagt tækifæri til að koma reglu á hiutina. Þegar lausir endar hafa ver- ið hnýttir og þú getur farið að slaka á máttu búast við að verða tiltölu- lega sáttur við sjálfan þig. NAUTIÐ 21. apríL21. maí Enginn getur vænst þess að fá ætíð sitt fram. Nú verður þú að fara að óskum annarra, það virðist óhjá- kvæmlegt. Ekki er þó leikurinn til þess gerður að þú þurfir að lúta í Íægra haldi, málin æxlast einfaldlega stundum þannig að ekki er nema ein leið fær. Taktu þessu með stillingu. KRABBINN 22. júní—23. júlí Láttu þína eigin heilbrigðu skynsemi vísa þér veginn. Sitthvað nýstárlegt er á döfinni og ófært að láta það framhjá sér fara af eintómum rolu- skap. Veldu það sem hugurinn stendur til og sýndu þann manndóm að standa við valið þótt ekki verði um eintóman dans á rósum að ræða. MEYJAN 24. ágúst—23. sept. Ekki verður endalaust undan því vikist að horfast í augu við stað- reyndir. Ekki stinga höfðinu í sandinn þótt sú aðferð sé mun þægi- legri. Þú mátt til með að gera þér grein fyrir hvernig þú ert og hvernig þú vilt vera og reyna síðan að gera það besta úr þessu tvennu. VOGIN24.sept.-23.okt. Varastu sjálfsmeðaumkun. Hún ger- ir þér ekkert gott og gæti þar að auki orðið til þess að fólk sniðgengi þig og þú misstir þar með af ýmsu sem þú vildir síður vera án. Það er ósiður, sem þú ættir að leggja af hið snarasta, að kenna öðrum í sífellu um hvaðeina sem aflaga fer hjá þér. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Þú hefur ákveðnar hugmyndir um hvemig bæta megi andrúmsloftið í kringum þig. Hvort sem þú hefur nú þegar hafist handa við að sanna þessar kenningar eða ert í starthol- unum máttu vita að þér verður töluvert ágengt og sannarlega betur af stað farið en heima setið. VATNSBERINN 21. jan.-19. febr. Það er að renna upp fyrir þér að ýmsir af kunningjunum eru ekki verðir vináttu þinnar. Nú stendur fyrir dymm að velja og hafna og varla við því að búast að það gangi sársaukalaust fyrir sig. Vertu við því búinn að kanna ókunna stigu áður en þú kemst á áfangastað. SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv. Þú átt von á ýmsu skemmtilegu, jafnvel ævintýralegu. Engu að síður þarftu að gera þér glögga grein fyrir hvað þú vilt í raun og veru, ella get- urðu lent í einhverju sem þú sérð eftir seinna. Slíkir bakþankar gætu reynst þér erfiðir og þvi um að gera að reyna að forðast að til slíks komi. STEINGEITIN 22. des.-20. jan. Viðburðir næstu viku verða líklega til þess að þú takir sitthvað til endur- skoðunar. Á það einkum við um fjölskyldumálin og vera má að þú gerir þér grein fyrir að ekki kemur allt af sjálfu sér. Þótt þú leggir ef til vill ekki sérlega hart að þér sleppa ekki allir svo vel. FISKARNIR 20. febr.-20. mars Nú skaltu safna í sarpinn. Þér gefst færi á að hagræða fyrir þér með til- liti til framtíðarinnar og það væri óðs manns æði að láta slíkt happ úr hendi sleppa. Ennfremur geturðu átt von á að gamall kunningi birtist og sameiginlegar minningar verði ykkur til óblandinnar ánægju. Aprílmánuður gengur í garð í næstu viku. Því er ekki úr vegi að skyggnast örlítið fram á við og athuga hvað líklegt er að drífi á daga hrúta núna með vorinu. Fremur er ólíklegt að allt gangi sinn vanagang og varla við því að búast að hver hlutur verði á sínum stað á næstunni. Ekki þarf það þó að vera af hinu illa heldur er mjög undir því komið hvernig hver og einn bregst við hvað úr verður. Hrútarnir þurfa að treysta sem mest á mátt sinn og megin og varast að ætla öðrum að taka á sig þær byrðar sem þeim eru ætlaðar. Þetta fellur þeim sennilega ágætlega og njóta sín því vel. Ekki skyldu menn þó ganga of langt í því að ráðskast með málefni annarra því að affarasælast virðist að hver sjái um sitt. Mikilvægt er að meta staðreyndir af raunsæi, ætla sér ekki of en hika ekki sýnist aðgerða þörf. Hrútar kunna að þurfa að færa fórnir,jafnvel að sjá af einhverju sem þeim er óljúft að missa en standi þeir að sínu með þeirri reisn og djörfung sem þeim er eiginleg fá þeir margfalt endurgjald er fram líða stundir. í maí má reikna með árekstrum þar sem þeirra er síst að vænta og koma þeir til með að undirstrika enn frekar að hver er sinnar gæfu smið- ur. Nauðsynlegt getur verið að ganga hart eftir að loforð séu efnd ef allt á að fara sem til stendur. Hrútar harðna af átök- um og koma sterkari út úr þeirri viðureign sem fram undan virðist vera. Sýni þeir sanngirni og gleymi ekki að taka tillit til eigin breyskleika og annarra munu þeir ráða við þetta. Trúlega hlotnast þeim þrátt fyrir allt álitsauki með vorinu og hann munu þeir svo sannarlega kunna að meta. Þið vitið vel hvað ykkur er fyrir bestu, hrútar. Sýnið nú sjálfum ykkur og öðrum hvað í ykkur býr og ykkur mun vel farnast. 14 VIKAN 13. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.