Vikan


Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 23

Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 23
Myndbönd Eitt vinsælasta leikrit, sem sett hefur verið hér upp á síðari árum, er vafalaust Litla hryllingsbúðin sem Hitt leikhúsið sýndi í Is- lensku óperunni við mikla hrifn- ingu. Nú geta þeir sem hrifust hlakkað til því búið er að kvik- mynda leikritið og þykir hafa vel tekist til. Má segja að verkið sé nú kom- ið í hring því leikritið var skrifað upp úr handriti frekar ómerki- legrar kvikmyndar sem kannski er helst fræg fyrir að í henni lék aðalhlutverkið leikari sem þá var óþekktur, Jack Nicholson. Litla hryllingsbúðin, eða Little Shop of Horrors, eins og myndin heit- ir á frummálinu, fjallar, eins og flestir vita, um ungan mann sem eignast blóm eitt, sakleysislegt í byijun en sem vex ört og verður ófreskja hin mesta. Efnið er sett fram í farsa með lögum sem flestir ættu að vera famir að þekkja. Sú persóna, sem vakti hvað mesta athygli hér, var Tannsi, hlutverk sem Þórhallur Sigurðsson skilaði af sinni al- kunnu snilld. Ekki er minni maður sem fer með þetta hlut- verk í kvikmyndaútgáfunni eða Steve Martin, einhver vinsælasti gamanleikari vestanhafs. í enskri útgáfu heitir Tannsi Doctor Scri- vello. Þykir Martin fara á kostum í hlutverkinu og atriðin, sem hann kemur fram í, eru talin þau bestu í myndinni. Annars em aðalhlutverkin í höndum Ricks Moranis og Ellenar Green og að sjálfsögðu Audrey II en svo nefn- ist plantan góða. Þá leikur Bill Murray eitt aukahlutverkið. Af þessu má sjá að Litla hryllings- búðin er vel mönnuð. Bíóhöllin mun mjög bráðlega taka Litlu hryllingsbúðina til sýningar. \AARNER HOME VIDEO AFTER HOURS ★★★ Leikstjóri: Martin Scorsese. Aðalleikarar: Griffin Dunne, Rosanna Arquette og Teri Garr. Sýningartími: 93 min. - Útgefandi: Tefli hf. Martin Scorsese hefur ekki oft reynt sig við gamanmyndir, enda eru þekkt- ustu verk hans dramatískar myndir eins og Taxi Driver og Raging Bull. After Hours er að vísu ekki hans fyrsta gamanmynd. Fyrir tveimur árum gerði hann King of Comedy sem þrátt fyrir góða spretti var ekkert sér- stök. Með After Hours hefur honum tekist að gera góða gamanmynd sem byggist á gálgahúmor. Fjallar myndin um ungan mann sem eftirvæntingar- fullur fer á stefnumót við unga stúlku í Soho í New Y ork. Allt fer þó öðruvísi en ætlað var. Hann er varla lagður af stað þegar óhöppin byrja og mestalla nóttina er hann að reyna að komast heim, en honum gengur vægast sagt illa að komast út úr hverfmu. After Hours er svört kómedía, mynd sem er grátbrosleg vegna þess að það sem aumingja maðurinn þarf að ganga í gegnum er ekkert grín. HLEKKURINN (LINK) ★ ★ Leikstjóri: Richard Franklin. Aðalhlutverk: Elisabeth Shue og Terence Stamp. Sýningartími: 96 mín. - Útgefandi: Háskólabíó. Að dómi flestra fræðimanna ganga apar næstir manninum að vitsmun- um. Hlekkurinn fjallar um apann Link sem er meiri gáfum gæddur en apar almennt. Eigandinn, sem er prófessor, telur meira að segja að það eina sem Link hafi misst af sé sá menningargrundvöllur sem maðurinn á að baki. í símtali segist prófessorinn þurfa að losa sig við Link sem sé orð- inn gamall. Þetta heyrir Link og nú fara dularfullir atburðir að gerast. Ung aðstoðarstúlka prófessorsins vaknar einn morguninn við að prófessorinn er horfinn. Þrátt fyrir leit finnur hún hann ekki. Smám saman rennur upp fyrir henni að Link er hættur að fara eftir skipunum... Hlekkurinn er ágæt spennumynd, þar sem persónur eru fáar. Þess meiri áhersla er lögð á apana og er ótrúlegt hversu vel hefur tekist að láta apana leika. Það liggur við að Link geti leikið með augnaráðinu einu saman. DESIRE INFATUATION OBSESSION 9 Vi WEEKS ★★ Leikstjóri: Adrian Lyne. Aóalleikarar: Mickey Rourke og Kim Basinger. Sýningartími: 90 mín. - Útgefandi: Steinar hf. 9 'A Weeks varein umtalaðasta og umdeildasta kvikmynd á síðasta ári. Þótti mörgum sem þarna væri á ferðinni klámmynd í finum umbúðum. 9 'A Weeks fjallar um tvo einstaklinga, konu og karlmann. Hún er fráskilinn listaverkasali, hann er kaupsýslumaður í Wall Street. Fljótlega verður hún fangi hugaróra hans sem varla geta talist heilbrigðir. Kemur þetta illa við sálarlíf hennar. Réttileg finnst henni hún vera niðurlægð en ræður ekki við sig. í raun er ósköp fátt sem gleður augað. Leikur þeirra Mickey Rourke og Kim Basinger er samstilltur. í heild er myndin innantóm þótt reynt sé að skýra sálarástand aðalpersónanna. Eitt atriði er virkilega gott, það er þegar opnuð er málverkasýning aldraðs en virts listmálara. Við að horfast í augu við hann finnur hún fyrir þeirri miklu niðurlægingu sem hún hefur orðið að þola. í heild er 9 'A Weeks langdregin mynd sem skilur lítið eftir. LITTLE FAUSS AND BIG HALSEY ★ Leikstjóri: Sidney J. Furie. Aðalleikarar: Robert Redford, Michael J. Pollard og Laureen Hutton. Sýningartími: 99 min. - Útgefandi: Háskólabió. Sumar myndir eldast verr en aðrar og Little Fauss and Big Halsey, sem gerð er 1970, hefur elst illa. Það sem áður var ágæt afþreyingarmynd er nú aðeins svipur hjá sjón. Myndin er gerð þegar hippatímabilið var í algleym- ingi og flottast þótti að vera svalur og kærulaus. Robert Redford leikur Halsey, dæmigerðan töffara sem er sama um allt nema sjálfan sig og mótor- hjólið sitt. Meira að segja vinskap við hin geðgóða Fauss, sem Michael J. Pollard leikur, fórnar hann vegna eigin skinns. Og ekki fer ung flækings- stúlka betur út úr viðskiptum sínum við hann. Umgjörð myndarinnar er mótorhjólakappakstur um gervöll Bandaríkin en meginþema frjálst líf og að best sé að vera óháður öllum. Robert Redford, ungur að árum, er ágætur í hlutverki hins sjálfumglaða Halseys. Michael J. Pollard er aftur á móti aumkunarverður enda varð leikferill hans ekki langur á toppnum. 13 TBL VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.