Vikan


Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 37

Vikan - 26.03.1987, Blaðsíða 37
„Ég horfi dálitiö spenntur fram á viö og biö eftir því sem kemur." grillur um ýmsa hluti: af hverju þetta gerist ekki eða hitt, af hverju ég sé ekki búinn að framkvæma hitt og þetta, því ef mann langar til að gera eitthvað en kemur sér ekki að því þá er það oft vegna þess að maður er ekki tilbúinn til þess. Eg er ekki að segja að við göngum öll nákvæmlega eftir einhverri ákveð- inni línu heldur tel ég líklegra að líkja megi línunni við það þegar maður teiknar ákveðinn hlut, segjum frá tölustafnum 1 upp í 10, og getur tekið frjálslegar sveiflur á milli tölu- stafa. Það fer eftir manni sjálfum hvernig maður fer á staðinn og hvað maður gerir í leiðinni en á staðinn kemst maður fyrr eða síðar. Svo er ég líka dálítið hjátrúarfullur í laumi." Helgi lítur á mig pínulítið feimnislega og við skellum upp úr. „Já, alveg satt, ti! dæmis forðast ég að labba undir stiga og svo- leiðis, ef ég mögulega get, og svo eru líka ýmis svona bönn í leikhúsi, eins og það að ekki má blístra baksviðs. En annars reyni ég að taka þessa hluti ekki of alvarlega. Eg hef til dæmis líka mjög gaman af stjörnuspeki en forðast að hella mér út í hana sem einhver trúarbrögð. Eg viðurkenni fræðin sem slík, þar er svo margt sem gengur upp. Ég finn vel hvað passar hjá sjálfum mér og mörgum sem ég þekki; ýmislegt í sambandi við karakterlýs- ingu, þau element sem hver og einn hefur í sér vegna þess að hann er fæddur á þessum ,,Eftir hálft ár mundu einhverjir kannski segja: Djöfull, nú verð ég að komast i leikhús! - en láta sig svo hafaþað að fara í bíó eða fá sér vídeó- spólu.“ stað á þessari stundu. Ég lét einu sinni gera fyrir mig afstöðukort sem var þrjú ár aftur í tímann og þrjú ár fram og það stóðst alveg merkilega vel. Þetta er enginn spádómur um skemmtilegheitauppákomur í lífinu heldur um rnanns andlega ástand, með tilliti til afstöðu stjarnanna og hvernig maður er upplagður fyrir hina og þessa hluti. Þegar ég rakti þessi þrjú ár til baka kom í ljós að einmitt í þessum mánuði eða hinum, þegar allt hafði gengið vel og ég verið í góðu jafnvægi eða þá öfugt, voru himintunglin alveg sammála. Það hafa líka örugglega allir fundið hvað fólk á misvel saman; ekki bara almennt heldur líka frá ein- um tíma til annars. í síðasta mánuði þoldirðu ekki Sigga, til dæmis, en nú filarðu hann í botn. Það eru margir sem láta gera svona kort fyrir sig reglulega, notfæra sér það sem þau segja og eru sannfærðir urn að þannig nái þeir betri árangri. Ég hef þó hingað til mest látið mér nægja að spá í Tarotspil, fyrir sjálfan mig. Mér finnst það oft hjálpa mér að leysa flækjur og taka réttar ákvarðanir. Það auðveldar manni að lesa lífið en spilin segja auðvitað ekkert sem ekki er til staðar: þau segja þér ekki að á næsta horni bíði maður með hníf eða þúsundkall. Það eru þín- ar eigin hugsanir sem leggjast á borðið og svo geturðu lesið í og greint á milli aðalatriða og aukaatriða. Annars er þetta bara dútl hjá mér, ég hef ekkert stúderað þetta sérstaklega. En það fer ekkert á milli mála að orkan er ókannað fyrirbæri, hvort sem hún heitir hug- arorka eða eitthvað annað. Ég get til dæmis vel trúað að hægt sé með ákveðnum aðferðum að stjórna þessari orku og beina inn á vissar brautir. Eins er það merkilegt með þessa ákveðnu punkta í heiminum, eða orkustöðv- ar, samanber Snæfellsjökul hér. Þarna er á sveimi ómæld orka sem fæstir kunna enn að nýta sér.“ Það er greinilegt að Helgi er í essinu sínu meðan hann talar um þessa hluti og andi 13. TBL VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.